Freyr - 15.12.1967, Side 48
Séð til Snæfjallastrandar. Þar er landgott en snjóþungt.
Ég hefi smám saman verið að fjölga fénu,
síðastliðinn vetur hafði ég 80 kindur á fóðr-
um.
Nú get ég veitt mér alla skapaða hluti,
sem hugurinn girnist. Mín mesta ánægja í
lífinu er éinfaldlega sú að vera til, og vera
í nánum tengslum við náttúruna.
Ég hefi allsstaðar lánstraust, því ég hefi
alla tíð staðið í skilum, enda er annað ekki
sæmandi. Við verðum að vera heiðarleg,
að öðrum kosti eigum við ekkert traust
skilið.
Ég hefi eignast 5 börn, sem öll hafa
reynzt mér ágætlega, sonur minn, sem er
16 ára, er hjá mér, en hann hefur unnið í
vegavinnu í sumar, því hann er í skólanum
á Reykjanesi, og getur borgað fyrir sig
sjálfur næsta vetur. Til að hjálpa mér við
heyskapinn hefi ég 10 ára dreng, auk þess
eru tveir strákar hjá mér í sumar, 6 og 8
ára grey.
Ég slæ mikið með gamla laginu, en ná-
grannarnir slá fyrir mig það sem er véltækt
af túninu.
Nú á ég engan kærasta, enda orðin
fimmtug og hefi um annað að hugsa.
RAFSUÐUTÆKI
Handhœg
og ódýr
Sjóða
vír
3,25 mm
Ennfremur:
Rafsuðuvír 2—3,25 mm
Rafsuðukapall 25—35—50 qm/m
SMYRILL,
Laugavegi 170 — Reykjavlk
Sími 1-2260
510
F R E Y R