Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 51

Freyr - 15.12.1967, Side 51
Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. HAUKUR RAGNARSSON: Um 70 ár eru liðin frá því að fyrstu trjá- og skógræktartilraunir hófust á íslandi. Árangurinn hefur verið æði misjafn, en þó hefur sannazt, einkum síðustu áratugina, að skógur getur vaxið til nytja víða um land. Trjáræktinni hefur fleygt fram og við vit- um, að þar sem tré geta vaxið, getur skóg- ur það einnig, ef rétt er að farið. Öllum, sem við trjá- og skógrækt hafa fengizt, er það ljóst, að veður- og jarðvegs- skilyrði eru mjög misjöfn í hinum ýmsu landshlutum og innan hvers landshluta. Flestir þekkja þann regin mun, sem er á vaxtarskilyrðum á yztu nesjum og innstu dölum sama fjarðar. Þeir vita, að bæði ræktunaraðferðir og það sem rækta skal verður að breytast með aðstæðum hverju sinni. Til dæmis hlýtur að vera fáránlegt, að óreyndu máli, að nota sömu afbrigði trjáa yzt við Héraðsflóa og lengst inni í Fljótsdal, Buður í Mýrdal og norður á Tjörnesi. Hins vegar getur það haft miila þýðingu að gera samanburðartilraunir með sömu tegundir á báðum stöðum. Þær til- raunir geta sagt okkur mikið um vaxtar- skilyrði þessara staða, einkum geta þær sagt okkur í hverju hin mismunandi vaxtar- skilyrði eru fólgin. Mikilvægar upplýsing- ar geta fengizt jafnvel þótt þessar tilraunir mistakist sem skógræktartilraunir. Þær geta t. d. sagt okkur um lengd vaxtartímans á báðum stöðum. Það eru einmitt rannsóknir á vaxtarskil- yrðum, sem verða eitt aðal viðfangsefni skógræktartilrauna á íslandi, og þessar til- raunir hafa ekki einungis þýðingu fyrir skóg- og trjárækt, heldur fyrir alla ræktun í landinu. Tré eru einmitt mjög vel fallin F R E Y R 513

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.