Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 56

Freyr - 15.12.1967, Side 56
M°L^R Áskrift Freys Eins og öllum lesendum FREYs er kunnugt, hefur pappír ritsins verið lakari síðastliðin tvö ár en áð- ur hefur gerzt. Var leið þessi valin til þess að spara. Þegar fyrirspurnum var beint til lesenda í fyrra um hvort þeir óskuðu að ritið væri prentað á betri pappír eða ekki, voru svörin einhliða játandi, öll er bárust, enda ekki óeðlilegt, búningurinn hefur sitt að segja, myndir prentast miklu betur á góðan pappír en laklegan og svo hefur sá pappír, sem notaður hefur verið, þann ókost, að hann gulnar með aldrinum og gulnuð blöð í bók, einkum ef þau verða stökk, eru ekki skemmtileg. Nú er ákveðið að ráða þessu til bóta og framveg- is verður pappír FREYs eins óg hann var áður. Þetta hefur í för með sér hækkun áskriftargjalds. Breytingar þær, sem gerðar voru í gildi peninga og verðlagsáhrif, sem þær valda, verka þannig, að ekki er unnt að tilkynna áskriftargjald komandi árs fyrr en í fyrsta hefti 1968. Truflanir á verðlags- málunum eru í gangi einmitt, þegar þetta hefti er í prentun. Landbúnaðarsýning Ákveðið hefur verið að á næsta sumri verði haldin landbúnaðarsýning í Reykjavík. Um mörg undan- farin ár hefur verið safnað £ sýningarsjóð á vegum Búnaðarfélags íslands, en til liðs verða kvaddir margir aðilar, sem á einn eða annan hátt eru tengd- ir landbúnaði. Fyrirfram er ákveðið, að 26 aðiljar standi að sýn- ingunni og frá hverjum þeirra er einn maður val- inn í sýningarráð. Framkvæmdastjórn sýningarinn- ar skipa 5 menn. Agnar Guðnason, ráðunautur hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri. Gert er ráð fyrir að sýningin verði opnuð fimmtudaginn þann 9. ágúst 1968. Fóðurgildi votheys Það er vitað mál, að hey er hey og vothey er vot- hey, en það skiptir talsverðu eða miklu máli hver eru gæði heys, hvort sem það er þurrt eða vott. Norskur vísindanemi heitir Jon Nedkvitne. Hann hefur tilkynnt niðurstöður fóðrunartilrauna, sem hann hefur unnið að með fóðrun á votheyi handa sauðfé. Lömb höfðu aðgang að maurasýru-votheyi og annar hópur fékk vothey án íblöndunar. Þar var mikill munur á árangri fóðrunarinnar. Maurasýru- votheyið gaf miklu betri árangur, var með öðrum orðum miklu betra fóður. Álíka árangur kveðst hann hafa fengið við samanburð með fullorðið fé. Ennfremur hefur hann gert skipulagðar tilraun- ir með árangur af notkun súgþurrkaðs heys saman- borið við hesjuþurrkað. Þar reyndist súgþurrkaða heyið gefa mun meiri þyngdarauka hjá skepnunum þrátt fyrir að jafnmikill þungi heys fór í báða til- raunahópana. Finnsk metkýr Finnsk Ayrshire-kýr heitir Raita. Hún er 15 ára ag sögð yngsta kýrin, sem skilað hefur meira en 5.000 kg af smjörfitu um ævina. í lok ágústmánað- ar hafði hún skilað eiganda sínum 100.000 kg af mjólk samtals. Fimm finnskar kýr hafa náð því að skila 5 lestum af smjörfitu, hún er sú sjötta. Raita bar í fyrsta skipti 25 mánaða gömul og hefur nú eignazt 13 kálfa, eða með öðrum orðum borið reglu- lega ár hvert. Sjö synir hennar eru staðsettir á sæð- ingastöðvum. Gólfteppaframleiðandinn Vefarinn Kf., er elzta fyr- irtœki sinnar tegundar á landinu. Með tœkniað- stoð frá norsku gólfteppafyrirtœki, hóf það fram- leiðslu á flos- og lykkjudreglum i september 1952. Framleiðsla þess er að Kljásfeini, Mosfellssveit, en skrifstofa og frágangsdeild í Skeifunni 3 — A í ReykjaVík. Framleiðsla þess frá byrjun hefur verið hin vand- aðasta og mjög eftirsótt svo vart hefur verið unnt að anna eftirspurn og afgreiðslutími því stund- um nokkuð langur. Ávallt er nofuð íslenzk kindaull í slitflöt, en bezta fegund jútu og bómullar í botn. Allt band er þríþœtt og er ullarefnið unnið hjá ullarverksmiðjunum Framtíðin og Gefjun. Vefnað- araðferðin, sem Vefarinn hf. notar er Briisselaf- brigði Wiltonvefnaðar, og munstur er gert með Jacurdaaðferð. Gólfteppadreglarnir eru ofnir í 70 cm og 150 cm breiddum, ýmist í flosi, lykkjuflosi eða lykkjuáferð. Slifgarnshœð er ýmist 5 mm, 6 mm eða 8 mm og þéttleiki er einnig mismunandi. Fyrr nokkru hóf fyrirtœkið framleiðslu á 8 mm slitgarnshœð, en nokkru gisnara til að ná fram fleiri litum. Efnismagn er það sama og í 5 mm og verð því sama. Hafa efni I þessum gerðum þegar náð miklum vinsœldum. Forsiðumyndin er af gólfteppi úr þessum nýja flokki, norrœna flokknum, og ber heitið NLF-31. Forsíðumyndin: VEFARINN HF. 518 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.