Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 11
ig að Urðum og Tjörn, en Upsakirkja hefur
verið flutt að Dalvík. Urðir voru annexía
frá Tjörn og Upsakirkja var lögð undir
Tjörn 1851, en 1917 voru allar þessar kirkj-
ur lagðar undir Velli. Stærri-Árskógur á
Árskógsströnd var líka lagður undir Velli
1880. Árið 1928 var reist kirkja í Hrísey, en
þar var bænhús til 1765. Nú eru Hrísey og
Stærra-Árskógssókn sér um prest.
í samanburði við þær byggingar, sem nú
eru á flestum bæjum í dalnum, gerast hús
á Völlum lágreist, en bæjarstæðið er frítt
sem fyrr og vinaleg er þéttskipuð bæja-
röðin meðfram fjallshlíðunum. Að baki
bæjarins rís Vallafjall, gróðursælt og svip-
mikið og allt umhverfis dalinn sér til fag-
urra fjalla, þótt Stóllinn fyrir miðju dals-
ins beri af með sinni pýramídareisn. Um
hann skiptist dalurinn í Skíðadal og fram-
hluta Svarfaðardals.
Lækir falla báðum megin við bæinn á
Völlum, og framundan hjallanum, sem
bæjaröðin stendur á, taka við breiðir, grasi
grónir bakkar, sem Svarfaðardalsá sker í
mjúkum sveigum, þegar vel liggur á henni,
en geysist yfir með leirburði, þegar hlák-
ur eða rigningar trylla hana.
Vallakirkja stendur nokkru norðar en í-
búðarhúsið, slétt og yfirlætislaus hið ytra
og hefur aldrei skartað turni, hlýleg og
fögur hið innra, enda ástundað af heima-
mönnum og sóknarfólki að ganga vel um
hana og prýða. Framan við kirkjuna er
klukknaport, sem reist var undir klukku
mikla, sem kirkjan fékk að gjöf frá Zoph-
oníasi Þorkelssyni í Vesturheimi, árið 1949.
Umhverfis kirkjuna er gamall kirkjugarð-
ur, en annar nýrri norðar og vestar á tún-
inu.
Vellir hafa þótt góð bújörð í samanburði
Að baki staðarins rís Vallaf jall, gróðursælt og svipmikið
F R E Y R
473