Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Qupperneq 92

Víkurfréttir - 02.09.2020, Qupperneq 92
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Á ekki að henda í eins og eina áskrift og fá mig inn um lúguna í hverri viku? Að pissa í skóinn sinn Árið 2020 hefur reynst okkur erfitt. Covid hefur og mun áfram draga stóran efnahagslegan dilk á eftir sér. Við Íslendingar náðum þó að nýta sumarið í ferðalög innanlands eftir fyrri hálfleik Covid-faraldursins, eins og seðla- bankastjóri orðar það. Ekkert dró úr nýskráningum hjólhýsa og ferðavagna þrátt fyrir blikur á lofti og flest hótel á landsbyggðinni seldust upp í júlí. Allir kepptust um besta sumarfríiið innanlands á samfélagsmiðlum og skreyttu bílana sína með fulldempuðum fjallahjólum. Skrýtnir tímar vissulega. Nú er áhyggjulítið sumarfrí yfir- staðið og haustið að ganga í garð. Við tekur hversdagurinn og ís- kaldur raunveruleikinn fylgir í kjöl- farið. Í staðinn fyrir að hitamet og Stuðlagil séu í fréttum þá taka við fréttir af auknu atvinnuleysi og vax- andi áhyggjur af efnahagsástandinu. Í þessu ljósi þá lítur út fyrir að fjör- kippur og áhyggjuleysi sumarsins hafi verið haganlega sviðsett af Seðlabanka Íslands og hinu opinbera til að hvíla okkur aðeins fyrir næstu Covid-umferð. Það verður að hrósa hinu opinbera fyrir þær aðgerðir sem miðuðu að því að viðhalda einkaneyslu og draga úr áhyggjum hjá okkur yfir sumar- tímann. En betur má ef duga skal. Aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka urðu til þess að landsmenn eru búnir að taka út yfir tólf milljarða króna fyrirfram úr séreignasjóðum, bankar frystu lán fram á haustið og Seðla- bankinn stórlækkaði stýrivexti svo eitthvað sé nefnt. Þessi stýrivaxta- lækkun gerði það að verkum að vextir húsnæðislána lækkuðu mikið og flestallir fasteignaeigendur eru annað hvort búnir eða eru að íhuga að endurfjármagna lán sín á óverð- tryggðum, breytilegum vöxtum. Frysting lána jók kaupmátt heimila umtalsvert en aðeins í takmarkaðan tíma. Allt þetta létti undir með heimilum og jók þannig kaupmátt tímabundið með það að markmiði að brúa þetta óvissutímabil. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir núna er að að óvissu- tímabilið virðist ætla að verða mikið lengra en brúin. Nýlega varaði að- stoðarseðlabankastjóri við því að greiðslubyrði nýendurfjármagnaðra lána gæti hækkað um 50% þegar, og ef, Seðlabankinn hækkar vexti aftur. Meginvextir SÍ eru núna 1,0% en jafnvægismeginvextir SÍ eru 4,5%. Hækkun vaxta hjá Seðlabankanum mun auka greiðslubyrði strax hjá þeim sem fjármagna húsnæði sitt með óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum, sem notið hafa mikilla vinsælda. Verðbólga virðist vera að láta á sér kræla aftur í kjölfar veikingar krónunnar og hækkun olíuverðs. Búist er við því að atvinnuleysi fari um og yfir 10% eftir því sem líður á haustið og öll lán sem fryst voru tímabundið hjá heimilunum í landinu eru í þann mund að fara dúkka aftur upp í heimabankanum, rétt eins og fyrsta haustlægðin. Það er því ljóst að brúin góða nær ekki einu sinni hálfa leið yfir dauða- dalinn. Fallið gæti orðið mörgum hátt og þungt og ljóst að mörg heimili munu eiga erfitt með að ná endum saman. Nú er komin önnur umferð, dekkri en fyrri. Það er ljóst að stjórn- völd verða að leggja út línur fyrir al- menning í landinu, ekki til skemmri tíma í þetta skipti. Við getum ekki pissað í skóinn okkar. Það þarf að taka þetta efnahagsástand sem nú blasir við okkur í kjölfar Covid mun fastari tökum. LO KAO RÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR Þrátt fyrir að Ljósanótt verði ekki þetta árið þá ætlum við að bjóða upp á í verslunum okkar og veitingastöðum 2.–5. september. Venjulegur opnunartími. Ljósanæturafslætti og tilboð OFURFÆÐA ÚR FJÖRUNNI FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.