Víkurfréttir - 19.08.2020, Side 16
Yfir 300 börn frá átján
mánaða til fimmtán ára hefja
nám í glæsilegasta skóla
landsins í Innri-Njarðvík.
Nýjasti skóli Reykjanesbæjar, Stapaskóli í Dalshverfi í Innri-Njarðvík, er að
hefja starfsemi og tekur á móti fyrstu nemendum mánudaginn 24. ágúst.
Kennarar mættu til starfa viku fyrr og hafa undirbúið móttöku um 330 nem-
enda. „Það er horft til framtíðar í nýjum skóla. Það er alveg óhætt að segja
það. Undirbúningur hófst í byrjun árs 2016 þannig að þetta er stór stund fyrir
okkur þegar fyrstu nemendur koma til starfa,“ segja Gróa Axelsdóttir, skóla-
stjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.
Sérstakur undirbúningshópur var
skipaður til að ákveða hvernig
staðið yrði að nýjum skóla. Niður-
staða hans kom í skýrslu í júní
árið 2016 og var sú að byggður
yrði heilstæður skóli sem yrði
allt í senn, leik- og grunnskóli, frí-
stunda- og tónlistarskóli, bóka-
safn, menningar- og félagsmiðstöð
hverfisins. Með tímanum verður
svo íþróttahús og sundlaug byggð
við skólann. Að undangengnu út-
boði var ákveðið að taka tilboði
Arkís arkitekta í verkið.
Horft til framtíðar
„Þetta er í fyrsta sinn sem bygging
skóla er undirbúinn eftir þeim
hætti að farið var eftir sérstöku
ferli sem kallað er frá hinu al-
menna til hins sérstaða. Fjöl-
skipaður hópur hagsmunaaðila,
kennara, nemenda, foreldra og
stjórnenda unnu fyrst hugmynda-
vinnuna áður en ráðist var í
hönnun skólans. Hönnunin byggist
á áherslum þess hóps. Niðurstaðan
var að vera með heildstæðan skóla
frá átján mánaða upp í fimmtán ára
og reynt að brúa bil milli leikskóla
og grunnskóla. Skólinn er í þremur
áföngum og nú er er verið að opna
þann fyrsta sem er um sjö þúsund
fermetrar en heildarflatarmálið
verður um tíu þúsund,“ segir Helgi.
Upphaflega átti að opna skólann
haustið 2019 en það frestaðist um
eitt ár þegar útboð var kært. Fram-
kvæmdir hófust fyrir um tveimur
árum og hafa staðið yfir með þeim
árangri að fyrsti áfangi er tekinn
í notkun nú í upphafi skólastarfs.
„Skólinn á að bera þess merki
að horft sé til framtíðar um leið
og kröfum samtímans er mætt.
Megineinkenni skólans verður
sveigjanleiki, í kennsluháttum, í
nýtingu rýmis, í skipulagi vinnu-
dags og skilum á milli aldursstiga,“
sagði á heimasíðu Reykjanesbæjar
eftir að undirbúningshópurinn hafi
lokið vinnu sinni.
Við ætlum
okkur að vera
framúrstefnuleg
og nýta okkur
alla tækni í námi
þannig að börnin
nái sem bestum
árangri ...
Páll Ketilsson
pket@vf.is
LAND TIL SÖLU
Til sölu spilda úr landi Vindheima í Grindavík.
Mikil og falleg sjávarsýn.
Merkt: 23-3272-5.
Stærð skv. Þjóðskrá: 34.291 m2
Upplýsingar veittar
í síma 893-2590
Hafnargötu 27a | 230 Reykjanesbæ | 533-1963 | 864-1963
16 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.