Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 56
H A R T B A R I S T Í Ö L L U M D E I L D U M Lengjudeild karla: Grindvíkingar sigruðu í þriðja leiknum í röð en Keflvíkingar lentu á vegg í Lengjudeildinni um síðustu helgi. Grindavík vann góðan sigur á Vestra 2:1 á heimavelli en Kefl- víkingar guldu afhroð gegn Leikni í Reykjavík á útivelli. Keflavík og Grindavík áttu að mætast í Keflavík í vikunni en leiknum var frestað þar sem Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var valinn í U21 landslið Íslands. Ekki var búið að gefa út nýjan leikdag fyrir leik nágrann- anna þegar blaðið fór í prentun á þriðjudag. 2. deild karla: Víðismenn tapaði 2:1 í Breiðholti gegn ÍR á miðvikudag en Víðir sigraði Fjarðabyggð 5:1 á Nesfisk- vellinum síðasta laugardag. Víðir komst yfir í leiknum en þeir hafa átt í erfiðleikum með að halda leikina út. Víðismenn halda áfram að daðra við fallsvæðið því með sigrinum komust ÍR-ingar upp fyrir þá og skildu Víði eftir í þriðja neðsta sæti aðeins tveimur stigum fyrir ofan Völsung sem sigraði Fjarða- byggð. 3. deild karla: Í 3. deildinni sigruðu Reynismenn Einherja 7:2 síðasta laugardag þar sem Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu en steinlágu svo fyrir 1:4 fyrir Elliða, næstneðsta liði deildarinnar á heimavelli á þriðjudag. Lengjudeild kvenna: Keflavíkurstúlkur gerðu 3:3 jafnt- efli við Augnablik á Kópavogsvelli og mæta Fjölni á Nettóvellinum á fimmtudaginn. Þær eru komnar í annað sæti deildarinnar eftir leikinn í Kópavogi og eru í hörkubaráttu um toppsætin í deildinni. 2. deild kvenna: Kvennaliði Grindavíkur gerði 2:2 jafntefli við Álftanes á útivelli. Grindavíkurstelpur eru í öðru sæti 2. deildar kvenna. Edon Osmani skoraði þrennu fyrir Víði í 5:2 sigri á Fjarðabyggð. Níu marka leikur á Blue-vellinum: Markasúpa þegar Reynir tók á móti Einherja Reynir hefur verið yfir- burðalið í 3. deild karla í sumar. Fyrsta tap Reynis- manna kom í síðustu um- ferð gegn Augnabliki en þeir bættu fyrir það með stórsigri á Einherja í dag. Það var Elton Barros sem skrúfaði frá marka- súpunni þegar hann skoraði á 4. mínútu, Ante Marcic jók muninn í 2:0 á 11. mínútu. „Hann á völlinn!“ Eins og áður hefur komið fram þá „á“ Magnús Sverrir Þorsteinsson Blue-völlinn. Nú var komið að hans þætti í leiknum og Magnús skoraði þrennu fyrir leikhlé (12’, 23’ og 40’). Einherja tókst að svara í tvígang (14’ og 39’) og staðan 5:2 í leikhléi. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur en þó bættu Reynismenn við tveimur mörkum. Þar voru að verki þeir Ási Þórhallsson (82’) og Hörður Sveinsson (85’). Stórsigur Reynis því 7:2 og þeir sitja sem fastast á toppi deildar- innar. Hörður Sveinsson skoraði sjöunda og síðasta mark Reynis. VF-mynd: Páll Orri Magnús Þorsteinsson hefur átt ótrúlegt „comeback“ og er næstmarkahæstur í þriðju deild karla. 56 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.