Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Page 43

Víkurfréttir - 02.09.2020, Page 43
Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is Kalka leitar að fjölhæfum starfskrafti Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is. Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is. Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða fjölhæfan starfsmann til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku, vigtun efnis og þátttöku í umbótaverkefnum. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið krefst viðveru utan dagvinnutíma. Við leitum að einstaklingi sem ... ... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf og meðal viðskiptavina en einnig í skrifstofuumhverfi. ... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær. Kröfur um menntun og hæfni: Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölvufærni er mikill kostur. Réttindi sem löggiltur vigtarmaður er kostur. Vinnuvélaréttindi eru kostur. Kalka sorpeyðing sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfs- og endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns. Meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum hefur breyst ört undanfarin ár og ljóst er að þróunin mun áfram verða hröð á komandi árum. Miklar breytingar eru að verða í ytra umhverfi, með lögum og reglugerðum um úrgangsmál og væntingar eigenda og viðskiptavina Kölku um ábyrga meðhöndlun úrgangs breytast hratt. Verkefnin framundan eru því mörg og fjölbreytt. Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn skóla- stjóri Flugakademíu Íslands sem varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis. Davíð Brár hefur starfað við Flugakademíu Keilis frá haustinu 2014, sem kennari í bæði bóklegri og verklegri kennslu. Frá byrjun árs 2019 starfaði hann sem yfir- kennari og aðstoðaryfirkennari í verklegri deild skólans og tók svo við starfi skólastjóra í júní 2020. Samhliða kennslu- og stjórn- unarstöðum hjá Keili hefur Davíð Brár starfað hjá Icelandair síðan snemma árs 2014 fyrst sem flug- maður á Boeing 757/767 og svo síðar sem flugstjóri á Boeing 737MAX, en hann hóf flugferilinn sem flugmaður hjá Primera Air á Boeing 737NG. Áður hafði hann starfað við margskonar flugtengd störf svo sem hleðslueftirlit, farþegaaf- greiðslu, hlaðdeild, flugumsjón og önnur störf innan flugdeildar fyrst hjá IGS, svo Icelandair og loks Pri- mera Air. Alltaf haft brennandi áhuga á flugi Davíð Brár segist alla tíð haft brennandi áhuga á flugi og öllu sem því tengist. Hann telur því mikil forréttindi að geta starfað við stærsta áhugamálið. Auk þess hefur hann lengi haft gaman af því að kenna öðrum og deila af reynslu sinni til áhugasamra framtíðarflugmanna. „Það er mjög gefandi þegar nemendur fá svo draumastarfið hvar svo sem í heiminum það er,“ segir Davíð. „Það hefur alltaf verið sagt að flugbransinn sé sveiflukenndur og á það alveg jafn vel við nú sem fyrr að besti tíminn til að hefja flugnám er þegar allt er á botn- inum, eða rétt áður, til að vera tilbúinn þegar allt fer á leið upp á við aftur.“ Nýr skólastjóri Flugakademíu Íslands Davíð Brár Unnarsson. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 43

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.