Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 26

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 26
það á annan eins fjörð og Breiðafjörð með nægar útflutningshafnir, og þar á meðal Skarðsstöð fyrir sýslurnar við innfjörðinn. Það hefur verið talið mesta happ fyrir hvert hérað, sem hefur útflutningshöfn, ekki einungis fyrir útlendu vöruna heldur og einnig fyrir þá gjaldeyrisvöru, sem út er flutt, því að svipað mun kosta flutningur á hvert kíló suður og hinnar hingað í hérað og verður þá púkkið tvíklætt ... ágóða- púkkið fyrir mannskapinn. Undanfarin ár hefur timbur verið það eina, sem komið hefur hingað á Skarðsstöð, beint frá útlandinu, til þriggja kaupfélaga á umgetnu svæði, og geri ég helzt ráð fyrir, að orsökin sé sú, að hefði honum verið skip- að upp annars staðar, þá hefði viðurinn orð- ið það prísaður, að enginn hefði séð sér fært að kaupa hann. Og svipað hlýtur þetta að vera um aðra vöru. Það er vonandi að sálarástand verzlunarstjóranna taki breyt- ingu til heilla fyrir viðskiptafólkið, í sam- bandi við þessar aðdráttaraðferðir. Það er ekki æskilegt, að íslenzkur vetur þurfi að kenna mönnum að taka upp gamla lagið, en ég er hræddur um að þessir mörgu, sam- felldu sumarvetur, hafi ruglað ýmsa í rím- inu. Ef nú í harðbakka slæst með fönn, þá verða það sjóflutningarnir, sem gripið yrði til, vitanlega með umskipunarneyð. Ég þurfti að skrifa forstjóra Sambands- Eyjar og grunnfiri er úti fyrir Skarðsströnd, sem hér sér yfir frá Klofningi, en í blámóðu fjarlægð- arinnar tindar, fjöll og fell um Barðastrandarsýslu frá Skoruvík að Reykhólasveit. ins fyrir nokkru, og drap þá eitthvað á verzlunarástandið hjá okkur hér, borið saman við hvernig það var fyrir aldamót. Það vildi svo heppilega til, að hann hafði nægilegt blek ásamt kurteisi og skrifaði mér því strax aftur og sagði, að ekki stæði á Sambandinu að flytja vörurnar beint til okkar á Breiðafjörð, ef fólkið við fjörðinn vildi það. Ég þekki nú engan mann eða konu, sem ekki kýs heldur að fá hlut bil- legri en með okurverði. Nú er það svo, að það er kaupfélagsstjóranna, ásamt stjórn- unum á umgetnu svæði, að gera athuganir á því hvað hægt er að gera í þessum málum, til hagsbóta fyrir fólkið. Yrði sú athugun gerð, og sýndi hún — eins og ég býst við — stóran hagnað, þá veit ég að verzlunar- stjórarnir hefðu engan frið fyrr en horfið yrði að sama fyrirkomulagi aðdrátta og við- haft var um aldamótin. Ég er sannfærður um, að það skiptir milljónum, sem mundi sparast við beina flutninga hingað, ekki sízt, ef að útflutta varan yrði tekin með. Nú eru úr sögunni selstöðuverzlanirnar, sem auðvitað gátu farið með alls konar hagnað úr landi, en nú er ekki því til að dreifa... Yrði hagnaður við áminnzta breytingu, hvert ætti hann þá að fara ann- að en til fólksins á heimasvæði? Ætli að því veiti af? Skarði, 20.-11. 1964. 488 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.