Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 54

Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 54
– Skipulagðir þú sumarfríið fyr- irfram eða var það látið ráðast af veðri? Sumt þarf að skipuleggja fyrir- fram, t.d. ef maður ætlar að leigja sér húsnæði. Annað kemur af sjálfu sér, til dæmis ferðir hér um Suðurnesin. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Einn af uppáhaldsstöðum mínum hér er Stóra-Sandvíkin, þangað fer ég oft og sæki mér orku og gleði í fjöruna og sjóinn! Þetta er falinn fjársjóður og ég vona að sem fæstir fái að vita það! Þá fer ég oft austur um og ek þá Suðurstrandaveginn. Kem stundum við í hverfinu við Strandarkirkju. Fæ mér heitt kakó og vöfflur! Á kæra systur í Keflavík og við förum saman vítt og breitt um svæðið. Hún þekkir vel til og hefur frætt mig um margt. Ég uppgötvaði Stóru- Eldborg fyrir nokkrum árum og gekk á hana. Hún er undur sem fáir vita um þótt hún sé nánast í alfaraleið! Sama á við um margar perlur hér á Suðurnesjunum og kannski er best að láta sem fæsta vita af þeim. Annar uppáhaldsstaður er Grindavík og nesið þar utar. Fæ mér humarsúpu á Bryggjunni og eða heitt súkkulaði og mareng- stertu! Jummí! Í sumar gekk ég á Þorbjörn en varð ekki var við neina lyftingu þar! Svo fékk ég lánað bjálkahús í Vaðlaheiðinni fyrir norðan í júlí. Þar var ég með elstu systur minni í eina fjóra daga, við ókum m.a. út í Grenivík, komum við í Laufási og kíktum í Nes í Höfðahverfi en þar bjó langalangafi okkar, Einar Ásmundsson í Nesi. Einnig ókum við eins langt norður og við komumst, í átt að Látraströnd og lentum þar í óvegi. Urðum að snúa við þar sem varla var hægt um vik en nýi Jimny-inn minn kallar ekki allt ömmu sína! Á bökkum Rangár við Hellu. Bláin (dýragras) fegurst alls sem blátt er. 54 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.