Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 6

Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 6
 Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN KRISTÍN TEITSDÓTTIR Didda Faxabraut 13, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 20. ágúst kl.13. Guðlaugur Kristjánsson Hanna Sigurðardóttir Hildur Kristín Guðlaugsdóttir Þórunn Guðlaugsdóttir Hulda Guðlaugsdóttir Grétar Eiríksson og barnabarnabörn. Aldrei fleiri gestir í Rokksafnið Ókeypis aðgangur og aukin ferðalög innanlands hafa jákvæð áhrif á heimsóknir í söfn Reykjanesbæjar Mikil fjölgun hefur orðið á gestum í Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ og í Duus Safnahús eftir að Reykjanesbær fór að bjóða ókeypis aðgang í söfnin. Sveitarfélagið tók þá ákvörðun að veita ókeypis aðgang frá 1. júní til 31. ágúst og er það liður í því að bjóða gesti velkomna til Reykja- nesbæjar á ferðum sínum um landið. „Rétt rúmlega tvö þúsund manns sóttu safnið í júní og júlí. Það er um það bil 800 manna aukning borið saman við sama tímabil í fyrra. Ókeypis aðgangur að safninu og aukin ferðalög innanlands eiga klárlega mikinn þátt í þessari aukn- ingu,“ segir Viktor Aron Bragason, starfsmaður Rokksafnins. Rokksafn Íslands hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því að það var opnað árið 2014. Á safninu, sem er staðsett í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, er mikið magn sýningargripa sem tengdir eru ís- lenskri rokksögu eins og til dæmis trommusett Gunnars Jökuls Há- konarsonar, hljóðnemi Megasar og kjóll af Ellý Vilhjálms svo fá dæmi séu tekin. Einnig má finna kaffihús á staðnum sem ber nafnið Rokk- Café. Fleiri innlendir gestir heimsækja Duus Safnahús Duus Safnahús, sem eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanes- bæjar, hefur einnig séð aukinn fjölda gesta í sumar. Duus Safnahús hýsir sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar. Þar má einnig finna upplýsingamiðstöð ferða- manna og Gestastofu Reykjaness jarðvangs sem oft gengur undir nafninu Geopark. „Við erum að sjá aukinn fjölda innlendra ferðamanna í ár saman- borið við sama tímabil í fyrra. Til dæmis voru innlendir gestir 902 í júlí í ár miðað við 273 í júlí í fyrra. Það fer ekki á milli mála að bjóða gestum frítt í safnið hefur haft til- skilin áhrif,“ segir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykja- nesbæjar. Frítt er í söfnin í Reykjanesbæ til 31. ágúst. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á sofn.reykja- nesbaer.is. Pop-up sýningin Á sjó er í Listasafni Reykjanesbæjar þessa dgana og stendur til 25. ágúst. 6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.