Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 50

Freyr - 15.12.1967, Side 50
Rannsóknarstöðin og íbúðarhús verkstjóra (t. v.). Fjallshlíðin á bak við gefur mögnleika á ræktunartil- raunum og veðurfarsathugunum í mismunandi hæð yfir sjó. gott — einnig á sviði skógræktar. Dæmi um það eru skipti á skógræktarfólki, sem kom- in eru í fast form og eiga sér einmitt stað nú á þessu ári. Eflaust hefur það ekki verið auðvelt verk, að finna skógræktarstöðinni stað, en mér virðist umhverfið hér við Mógilsá fag- urt. Það er full ástæða að ætla að hér verði komizt að þeim niðurstöðum, sem unnt verður að byggja á — niðurstöðum, sem verða mikilvægar fyrir skógræktarstarf á íslandi og einnig í öðrum löndum. Ég óska þeim, sem hér koma til með að vinna, farsældar í störfum og í rannsóknum. íslandi óska ég til hamingju með skógrækt- ina og hina nýju skógræktarstöð." Hákon Guðmundsson, formaður stjórn- arnefndar norsku þjóðgjafarinnar, opnaði vígsluna, og rakti sögu málsins og athafna- feril, en er hans tign Haraldur ríkisarfi hafði vígt stöðina til starfa veitti Ingöljur 512 Jónsson, landbúnaðarráðherra, henni mót- töku fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og þakkaði þann vinarhug, sem norska þjóð- in hefur sýnt okkur með rausnarlegri gjöf, sem treysta skal hornsteina þeirrar reynslu og þekkingar, sem nauðsynlega þurfa til þess að vinna traust og árangursríkt starf í ræktun skóga á íslandi Ríkið lagði til jörðina, en byggingar eru reistar fyrir þjóðargjöfina. Og nú er starf- ið á Mógilsá að hefjast. Til þess að stýra þar störfum hefur skógfræðingurinn Hauk- ur Ragnarsson, verið ráðinn. Þar á að fram- kvæma bæði tilraunir og rannsóknir um ókomin ár og FREYR á nærtækt hlutverk að segja frá, í stuttu máli, hvað þar er á dagskrá, og svo hvernig þar verður unnið að framtíðarhlutverkum á því sviði rækt- unar hér á landi, sem heitir skógrækt. Lát- um við því Hauk Ragnarsson segja frá. —o— F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.