Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 27
Ætlaði ekki að verða feitur Magnús Sverrir Þorsteinsson tók fram knatt spyrnu skóna með Reynisliðinu í sumar eftir nokkura ára hlé. Hann hefur átt góða endurkomu á fótboltavöllinn enda er „gott grasið og andrúmsloftið á Blue-vellinum“. Þetta er búið að vera framar vonum, ljómandi skemmtilegt. Þetta var svona pínu að henda sér í þetta aftur, sanna fyrir sjálfum sér að maður hefði þetta ennþá og ég var fljótari að koma mér í betra stand en ég átti von á. – Þú hlýtur að vera búinn að halda þér í formi er það ekki? „Já, ég er búinn að vera rosalega duglegur að æfa. Það var mottó hjá mér að ég ætlaði ekki að verða feitur þegar ég hætti fótboltanum og er grínlaust búinn að standa vel við það – það eru allt of margir sem lenda í því. Það var eina mottóið mitt þegar ég hætti. Ég hef lítið spilað fótbolta eftir að ég hætti, smá föstudagsbolti og Old boys en þetta var kafli sem ég setti til hliðar – en það er alltaf jafn gaman að fara í fótbolta.“ – Hvað sérðu fram á að vera lengi í þessu? „Ég ætla nú bara að klára þetta tímabil, tryggja að Reynisliðið fari upp, klára tímabilið og svo tek ég stöðuna. Ég býst ekki við að það verði nema þetta tímabil en þetta er, eins og ég segi, búið að vera hrikalega skemmtilegt. Ég er auð- vitað að verða 38 ára gamall og á bara eftir að hugsa þetta, það eru ekkert margir sem eiga „comeback“ og geta eitthvað. Ég er alla vega feginn að hafa getað eitthvað. Við erum búnir að standa okkur vel í sumar, það átti raunar engin von á að Reynisliðið yrði svona sterkt. Þetta er langt umfram væntingar og svo er liðið að bæta í í þokkabót. Við ætlum bara að klára þessa deild.“ HANN Á VÖLLINN! – Þú hefur ennþá „touchið“, búinn að skora sjö mörk í sex leikjum. „Já og bara búinn að byrja inn á í þremur leikjum. Mér líður vel á Reynisvellinum, gott grasið og andrúmsloftið á Blue-vellinum. Þeir voru einmitt að grínast með það í Podcastinu hjá Hjörvari í gær [Dr. Football Podcast 18/8 2020] að hann skoraði tvö á sínum eigin velli – hann á völlinn! Það var mjög fyndið.“ Reynismenn völtuðu yfir KV Treysta stöðu sína á toppi deildarinnar Reynismenn sitja taplausir á toppi 3. deildar karla í knattspyrnu, þeir tóku á móti KV á Blue-vellinum í Sandgerði á mánudag. Fyrir leikinn var KV, sem situr í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Reyni. Leikurinn hófst fjörlega en það voru Vesturbæingar sem skoruðu fyrsta markið á 2. mínútu. Reynis- menn voru ekki lengi að jafna metin, þar var Ante Marcic að verki á 5. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom Magnús Sverrir Þor- steinsson boltanum í net KV og staðan orðin 3:1 Reynir í vil, þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Magnús öðru marki við og ljóst að Reyn- ismenn væru að treysta stöðu sína á toppi deildarinnar með frammistöðu sinni í kvöld. KV náði að króra í bakkann á 4. mínútu uppbótartíma og minnka muninn í 4:2 en Reynir fékk dæmda vítaspyrnu á loka- mínútu leiksins og úr henni skoraði Hörður Sveinsson (90’+5). Lokatölur leiksins urðu því 5:2 fyrir Reyni sem hefur aukið forystu sína í átta stig á toppi 3. deildar og allar líkur benda til að þeir muni leika í 2. deild á næsta tímabili. Þess má þó geta að KV á einn leik til góða. Tveir nýir leikmenn skipuðu hóp Reynismanna í leiknum. Halldór Kristinn Halldórsson skipti yfir í Reyni nokkrum dögum áður og var í byrjunar- liðinu, þá hefur gamla brýnið Sigurbergur Elísson ákveðið að taka fram skóna að nýju, hann byrjaði á bekknum en var skipt inn á í seinni hálfleik. Hörður Sveinsson skoraði úr víti á lokamínútu leiksins. Magnús er búinn að halda sér í þrusuformi og var fljótur að finna taktinn eftir að hann tók skóna fram á ný. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.