Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 45

Freyr - 15.12.1967, Side 45
3. Upphæð tékkans skal skrifa bæði í tölu- stöfum og með bókstöfum, og ber að gæta þess, að tölurnar séu samhljóða (sé svo ekki, ræður sú upphæð, sem skrifuð er með bókstöfum). 4. Geta skal um útgáfustað og útgáfudag. 5. Óheimilt er með öllu að dagsetja tékka fram í tímann, enda hefur slík dagsetn- ing engin áhrif, þar eð allir tékkar eru greiðsluhæfir þegar við útgáfu. 6. Undirskrift verður að vera 1 samræmi við sýnishorn það, sem reikningseigandi hefur afhent greiðslustofnuninni. 7. Við innlausn eða afhendingu tékka ber handhafa að framselja hann með því að rita nafn sitt á bakhlið tékkans. Strikun tékka er fólgin í því, að tvö samhliða strik eru dregin á framhlið tékk- ans. Ef ekkert er skráð milli strikanna eða þar eru skráð orðin „til banka“, er strikun- in kölluð almenn, en sé nafn tiltekins banka skráð á milli strikanna, er hún nefnd sérstök. Sé um almenna strikun tékka að ræða, má greiðslubankinn aðeins greiða öðrum banka eða einhverjum viðskiptamanni sín- um tékkann. En sé sérstök strikun á tékka, má banki aðeins greiða hann hinum til- greinda banka eða, ef það er greiðslubank- inn sjálfur, þá einhverjum viðskiptamam.i sínum. Strikun er trygging gegn því, að tékki, sem t. d. er sendur með bréfi, sé greiddur óviðkomandi manni. Mjög þarf að gæta þess að gefa ekki út tékka, nema innstœða sé fyrir hendi. Hverj- um tékka í tékkhefti fylgir stofnmiði, sem nota á til að skrá allar færslur, svo að menn geti fylgzt með innstæðunni á hverj- um tíma. Menn ættu ætíð að gera fyrir- spurn tíl lánsstofnunar, ef þeir eru í vafa um reikningsstöðu sína. Misnotkun tékka Samkvæmt almennum hegningarlögum liggja mjög þungar refsingar við misnotk- Rétt útfylltur tékki. Ófullkomin útfylling. Auðvelt er að falsa tékkann. Leiðrétta má tékka með því að setja undirskrift við leiðréttinguna. un tékka, ef um auðgunartilgang er að ræða, og enda þótt auðgunartilgangur sé ekki sannaður, er brotið refsivert. Þar af leiðandi og eðli málsins samkvæmt ganga innlánsstofnanir ríkt eftir því, að tékkar séu ekki misnotaðir. F R E Y R 507

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.