Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 25

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 25
fjörð og ekki þætti honum trúlegt, að það er verra en fyrir aldamót, meðan útlendar selstöðurverzlanir voru hér mestu ráðandi. Hér á firðinum eru víða ágætar hafnir, til afgreiðslu fyrir stærri skip. Á Skarðs- stöð var byggt bólverk fyrir aldamót, fram af verzlunarhúsinu. Það kom hingað til- telgt frá Danmörku og sett niður hér. Ég held að þetta hafi verið fyrsta mannvirkið hér á Vesturlandi til lendingarbóta og það stóð í um það bil 70 ár. Verzlun var sótt á bátum, úr vestur-eyjum og Austur-Barða- strandarsýslu, og til hægðarauka til af- greiðslu við bryggjuna og þessa umferð var stigi við bryggjuhaus, sem náði niður á stórstraums-fjörumál. Sporvagnar voru notaðir til innkeyrslu á vörum 1 hús og skiptispor á bryggjuhaus, og í kjallara, þeg- ar inn kom í hús. Tveir menn gátu léttilega ýtt vögnunum inn í húsið með 1,5 tonnum af vörum á. Þegar inn var komið var var- an — sem þá var mest korn, bankabygg, riisgrjón, baunir og fleira, heist upp úr vögnunum með blokkum og stóru hjóli í rjáfri, upp á loft, og hver tegund fyrir sig losuð úr pokunum, sem voru flestir 200 pund að þyngd, í ca. 30 tunnu „spirður“ með rennu, sem náðu niður í kjallara. Neðst í rennunni vár renniloka, vigtin var höfð þar rétt hjá og þetta auðveldaði mik- ið alla afgreiðslu fyrir pakkhúsmanninn, enda urðu menn ekki fótaveikir í þá tíð. Hingað komu, um þessar mundir, segl- og gufuskip, beint frá útlandinu, með alla þungavöru. Mig minnir, að stundum kæmu með þessum skipum sprúttföt, auðvitað til þess að þvo tóptarykið úr lungunum á körl- unum eftir veturinn. Þá voru spánarvínin ekki komin og næstum enginn kvenmaður farinn að drekka. Eftir að Torfi í Ólafsdal stofnaði pöntun- arfélagið hér um sýslurnar, fékk hann vör- una beint frá útlandinu, ekki eingöngu hingað á útflutningshafnirnar heldur inn á Salthólmavík á Gilsfirði, en þar var, vegna grunnfiris, ekki hægt að skipa upp vörunni nema tæplega helming af hverju sjávar- falli. Hefðu skip Torfa komið með vöruna á Skarðsstöð, þessa einu höfn sem var og er við innanverðan Breiðafjörð, hefði ver- ið hægt að skipa þar upp allan sólarhring- inn. Þá var ekki eftirvinnan né næturvinn- an komin til að þyngja framleiðsluna, en þó var varan billegri hjá Torfa, sem hvorki hafði spirður né rennilokur. Torfi var það hygginn maður, að hann fór fram hjá Skarðsstöð og lagði alla á- herzlu á að fá skipin inn á Salthólmavík, þó að erfitt væri þar um losun, eins og fyrr greinir. Milli Skarðsstöðvar og Salthólmavíkur voru allar ár óbrúaðar og að öðru leyti var vegurinn hábölvaður og engu komið við nema klyfjahestum. Torfi sá, að það mundi verða til stór- rækkunar á vörunum, ef sækja þyrfti þær langan veg á landi með þessum aðstæðum. —o— Nú er öldin önnur. Ár og dagar liðnir, komin stórskipabryggja á Skarðsstöð, á rýmri og dýpri stað en sú gamla var, hver á og lækur brúað á milli áðurnefndra staða og óslitinn bílvegur, sem þríbreiður er með köflum. Hefði nú þessi lagfæring á vegum og ám, og svo lendingarbæturnar, verið komið á í tíð Torfa, þá veit ég að hann hefði ekki hikað við að taka vöruna upp á Skarðsstöð, og ekki farið að fá skipin með eftirgangsmunum inn á Salthólmavík. Það er engum efa bundið, að Torfi hafði gleggra auga fyrir því, hvers virði það er að hafa útflutningshöfn í sínu héraði, eins og nú er háttað, en þeir menn hafa, sem hagsmuna hafa að gæta nú fyrir heildina, að svipuðu leyti og hann hafði. Aðdrættirnir, eins og þeir eru nú, eru hreinn og beinn óþrifnaður: að mylkja allri erlendri vöru frá Reykjavík, annað hvort með bátum eða bílum, í Austur-Barða- strandarsýslu, Strandasýslu, alla Dalasýslu og mikinn hluta af Snæfellsnesssýslu og F R E Y R 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.