Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Síða 73

Víkurfréttir - 02.09.2020, Síða 73
– En þið hafið verið að fram- leiða vegan-vörur fyrir verslun í Reykjavík? Sigurður jánkar því og segir að það hafi gerst í framhaldi af því að við- skiptavinur hafi prófað vegan-vörur hjá þeim og hann hafi látið versl- unina vita. Í framhaldi af því hefur Hérastubbur bakað vegan-vörur og sendir búðinni í borginni þrisvar sinnum í viku. „Bakkelsið er með límmiðum frá Hérastubbi því það þarf að vera innihaldslýsing á öllum vegan-vörum,“ segir Siggi. Hrafnhildur segir að það berist mikið af sérpöntunum og þá meira í tertum. „Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan- tertu með jarðarberjafyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókosbollu og vanillur- jóma og hún hefur fengið góðar mót- tökur. Við erum hér til að þjónusta fólk og hvetjum fólk til að panta t.d. deginum áður,“ segir bakaradóttirin með brosi á vöru og jánkar spurn- ingu blaðamanns um það hvort þau baki eitthvað gamaldags eins og franskbrauð. Pabbi hennar svarar þessu nokkuð ákveðið líka og kinkar kolli. „Jú, við erum í þessu hefð- bundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá umræðu. Það er svakalega gott hjá okkur. Já og gömlu formkökurnar, sandkaka, jólakaka og möndlukaka. Við eigum dyggan viðskiptavin, eldri mann í Vogum sem pantar svona reglulega,“ segir hann. Bakari – ekki leikari Nafnið á bakaríinu er dregið út úr samnefndu leikriti um Hérastubb en Siggi bakari lét hugann jafnvel reika í að verða leikari þegar hann var yngri. Úr því varð ekki. Bakari skyldi strákur verða. Hérastubbur er opinn alla daga og fjölskyldan skiptist á að vinna um helgar. Fjöldi viðskiptavina utan Grindavíkur lætur sig ekki muna um að skjótast í bæinn og ná sér í súr- deigsbrauð eða vegan-kleinuhring með bleiku glassúri. Við fengum sögu af hvernig hægt var að gera glassúrið vegan. „Við tókum út rauðan matarlit og notum sólberja- saft í staðinn,“ sagði Hrafnhildur sem hefur þurft að hugsa margt upp á nýtt í bakaríinu. Í Grindavík hafa jarðskjálftar verið allt að því daglegt brauð og ótrúlegt en satt þá kom einn stærsti skjálfti ársins á meðan Víkurfréttamenn voru í heimsókn. Arsenal og Grindavík Í lok heimsóknarinnar fengum við að heyra að fjölskyldan væri ekki bara í bakstri heldur séu þau öll forfallnir aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Arsenal, að Grindavík ógleymdu að sjálfsögðu. „Við eigum ársmiða á Emirates, heimavöll Arsenal, en höfum ekki farið síðustu mánuði út af Covid – en það koma dagar von- andi fljótlega. Við höfum hér heima stutt Grindvíkinga og Þrótt í Vogum og erum ánægð með það.“ Siggi segist hvergi vera hættur í bakarísrekstri og bætir því við að með nýju fólki fylgi breyttir tímar en hann hefur þurft að hafa sig allan við til að vera með dótturinni í hug- myndavinnunni. Það hafi þó gengið vel. Reynslan segi líka sitt. „Nýju fólki fylgja breyttir tímar en við fylgjum straumnum þar sem dóttirin leiðir okkur áfram veginn.“ „Jú, við erum í þessu hefðbundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá umræðu. Það er svakalega gott hjá okkur ... Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan tertu með jarðarberjafyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókosbollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur ... Hrafnhildur er alger meistari þegar kemur að bakaralistinni, hún hefur útbúið fjölmargar vegan-uppskriftir að gómsætu bakkelsi. Vegan-snúðarnir eru sannkallað lostæti. Það er stutt í gleðina í bararíinu í Grindavík. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.