Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 12
Baðstofan, bak við íbúðarhúsið, byggð 1929
við aðrar jarðir í Svarfaðardal, einnig eftir
að af henni sneiddust hjáleigur, margar
stólsjarðir komust á annarra hendur og
engjateigar voru seldir. Fjárjörð er hún
svipuð og aðrar jarðir dalsins, vetrarbeit
óvíða mikil og fé þungt á fóðrum, en tún
hefur farið stækkandi og er nú nægilegt til
að bera sæmilegt bú. Hin síðari ár hefur
endurbygging húsa á staðnum verið lítil og
vík ég að því síðar.
Ef saman væru teknar allar upplýsingar
um Vallastað í fornum og nýjum heimild-
um, yrði það mikill vinna og eftirtekjan
heil bók. Útvarpserindi eru sett ákveðin
tímamörk og er mér líkt farið og þeim, sem
hefur fyrir sér kistu fulla af dýrum gim-
steinum og veit ekki hverja velja ber til
að skoða, því tíminn endist ekki til að bera
þá alla að ljósinu.
Ekki er vitað hvenær kirkja var fyrst
gerð á Völlum, en fyrsti prestur, sem frá
er sagt að þar þjóni, er Guðmundur Arason
hinn góði, síðar biskup, og alls er vitað um
43 presta, sem þjónað hafa á staðnum.
Kirkjan var frá upphafi tileinkuð Ólafi
konungi helga.
Guðmundur prestur var vetri miður en
þrítugur, þegar kona sú, er Arnþrúður hét
Fornadóttir og var frændkona hans, og
bjó að Völlum, sendi honum boð og bað
hann að ráðast til vistar þangað og umsjár
474
með sér, en hún var ekkja. Er talið, að það
hafi verið árið 1190, sem Guðmundur flutti
til hennar, „en átti þó bú á einum bæ og
var þar lið hans þau misseri“, eins og segir
í sögu hans, því þá þegar höfðu margir á-
trúnað á helgi hans og fylgdu honum. Vel
má vera, að eins hafi verið ástatt um al-
menning í Svarfaðardal og bóndann í
Viðvík, sem kom að Guðmundi í kirkju og
sá fugl fljúga af öxl hans.
„Hann þóttist eigi vita hvað fugla það
var, því að hann var óvanur að sjá heilagan
anda“.
Hvað sem því líður, þá varð Guðmundur
góði ástsæll af sóknarbörnum sínum, þótt
ýmsum hljóti að hafa þótt hann fara af
lítilli fyrirhyggju, er hann lagði af stað yfir
Heljardalsheiði með fylgdarlið sitt um há-
vetur og bæði börn og gamalmenni í hópn-
um. Urðu margir úti á heiðinni, en ekki er
þess getið, að hann hlyti ámæli af.
Jarteiknir gerðust margar fyrir átrúnað
á Guðmund meðan hann var á Völlum. Þó
reis þverúð milli hans og Þorsteins Þras-
laugarsonar, er stundir liðu. Þorsteinn bar
það, að Guðmundur prestur tæki til sín það
fé, er menn gáfu Guði og helgum mönnum,
og ekki þóttist hann vita hvort heldur það
væru heilagra manna bein eða hrossbein,
er prestur lét kyssa á helgum dögum og há-
tíðum. Vildi Þorsteinn fá Guðmund burt af
staðnum. Brandur biskup kom í dalinn og
kannaði, að alþýða manna var ekki á því
máli. Bauð hann Guðmundi staðinn til
varðveizlu, en presti þótti sem það myndi
verða sér áhyggjusamt og réðist að Upsum.
Mun það hafa verið um 1197. Guðmundur
prestur hélt skóla að Völlum og oftar er
þar getið um skólahald. Sagt er að þegar
Arnór Tumason tók Guðmund biskup
höndum 1218, þá hafi skólameistarinn,
Þórður ufsi, farið til Valla og kennt þar
mörgum sveinum um veturinn.
Næstur er nefndur Eyjólfur prestur á
Völlum og er ekki vitað hvenær hann kom á
staðinn, en hins er getið, að þegar Guð-
mundur biskup ándaðist, þá hafi hann kom-
F R E Y R