Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 47

Freyr - 15.12.1967, Side 47
“Slae með gamla og elska lífið,, Á Snæfjallaströnd býr dugnaðarfólk. Þar eru ungir og efnilegir bændur, sem hafa ræktað mikið og reist myndarlegar byggingar. Vatnsaflstöð sér allri sveitinni fyrir rafmagni. Samheldni er mikil í sveit- inni og þar telur enginn eftir að rétta nágrannan- um hjálparhönd, ef með þarf. Elín Þorbjarnardótt- ir, sem býr í Lyngholti, syngur lofsöng um sveit- unga sina, kindur og náttúru. Eftirfarandi er tekið úr samtaii við Elínu, sem átti sér stað rétt eftir Jóns- messu, á síðastliðnu sumri. — Ritstj. Ég er fædd fyrir um fimmtíu árum á Stein- ólfsstöðum í Veiðileysufirði og ólzt upp þar norður frá. Ég var fimmtán ár heim- ilisföst í Reykjavík, en leiddist þar alltaf, svo árið 1957 fór ég aftur vestur og hóf bú- skap á Höfðaströndinni, en hún tilheyrir Grunnavíkurhreppi. Ég bjó alein, og hafði jörðina á leigu til tveggja ára. Þarna var bústofninn hjá mér fyrsta árið 10 kindur. Ég hefi alla tíð haft mikla ánægju af kind- um og mér fannst vanta svo mikið í Reykja- vík árin, sem ég var þar að geta ekki heyrt í lömbunum á vorin, við það skapaðist ein- hver tómleiki innra með mér, sem ég gerði mér ekki nægilega grein fyrir af hverju stafaði, fyrr en ég kom hingað vestur aftur. Þarna í Grunnavíkinni var sérstaklega elskulegt fólk, það aðstoðaði mig á margan hátt. Höfðaströndin var einangruð, því við þurftum yfir heiði að fara til að komast í Grunnavíkina, enda kom að því, að allir fluttu burtu þaðan nema einbúi, sem kall- aður var Eggja-Grímur. laginu Elin Þorbjarnardóttir Mjög lélegar samgöngur voru þarna. Djúpbáturinn kom einu sinni í viku. Þeg- ar svona var komið ákvað ég að flytja og reyna að fá jarðnæði annars staðar, en ég gat ekki hugsað mér að flytja langt. Ég frétti að jörðin Lyngholt hér á Snæ- fjallaströnd væri laus, en eigandi jarðar- innar er Salbjörg Jóhannesdóttir, sú góða kona, en hún tók mjög vel í það að leigja mér jörðina. Arið 1959 kom ég svo hingað á Snæfjallaströndina og hafði með mér 33 kindur og son sjö ára. Hér í Snæfjalla- hreppi hefur mér liðið mjög vel, allir verið boðnir og búnir til að hjálpa mér. Ég er ákveðin í að búa hér áfram, því allt hefur lánast svo vel hjá mér síðan ég kom hingað. Ég hefi alla tíð verið mikið fyrir kindur og gæti ekki hugsað mér nú, að fara með allar mínar skepnur í einu á sláturhús. Það eru mín þyngstu spor á haustin þegar ég rek dilkana um borð í Djúpbátinn, sem flytur þá fyrir okkur út á ísafjörð. Ég er mjög ánægð með afkomuna á búinu hjá mér. Síðastliðið vor báru hjá mér 61 ær, þar af voru 6 einlembdar, ein var þrílembd, en hinar allar tvílembdar. Meðalvigt var síðastliðið haust um 16 kg. Það þarf enga sérstaka galdra í fjárbú- skapnum, aðalatriðið er að fóðra vel, láta féð aldrei leggja af, taka ærnar snemma á haustin og fóðra fram úr á vorin, þar til nægilegur gróður er kominn til að sleppa á. F R E Y R 509

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.