Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 15

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 15
ups Jónssonar, rituð 15. september 1713. Drep ég aðeins á það helzta úr lýsingu kirkjunnar. Kirkjan er í sex stafgólfum og grátur fyrir altari, langbekkir báðu megin altaris og altari af tré með lítilli, málaðri töflu yfir. Þrír gluggar eru yfir altarinu. Þver- sæti að norðan fram í kórnum og standþil milli kórs og kirkju með sæmilegum píl- árum. í framkirkju eitt kvensæti með út- skorinni brík og bakslám, þar utanfrá fjög- ur kvensæti og langsæti með krókbekk. Karlmannamegin er langbekkur með krók- bekk. í kirkjunni er standþil að rjáfri og þiljuð að neðanverðu fram í gegn. Stand- þil og bjórþil er fyrir kirkjunni (þ. e. að framan), „item hurð með vænni skrá og lykli. Húsið er ennú að veggjum og viðum vei stæðileg.“ Sagt er að séra Eyjólfur hafi lagt kirkj- unni tiltekna bekki og glugga og tvö staf- gólf að norðanverðu. Þá er talinn búnaður kirkjunnar. Messuklæði virðast slitin, en þó sæmileg t. d. eru tveir höklar og tvö rikkilín, eitt altarisklæði af gliti, fóðrað með lérefti, annað fornt og bætt af þrem dúkum, einum þrykktum og tveimur blá- merktum, þrír altarisdúkar, einn gamall og lasinn. Silfurkaleikur með patínu, bæði heil og óbrákuð, hvarmeð fylgja þrír korp- óralar, allir silfurdregnir. Ljósatæki eru að- eins talin þrjár ljósapípur af messing. Tvær eru klukkur, önnur ný og væn, önnur lítil, * Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir um Velli árið 1712, sem er fróðlegt til viðbótar því, er skráð var um kirkjuna við vísitasíuna 1713: Sjá til samanburðar skráningu við vísitasíu árið 1748. Veller. Kirkjustaður og beneficium. Jarðardýrleiki óviss, því staðurinn tíundast ekki. Ábúandinn staðarhaldarinnar sr. Eyjólfur Jónsson. Landskuld óviss, því staðurinn hefur aldrei til leigu bygst, það menn vita heldur nýtur staðarhald- arinn hans frí til uppheldis sér. Kirkjunnar kúgildi eru heima á staðnum, og nýt- ur presturinn ávaxtanna frí en ábyrgist að öllu. Kvaðir eður ískylda alls engin. þó órifin. „Bakstursjárn hefur æruverðug- ur séra Eyjólfur kirkjunni gefið, sem bisk- upinn uppá kirkjunnar vegna með þakk- læti meðtekur.“ í embættistíð séra Eyjólfs fer fram jarða- mat Árna Magnússonar og Páls Vídalín og þar er nefnd hjáleigan Garðakot, sem þeir segja byggða fyrir manna minni. Það býli var í byggð fram á annan tug þessarar ald- ar og var í norð-vestur jaðri heimatúnsins.* Séra Eyjólfur varð bráðkvaddur í des- emberbyrjun 1745, en á næsta ári tekur við staðnum séra Jón Halldórsson og er þar til 1779. Séra Jón var mikill maður að afli og drembilátur framan af og er þjóðsagna- persóna. Var hann talinn fjölvís og átti 1 glettingum við Grímseyinga, en þar þjón- aði hann fyrst, ungur maður. Séra Stefán Þorsteinsson hefur skráð af honum sagnir og segir: „Hann tjáðist fyrirtaks klerkur í ýmsu verið hafa og var maður persónuvænn, en nokkuð stórgerður og lítandi mikið á sig.“ Hann á að hafa sagt: „Stór er Vallastaður og stór er sá, sem á býr“. Ekki þótti hann dæll við öl og eitt haust- kvöld kom hann heim drukkinn og heyrði þá börn sín kveða í myrkrinu: „Senn kem- ur hann faðir okkar og ber hana mömmu og drepur okkur öll“. „Góðan eigið þið föðurinn“, sagði prest- ur og þótti hann sefast eftir þetta. Hann eignaðist 20 börn með tveimur eiginkonum Kvikfé vii kýr, ii kálfar, xl ær, xvi sauðir tvæ- vetrir og eldri, xxiii veturgamlir, vi hestar. Fóðrast þannig ix kúa þungi. Útigángur sem áður segir Hof. Torfrista og stúnga mjög lök og lítt nýtandi, og heytorf stundum til fengið. Elt er taði undan kvikfje. Rekaítök staðarins er að finna í kirkjunnar mál- daga. Engjatak á staðurinn í Sökkuland, tvo teiga takmarkaða, og brukast átölulaust. Afrjett á stað- urinn framm lengst í Skíðadal, þar sem eyðibólið Stafn liggur, og áður er skrifað næst eftir Svein- staði. Enginu sem niður frá liggur spillir Svarfaðar- dalsá með leirs og sands áburði. Úthagarnir eru mjög litlir, og gengur búsmalinn mjög í örtröð. F R E Y R 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.