Freyr - 15.12.1967, Side 43
Fyrir nokkrum árum gaf samvinnunefnd
banka og sparisjóða út ritling, er efla skyldi
viðhorf og þekkingu almennings á kostum
þeim, sem tengdir eru notkun tékka svo og
regur þær, sem hlíta ber um notkun þeirra
í daglegum viðskiptum. Fyrrum var nokk-
ur óreiða á tékkaviðskiptum og skyldi um-
rœddur ritlingur hjálpa fólki til þess að
færa til betri vegar notkun þessa auðvelda
gjaldmiðils, kenna því að útfylla á réttan
hátt og öðlast skilning á gagnserrú hans.
Sjálfsagt hefur margt færst til betri veg-
ar síðan, en eitt er víst, þetta, að tiltölu-
lega lítilli útbreiðslu hefur notkun tékka
náð meðal bændastéttarinnar. Þykir því
viðeigandi að vekja eftirtekt bænda á hag-
kvœmni þessa gjaldmiðils, hvort sem þeir
skipta við banka eða sparisjóði.
Þessvegna hefur Freyr fengið heimild til
að birta meginefni umrædds ritlings og
kynna lesendum, sem ekki hafa notfært sér
tékkann, hið hagfelldasta tæki, sem völ er
á til að inna af hendi greiðslur af ýmsu tagi.
Jafnframt er þá nauðsynlegt að kynnast
þeim reglum, er gilda um notkun tékkans.
Svavar Jóhannsson, skipulagsstjóri Bún-
aðarbanka íslands, hefur vinsamlegast að-
stoðað um hagræðingu efnisins í samræmi
við breytingar, er orðið hafa eftir útgáfu
ritlingsins og fallizt á niðurfellingu vissra
atriða, sem þar stóðu.
Kostir tékka fyrir almenning
Þó að tékkar hafi fyrst og fremst gildi sem
greiðslutæki í viðskiptum, þá eru þeir einn-
ig mjög handhægir og gagnlegir fyrir al-
menning. Sérhver maður í nútíma þjóð-
félagi þarf að inna af hendi margar pen-
ingagreiðslur, þó að hann stundi ekki sjálf-
stæðan atvinnrekstur. Sumar eru háar og
F R E Y R
505