Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Qupperneq 80

Víkurfréttir - 02.09.2020, Qupperneq 80
Söngvarinn Arnar Dór hefur sent frá sér lagið Carolyn. Lagið er eftir Gunnar Inga Guðmundsson við texta eftir Erin Brassfiled Bourke. Það er svo Helgi Hannesson sem annast píanóleik. Lagið var til þegar Gunnar Ingi var við nám í Songwriting í Berklee College of Music í Boston í Banda- ríkjunum veturinn 2017 og var lagið eitt af skilaverkefnum vetrarins í því námi. Eftir að námi lauk fór lagið bara niður í skúffu. Í september á síðasta ári hafði Gunnar Ingi samband við æsku- félaga sinn, Arnar Dór, og bauð honum lagið. Arnar Dór féll strax fyrir laginu og var til í slaginn. Gunnar Ingi fékk til liðs við sig bandaríska textahöfundinn Erin Brassfiled Bourke, en saman skipa þau höfunda teymið Second Hour og er lagið Carolyn þeirra fyrsta lag og texti sem þau gera fyrir Arnar Dór. Fleiri lög eru væntanleg frá höfunda- teiminu í Second Hour. „Pælingin var að hafa strengjasveit og raddanir og stóra útsetningu en útkoman var einföld útsetning í piano-pop stíl. Bróðir Arnar, Helgi Már Hannesson, sá svo um píano- leik,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Víkurfréttir. Upptökur á laginu hófust í febrúar sl. en vegna Covid-19 var gert hlé og kláruðust upptökur svo í byrjun júni. Það var Svenni Björgvins sem sá um upptökur á laginu. Arnar Dór er silfurverðlaunahafi í The Voice Ísland og er einnig í hljóm- sveitinni Draumar. Lagið er komið á Spotify og hefur fengið mjög góðar viðtökur víða um heim og er komið í um 25.000 þúsund hlustanir Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má hlusta á lagið Carolyn. ATVINNA Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199 Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja að Vatns- nesvegi 33, 230 Keflavík, fimmtudaginn 3. september nk. kl. 12:15, á eftirfarandi öku- tækjum, sem hér segir: ADH87 AZ936 EBM87 FZF61 HHK56 HUM35 JGT49 JSN21 JYE78 MAR36 MHZ89 MTG66 PV408 RU893 RXF36 SVF31 TEZ18 TJM68 TMU30 TPJ05 UYY38 VRK90 ZXG21 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 27. ágúst 2020 UPPBOÐ VEGLEGRI R AFR ÆN ÚTGÁFA Hlustaðu á Carolyn í rafrænni útfáfu Víkurfrétta á vf.is Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Staðarhraun 54, Grindavík, fnr. 209-1916, þingl. eig. Þórir Sig- fússon, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Grindavíkurbær og Lands- bankinn hf., þriðjudaginn 8. sept- ember nk. kl. 09:00. Leynisbrún 12B, Grindavík, fnr. 209-2052, þingl. eig. Anton Þór Sigurðsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Grindavíkurbær, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:20. Norðurhóp 42, Grindavík, fnr. 231- 4981, þingl. eig. Olexandra Synya- kova og Radoslav Cabák, gerðar- beiðendur Grindavíkurbær og Húsasmiðjan ehf. og Arion banki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:35. Austurkot, Sveitarfélagið Vogar, 33,34 ehl. gþ, fnr. 209-6053, þingl. eig. Aðalsteinn Gunnar Jó- hannsson, gerðarbeiðandi Íslands- banki hf., þriðjudaginn 8. sept- ember nk. kl. 10:10. Kirkjubraut 32, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-3818, þingl. eig. Bergur Reynisson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Suðurnesjum, þriðju- daginn 8. september nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8880, þingl. eig. Grænás- braut 604 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:40. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8876, þingl. eig. Grænás- braut 604 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:45. Skógarbraut 921, Ásbrú, 50% ehl. gþ, fnr. 230-9264, þingl. eig. Einar Örn Adolfsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 11:05. Hjallavegur 1, Njarðvík, fnr. 209- 3412, þingl. eig. Svandís Elín Krist- bergsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- næðis- og mannvirkjastofnun og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 11:25. Gerðavegur 14C, Garði, fnr. 233- 2952, þingl. eig. Jóhannes Ingi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:00. Birkitún 7, Garði, fnr. 229-9871, þingl. eig. Anna Lísa Jóhannes- dóttir og Sigurjón Elíasson, gerðar- beiðandi Íslandsbanki hf., þriðju- daginn 8. september nk. kl. 13:20. Hlíðargata 44, Sandgerði, fnr. 209-4812, þingl. eig. Guðrún Árný Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:50. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 1. september 2020 UPPBOÐ Alexandra Chernyshova varð í 1. sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni eftir Isaak Dunaj- evskiyi í Moskvu fyrir tónsmíði sína á 14 lögum fyrir rödd og píanó úr íslensku óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“. Óperan er um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Hallgrím Pét- ursson, Rúnar Kristjánsson, Guðnýju frá Klömbrum, Daða Halldórsson og þjóðvísur frá 13 öld. Óperan var frumsýnd í konsertuppfærslu í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Óperan var flutt síðasta sumar á tónleikum „Russian Souvenir: Introducing Iceland“ í Kamenoostrovskiy kastala í Petursborg. Árið 2018 var hún flutt í einum virtasta og elsta tónlistarháskóla Kænugarðs, R. Glier tónlistarháskólanum. Kænugarður er einnig heimabær Alexöndru og þetta er einn af skólunum sem hún stundaði tónlistarnám í, uppfærsla var í tilefni af 150 ára afmæli háskólans. Óperan var þýdd og sungin á úkraínsku með hljómsveit, kór og einsöngvurum. Áður hafði óperan verið kynnt í einum virtasta skóla Moskvu, Gnessin Tónlistarakademíunni og sungin á ís- lensku. Á þessu ári tók Alexandra þátt í World Folk Vi- sion keppni með lagið Ave María úr óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“ í flutningi Alexöndru, lagið komst inn á topp 10. Árið 2019 varð Alexandra Chernyshova í 2. sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óperuballettinum „Ævintýrið um norðurljósin“, en óperan var þýdd yfir á rússnesku. Óperan var frumsýnd á Íslandi í Norðurljósasal, Hörpu fyrir einum og hálfri ári. Að verkinu komu fjölmargir einsöngvarar, tveir barnakórar ásamt skólakór Stóru- Vogaskóla, ballettskóla Eddu Scheving og 16 manna kammerhljómsveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Alexandra vinnur fyrsta sæti í tónsmíði og sigrar á alþjóðalega vísu í Moskvu, einni af stærstu höfuðborgum heims fyrir klassíska tónlist, sem eiga tónskáld eins og Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachmaninov, Rimskiy - Korsakov, Sergei Prokofiev, Dmitry Shostakovich og fleiri. Tónlistarmenningarbrú Íslands og Rússlands Árið 2016 stofnaði Alexandra tónlistarmenning- arbrú milli Íslands og Rússlands, verkefni sem heitir „Russian Souvenir“. Alexandra hefur stjórnað þessu verkefni frá upphafi, verið listrænn stjórnandi og þátt- takandi í öllum tónleikunum. Í febrúar á þessu ári voru Tónleikarnir Russian Souvenir: Alexander Pushkin í Kaldalóni, Hörpu. Þetta voru tónleikar númer tuttugu og sjö í þessari verkefnaröð. Russian Souvenir er til- einkað menningarfjársjóði rússneskrar og íslenskrar tónlistar og tónskálda. Þegar um er að ræða tónleika á Íslandi er áhersla lögð á rússneska tónlist og tónskáld og öfugt þegar um tónleika er að ræða í Rússlandi. Fjölmargir íslenskir og rússneskir tónlistarmenn hafa tekið þátt í þessu verkefni og með þeim hætti kynnt menningu síns lands fyrir áhorfendum bæði á Íslandi og í Rússlandi. „Skáldið og Biskupsdóttir“ Alexöndru sigraði í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu Arnar Dór sendir frá sér Carolyn Gunnar Ingi Arnar Dór 20 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.