Freyr

Volume

Freyr - 15.12.1967, Page 49

Freyr - 15.12.1967, Page 49
Við botn Kollafjarðar í Kjósarsýslu er jörð- in Mógilsá. Á henni hefur alla tíð verið stundaður venjulegur íslenzkur búskapur, þangað til eftir 1960, þegar ríkið keypti jörðina í þeim tilgangi að stofnsetja þar til- .raunastöð í skógrækt. ■ Það var tilefnið til kaupa á Mógilsá, að Ólafur V Noregskongungur afhenti íslend- ingum, áríð 1961, gjöf frá norsku þjóðinni að upphæð eina milljón norskra króna, er verja skyldi til skógræktar og til menning- artengsla milli þjóðanna. Vorið 1964 var hafizt handa um framkvæmdir að undir- búningi tilraunastöðvarinnar, og.' hijy^ 15. ágúst í sumar var tilraunastöðin vígð, að viðstöddum Haraldi ríkisarfa Noregs, er framkvæmdi vígsluna og sagði meðal ann- ars: „Mér er kunnugt um, að skógrækt hófst á íslandi fyrir nærri 70 árum. í veðrasömu og skóglitlu landi var ekkert eðlilegra, en fólk hæfi svo snemma þetta mikilvæga starf. í upphafi var skógræktarstarfið í til- tölulega litlum mæli, m. a. vegna þess að ekki var vitað hvaða trjátegundir ættu bezt við né heldur hvaða staðir væru hentug- astir til skógræktar. í Noregi var lengi vel við margvíslega erfiðleika að etja eftir að skógræktarstarf hófst þar. Ég veit að þessu var líkt farið hér á landi, en þrátt fyrir andstreymi hefur skógrækt aukizt þannig, að nú eru settar niður plöntur — barr og lauftré á allstórum svæðum ár hvert, Þetta er ekki sízt að þakka kunnáttusamlegri og dugmikilli for- ustu. Ég er þess fullviss að menn hafa stöð- ugt fundið þörf fyrir auknar rannsóknir í skógræktarmálum, sem yrðu til þess að greiða úr vandamálum, ekki sízt á sviði líf- fræðinnar. Þegar unnt er að byggja á eigin rann- .sóknum, stöndum við á traustari grundvelli, einnig á sviði skógræktar. Það virðist því vera sjálfsagt og eðlilegt að íslendingar noti þjóðargjöfina til þess að reisa skóg- ræktarstöð. Eins og áður hefur verið drepið á var gjöfin afhent 1961, að tillögu Torgeir And- ersens Hyst, sem um margra ára skeið var sendiherra Noregs á íslandi. Gjöfin átti að sýna í verki þakklæti Norðmanna, m. a. fyrir mikilvæga aðstoð íslendinga við Norðmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Að- stoð, sem var okkur mjög mikilvæg í frels- isbaráttu okkar og treysti enn betur þau bönd, sem á margan hátt tengja bræðra- þjóðirnar. Ég veit að samband landa okkar er mjög 511 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.