Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 52

Freyr - 15.12.1967, Side 52
til þessara rannsókna, vegna þess, að flest þeirra geta náð háum aldri. Sérhvert vaxt- arskeið skilur eftir árhring, og fer breidd hans eftir vaxtarskilyrðum sumarsins, og má þannig fá samanburð á áhrifum ólíkra sumra. Verði trén fyrir sköðum af völdum vor- og haustfrosta, má lesa þær skemmdir í árhringunum með því að nota smásjá, og má þannig leiða í ljós hluti, sem ekkí eru sjáanlegir með berum augum. Þessar að- ferðir hafa verið mikið notaðar víða um lönd til þess að varpa ljósi á veðurfar lið- inna alda. Rannsóknir á vaxtarskilyrðum beinast einkum að eftirfarandi atriðum: 1. Rannsóknir á þeim gróðri, sem fyrir er í landinu frá náttúrunnar hálfu. 2. Rannsóknir á þeim ræktunartilraun- um, sem gerðar hafa verið á liðnum árum. 3. Samanburðartilraunir á tegundum og afbrigðum við mismunandi vaxtarskilyrði. 4. Samanburðartilraunir með mismun- andi ræktunaraðferðir. 5. Ymiskonar veðurfarsathuganir í sam- bandi við ofangreindar rannsóknir, sem einkum beinast að því að tengja þessar rannsóknir við athuganir Veðurstofunnar. Að þessum rannsóknum verður fyrst og fremst unnið á komandi árum að Rann- sóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Stöðinni er ætlað að vera miðstöð þessarar tilraunastarfsemi. Þar verður unnið úr þeim gögnum, sem aflað verður víða um land, einkum vaxtarmælingum og viðar- athugunum. Ennfremur er stöðinni ætlað að leysa mörg önnur verkefni eftir því, sem kostur er á, og skal hér drepið á þau helztu þeirra. Flestum er í fersku minni apríl-hretið 1963. Þá hafði hitinn í febrúar og marz ver- ið óvenjulega hár, og síðan kom þetta snögga hret. Við vitum ekki, hve oft sams- konar hret koma hér á landi, en við verðum að gera ráð fyrir því, að svipað geti átt sér stað hvenær sem er. Vonir standa til þess, að aðstaða fáist til þess, að Mógilsá, að búa til hret, sem svipar til þessa, og því megi reyna þol plantnanna strax á ungum aldri. Þá er á Mógilsá aðstaða til þess að fjölga ýmsum tegundum með græðlingum, t. d. greni og lerki, sem erfitt er að fjölga með venjulegum hætti. Er þetta gert í gróður- húsi, þar sem sérstakur útbúnaður er til þess að halda háu rakastigi. Með þessu móti er hægt að fjölga einstaklingum, sem hafa staðið af sér öll hret liðinna ára, og getur þetta orðið til ómetanlegs gagns fyrir skóg- og trjárækt í landinu. Einnig verður aðstaða til þess að vinna nokkuð að kynbótum trjátegunda. Efst á baugi er að rannsaka ýmsa íslenzka birki- stofna. Verður þá tekið fræ af völdum ein- staklingum frá ýmsum stöðum og saman- burður gerður á vexti þeirra og viðgangi. Það er trú mín og vissa, að íslenzka birkið megi bæta mikið, og birkið er harðgerð teg- und, sem staðið hefur af sér hamfarir ís- lenzkrar náttúru frá upphafi og fram á þennan dag. Áhugi fyrir skjólbeltaræktun hefur auk- izt mikið í landinu á undnanförnum árum, og mun engum betur ljóst en bændum sjálfum, hve mikla þýðingu hún hlýtur að hafa, þegar stundir líða. Við erum skammt á veg komnir í skjólbeltaræktinni í dag, bæði hvað snertir tegundaval og ræktun- araðferðir. Þó er ljóst, að víðitegundir munu vera heppilegastar til þess að mynda fyrsta skjólið, það er auðvelt að fjölga þeim og þær vaxa mjög hratt fyrstu árin, ef rétt er að farið. Ýmsar tegundir hafa gefizt vel, en fjarri fer því, að reyndar hafi verið all- ar þær tegundir og afbrigði, sem til greina koma. Auk þess er mjög auðvelt að víxl- frjóvga hinar ýmsu víðitegundir, og er mjög sennilegt, að hægt sé að laða fram nýja stofna, sem eru bæði harðgerðari og hrað- vaxnari, en þeir stofnar, sem nú eru rækt- aðir hér á landi. Ýmsar víðitegundir, eins og t. d. selja, eru að mestu leyti óreyndar hér á landi. Þó eru til af selju einstaka tré, sem sýnt hafa frábæran vöxt á bersvæði. Þessum trjám verður að fjölga, auk þess <. 514 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.