Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 49

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 49
Við botn Kollafjarðar í Kjósarsýslu er jörð- in Mógilsá. Á henni hefur alla tíð verið stundaður venjulegur íslenzkur búskapur, þangað til eftir 1960, þegar ríkið keypti jörðina í þeim tilgangi að stofnsetja þar til- .raunastöð í skógrækt. ■ Það var tilefnið til kaupa á Mógilsá, að Ólafur V Noregskongungur afhenti íslend- ingum, áríð 1961, gjöf frá norsku þjóðinni að upphæð eina milljón norskra króna, er verja skyldi til skógræktar og til menning- artengsla milli þjóðanna. Vorið 1964 var hafizt handa um framkvæmdir að undir- búningi tilraunastöðvarinnar, og.' hijy^ 15. ágúst í sumar var tilraunastöðin vígð, að viðstöddum Haraldi ríkisarfa Noregs, er framkvæmdi vígsluna og sagði meðal ann- ars: „Mér er kunnugt um, að skógrækt hófst á íslandi fyrir nærri 70 árum. í veðrasömu og skóglitlu landi var ekkert eðlilegra, en fólk hæfi svo snemma þetta mikilvæga starf. í upphafi var skógræktarstarfið í til- tölulega litlum mæli, m. a. vegna þess að ekki var vitað hvaða trjátegundir ættu bezt við né heldur hvaða staðir væru hentug- astir til skógræktar. í Noregi var lengi vel við margvíslega erfiðleika að etja eftir að skógræktarstarf hófst þar. Ég veit að þessu var líkt farið hér á landi, en þrátt fyrir andstreymi hefur skógrækt aukizt þannig, að nú eru settar niður plöntur — barr og lauftré á allstórum svæðum ár hvert, Þetta er ekki sízt að þakka kunnáttusamlegri og dugmikilli for- ustu. Ég er þess fullviss að menn hafa stöð- ugt fundið þörf fyrir auknar rannsóknir í skógræktarmálum, sem yrðu til þess að greiða úr vandamálum, ekki sízt á sviði líf- fræðinnar. Þegar unnt er að byggja á eigin rann- .sóknum, stöndum við á traustari grundvelli, einnig á sviði skógræktar. Það virðist því vera sjálfsagt og eðlilegt að íslendingar noti þjóðargjöfina til þess að reisa skóg- ræktarstöð. Eins og áður hefur verið drepið á var gjöfin afhent 1961, að tillögu Torgeir And- ersens Hyst, sem um margra ára skeið var sendiherra Noregs á íslandi. Gjöfin átti að sýna í verki þakklæti Norðmanna, m. a. fyrir mikilvæga aðstoð íslendinga við Norðmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Að- stoð, sem var okkur mjög mikilvæg í frels- isbaráttu okkar og treysti enn betur þau bönd, sem á margan hátt tengja bræðra- þjóðirnar. Ég veit að samband landa okkar er mjög 511 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.