Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 55

Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 55
– Hvaða stað fannst þér áhuga- verðast að heimsækja í sumar? Ég er mjög hændur að Fljóts- hlíðinni og þar á ég vini, meðal annars félaga í Rótaríklúbbi Rangæinga. Fór með þeim í Hekluskóga í vor og plantaði birki. Ég á einnig rætur til Eyja- fjallanna og þaðan kom annar langafi minn til Innri-Njarðvíkur, Árni Pálsson, sem bjó í Narfakoti, mikill barnakennari og bindindis- frömuður með meiru. Kona hans var Sigríður Magnúsdóttir, mikil merkis- og kjarnorkukona. Þarna voru komin Narfakotssystkinin Ásta málari, Magnús Á. Árnason og Þórhallur Árnason, afi minn, sem var sellóleikar í sinfóníunni. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Í haust ætla ég að skoða mig um á Snæfellsnesi en ég fór þar um þrisvar sinnum á síðasta ári. Þar er ótrúleg náttúra og fyrir- bæri sem vert er að kynna sér og endalaus undur, bæði norðan- vert og sunnanvert á nesinu. Ég mun líka heimsækja kirkjur sem geyma listaverk Wilhelms Beck- mann. Hann var þýskur flótta- maður undan nazistum og gekk að eiga konu frá Syðri-Knarrar- tungu á sunnanverðu Snæfells- nesi. Í haust kemur út bók um listamanninn og mun hún vekja athygli. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Ég stunda ræktina af ákafa en hún felst í puði í garðinum mínum hér í Garði. Hann er ákaf- lega erfiður og er mikið átak að grafa fyrir einu tré. Það kemur urð og grjót upp úr hverri holu og engin er moldin, svo ég verð að kaupa mér mold og reyna að búa hana til með safnhaugi. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég slaka á með glápi á Netflix. Horfi sennilega einum of mikið á framhaldsþætti þar. Helst horfi ég á kóreska framhaldsþætti, suma sögulega, og hef mikið gaman af. Þá eru líka í uppáhaldi hjá mér tyrkneskir þættir sem margir byggja á sögulegum þráðum. Ég horfi orðið lítið á ríkissjónvarpið enda fátt þar annað en glæpa- seríur sem ég hef lítinn sem engan áhuga á. Sé fréttir og ein- staka fróðlega þætti og get þar nefnt þáttinn um Pál á Húsafelli, sem var hreinasta gull! – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Ég vil helst borða gamal- dags, íslenskan mat og svo austurlenskan, tælenskan og ind- verskan. Er mjög ánægður með fisk og franskar sem nú eru í boði á Fitjum! – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég á mína tónlist, hlusta á diska úr mínu eigin safni. Uppáhald er t.d. Imogen Cooper, píanóleikari sem leikur Schubert betur en nokkur annar. – Besta kvikmyndin? Uppáhaldskvikmynd mín er Tvö- falt líf Veroníku eftir Kieslowsky og myndirnar Rauður, Hvítur og Blár. Auk þess er Andrei Tar- kovsky í miklu uppáhaldi. Ég er hrifinn af kvikmyndatónlist, t.d. Maurice Jarre. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Ég hef lesið mikið en les minna núna. Er að lesa bók sem heitir Cicero og samtíð hans eftir Jón Gíslason. Cicero sagði: Quousque tendem, Catiline, abutere pati- entia nostra? eða Hversu lengi enn, Catalína, ætlar þú að ofgera þolinmæði okkar? (og mætti Á Kili - Hofsjökull í baksýn. Ég stunda ræktina af ákafa en hún felst í puði í garðinum mínum hér í Garði. Hann er ákaf- lega erfiður og er mikið átak að grafa fyrir einu tré. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 55

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.