Freyr - 15.12.1967, Side 54
Viðarmælingaflötur í Guttormslundi í Hallorms-
staðaskógi. Eitt aðalviðfangsefni Rannsóknarstöðv-
arinnar er að framkvæma mælingar í tilraunaflöt
um um land allt.
að þetta afbrigði getur vaxið vel þar, og við
svipuð skilyrði og þar eru, en þau segja
okkur ekkert um það, hvort þau geti vaxið
norður í Þingeyjarsýslu eða á Suðurlandi.
Ennfremur vitum við ekki nema að önnur
afbrigði þess kynnu að hafa vaxið þar enn
betur. Úr þessu verður ekki skorið nema
með skipulögðum samanburðartilraunum á
mismunandi tegundum og afbrigðum við
ólík skilyrði. Með skipulögðum saman-
burðartilraunum má segja, að lagðar séu
fyrir náttúruna sjálfa spurningar, sem ósk-
að er svars við. Spurningarnar eru lagðar
fram á þann hátt, að náttúran er knúin til
svars. Þessi aðferð hefur svo marga kosti
fram yfir reynsluaðferðina, að engin vafi
leikur á því, að þá leið ber að velja. Með
þessari aðferð fást í fyrsta lagi öruggari
svör, í öðru lagi nákvæmari svör og í þriðja
lagi fást þau á skemmri tíma og ódýrari
hátt.
Að lokum langar mig til þess að biðja um
sem bezta samvinnu við alla þá, sem fást
við skógrækt, trjárækt eða skjólbeltarækt,
því að án þeirrar samvinnu getur rannsókn-
arstarfsemin aldrei orðið nema að hálfu
gagni fyrir land og þjóð.
AUGLÝSING varðandi gin- og klaufaveiki
Vegna þess að gin- og klaufaveikifaraldur gengur
nú ó Bretlandseyjum, vill landbúnaðarráðuneytið
vekja athygli yfirvalda og almennings á því, að
stranglega ber að fylgja reglum laga nr. 11/1928,
um varnir gegn gin- og klaufaveiki.
Tekið skal fram, samkvœmt téðum lögum og aug-
lýsingu þessari er:
Bannaður með öllu innflutningur á heyi, hálmi, ali-
dýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum,
mjólk og mjólkurafurðum sem og eggjum.
Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar hér við
land, má þó flytja inn, enda séu þœr sótthreinsaðar
erlendis og einnig þegar þœr koma hingað til lands.
Frá Bretlandseyjum er ennfremur bannaður innflutn-
ingur á lifandi jurtum, trjám, trjágreinum og köngl-
um. grœnmeti og hvers konar garðávöxtum.
Farþegar og áhafnir farartœkja skulu gefa yfirlýs-
ingu samkvœmt 4. gr. laganna um dvöl sína á
Bretlandseyjum, strax og þau koma til íslands.
Brot á lögum nr. 11 /1928 og auglýsingum, sem
settar eru samkvœmt þeim, varða sektum.
LandbúnaSarráðuneytiS 4. nóvember 1967
Ingólfur Jónsson
Gunnlaugur E. Briem
516
F R E Y R
I