Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 50
ATVINNA Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199 Alvarlegt ástand blasir við á atvinnumarkaði á Reykjanesinu. Næstu vikur og mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmargar fjölskyldur og fyrirtæki á Suðurnesjum. Við erum enn og aftur í þeirri stöðu að vera of háð einni atvinnugrein og þegar fjarar undan ferðaþjónustunni blasir við algjört hrun. Í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga ritaði ég grein þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að forgangsverkefni sveitarstjórnarmanna í Reykjanesbæ væri að skapa aðstæður fyrir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem forsenda velferðar og lífsgæða. Við stöndum á tímamótum og á þessum tímamótum þurfum við á öflugri nýsköpun að halda í atvinnulífinu til að bregðast við þessum ytri aðstæðum. Það er ljóst að við höfum sofið á verðinum og nú skiptir sköpum að við tökum höndum saman og fjölgum tækifærunum, ýtum undir hugvit og tækniþróun við fram- leiðslu á dýrmætum afurðum en styðjum jafnframt við fyrirtæki á svæðinu sem geta blásið til sóknar. Ein af okkar mestu samfélagslegu áskorunum eru loftslagsmálin og þar á Ísland að vera í fararbroddi á heimsvísu. Á dögunum barst bæjaryfirvöldum beiðni frá Car- bfix, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kol- efnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur. Fyrirtækið hefur í samstarfi við vísindafólk frá Há- skóla Íslands og erlendis, unnið að þróun kolefnisförgunaraðferðum þar sem koldíoxíði er dælt niður í jarðlög á miklum þrýstingi og þá tekur við náttúrulegt ferli, þar sem koldíoxíði er umbreytt í stein- tegundina silfurberg. Helguvík er einn af ákjósanlegustu stöðum sem völ er á til þessara rannsókna vegna góðra jarðfræðilegra skil- yrða og þar er gnógt af jarðsjó. Auk þess sem góð hafnaraðstaða er í Helguvík sem opnar möguleikann á innflutningi koldíoxíðs til niður- dælingar í framtíðinni. Þessi áhugi CarbFix á að nýta jarðsjó þann er finnst í Helguvík opnar augun fyrir öðrum mögu- leikum í Helguvík. Jarðsjór kann að vera nýtilegur til fiskeldis á landi og með bættri þekkingu, aukinni tækni og nýsköpun er hægt að búa afurðir sem flestar þjóðir heims sækjast í. Þörungaræktun úr af- falsvatni frá laxeldi er áhugverður kostur sem sameinar umhverfis- væna lausn við hreinsun á affals- vatni og tækifæri í afurðasköpun. Í Helguvík eru vannýtt tækifæri eins og í öllum öðrum geirum. Leiðir til að skapa hér atvinnu með nýjum lausnum í baráttunni gegn lofts- lagsvánni verða enn mikilvægari á komandi árum. Við þurfum að opna augun fyrir þeim atvinnumöguleikum til að treysta samkeppnishæfni atvinnu- lífsins. Leiðir til að skapa hér at- vinnu með nýjum lausnum í bar- áttunni gegn loftslagsvánni verða enn mikilvægari á komandi árum. Orkufrekur iðnaður kallar á nýjar lausnir til að draga úr mengun, sjálfbærari matvælaframleiðsla verður ofarlega á baugi og nýjar lausnir í heilbrigðisgeiranum geta mögulega leyst mikið af vanda okkar Suðurnesjamanna. Á sama tíma hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hið opinbera og sveitarfélögin styðji af öllum mætti við kröftug og framsækin fyrir- tæki og einstaklinga sem hyggjast blása til sóknar og fjárfesta í at- vinnusköpun. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur kynnt áform um uppbyggingu skipaþjónustu- klasa í Njarðvíkurhöfn. Í því felst uppbygging upptökumannvirkis á svæðinu og bygging yfirbyggðar þurrkvíar sem mun umbylta við- gerðar og viðhaldsaðstöðu stærri skipa. Verkefnið getur skapað fjölda varanlegra og afleiddra starfa. Stuðningur ríkisins við verk- efnið við byggingu sjóvarnargarðs í Njarðvíkurhöfn er nauðsynlegur eigi verkefnið að ná brautargengi. Opinbert fjármagn er nauðsyn- legt og því þarf samstillt átak þingmanna kjördæmisins, ráðu- neyta og stofnana til að tryggja að framkvæmdin verði að veruleika. Við verðum að draga lærdóm af þessum fordæmalausu ástandi sem skapaðist í Covid og treysta aðrar stoðir atvinnulífsins. Nú er mikilvægt að við hér á Suðurnesjum leitum allra leiða í samstarfi við einstaklinga og fyrir- tæki til að efla auðlindasköpun á svæðinu. Leiðir til að skapa hér atvinnu í vistvænu, hugdjörfu og öflugu samfélagi. Tækifærin eru til staðar á svæðinu en nú liggur á að við virkjum mannauðinn sem er dýrmætasta auðlind hvers sam- félags. Hanna Björg Konráðsdóttir, varabæjarfulltrúi og varaformaður stjórnar Reykjaneshafnar. Blásum til sóknar með nýsköpun! 50 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.