Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 96

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 96
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Ætli þetta hafi verið stutt Ermasund ... eða langt? Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt! Í síðustu viku horfði ég á heimildarmynd um stórkostlega konu, konu sem var fyrst íslenskra kvenna til þess að synda yfir Ermarsundið. Ég er algjör sökker fyrir heimildarmyndum. Finnst ekkert í sjónvarpi jafnast á við að horfa á raunverulegt bíó sem segir okkur frá raunveru- legum atburðum. Sigrún Þuríður Geirsdóttir sundkona er jafngömul mér, þroskaþjálfi að mennt, eiginkona og þriggja barna móðir. Hún er venjuleg kona eins og hún segir sjálf frá. Hefur aldrei stundað íþróttir að neinu marki. Sigrún byrjaði að stunda sjósund árið 2008 en á þeim tíma var líkamlegt ástand Sigrúnar ekki gott að hennar sögn. Hún var of þung og þjáðist af áreynsluastma. Árið 2012, stuttu eftir fertugsafmæli sitt, ákvað hún ásamt nokkrum sjósundsvinkonum að sniðugt væri að synda boðsund yfir Ermarsundið. Hún lét ekki þar við sitja heldur synti aftur boðsund ári seinna og svo kórónaði hún afrekið með því að synda Ermarsundið ein síns liðs tveim árum síðar. Heimildarmyndin „Þegiðu og syntu“ fjallar um leiðangur Sig- rúnar. Hennar þrekraun að synda ein síns liðs yfir Ermarsundið. Sundið tók hana um 23 klukku- stundir en á þeim tíma var hún á floti allan tímann, mátti hvergi koma við fast. Merkilegast við þessa heimildarmynd um þessa ótrúlegu konu og hennar sögu var hugarfarið hennar. Hún talaði ítrekað um að hún væri að gera þetta fyrir sjálfa sig, það skipti ekki máli hversu lengi hún væri heldur að taka þátt, hafa gaman og komast í mark. Hún væri að þessu til þess að sigra sjálfa sig en ekki fyrir verð- launin. Hógværðin skein í gegn, engin keppni. Í myndinni talaði hún um að í svona átökum eins og að synda yfir Ermarsundið sé talað um að það sé 30% líkamlegt erfiði og 70% andlegt en í hennar tilviki hafi þetta verið 90% hugarfar. Það eitt og sér segir okkur hversu stór- kostlegt afrek Sigrúnar er. Þessi mynd minnti mig ekki síður á það að þau áhugamál sem maður stundar í dag virðast flest vera orðin að einhvers konar keppni. Þú getur ekki hjólað nema að eiga allar græjur, taka þátt í hjólakeppnum og vera með hjólaboga á bílnum. Þú getur ekki hlaupið nema að taka þátt í maraþoni, járnkarli eða öðru. Þú getur ekki verið í golfi nema að fara í allavega tvær golf- ferðir erlendis á ári. Það stundar önnur hver manneskja yoga og best er að fara þá líka í yoganám – og trúið mér, ég er líka þarna. Ég veit að þetta hefur allt verið sagt áður en mig langaði bara að minna á hversu mikilvægt er að fara út og hjóla, í golf, hlaupa, ganga eða hvað annað sem þér þykir skemmtilegt að gera í þínum frítíma án þess að fá kvíðaeinkenni yfir að það sé ein- hver keppni. Gerðu það fyrir þig sjálfa(n). Ég ætla að minnsta kosti að hætta að ofhugsa alla hreyfingu og fara bara af stað. Njótið góða veðursins og sumarsins kæru les- endur, inni eða úti eða hvernig sem þið kjósið. LO KAO RÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta FERÐALAG UM HEIMASLÓÐIR FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.