Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 38
í þjónustu bændanna við hverskyns hlutverk innan
húss og utan, og svo eru myndirnar frá öllum lands-
hlutum, Gotland hefur ekki gleymst þó að það liggi
nokkuð undan landi þar í Botneska flóanum, og þar
er sérstaðan með Gotlands sauðfé og Gotlands
hesta.
Ásamt búskaparháttunum er landslagið og nátt-
úrufyrirbærin einatt túlkuð og gerir það aukna fjöl-
breytni og meira líf í myndauðgi bókarinnar, hvort
sem fremst á myndunum blasa við gömul handverk-
færi eða sjálfvirkar vélar, forn lágdyra hreysi eða
hallir nútímans þar sem hundruð gripa eru undir
sama þaki.
Höfundur hefur eigi gleymt að sýna fjölbreytni
búskaparþátta eftir náttúrlegum skilyrðum. Þar eru
myndir úr ríki ertunnar, sykurrófnanna, skógarins
og auðæfa hans, kornyrkjimnar á öllum stigum,
heyskapar og heygeymslna, dýranna, veiðanna,
bæði á landi og í vötnum, að ekki sé minnzt á bú-
fjárræktina og búféð sjálft, sem einstaklinga, sem
hjarðir og sem þættir í athöfn hverri með bóndan-
um og liði hans fyrr og nú.
Þegar búið er að fletta bókinni og skoða þau
hundruð mynda, sem þar er að sjá, eykzt forvitnin
svo að allt þarf að skoða nánar. Sjón er sögu ríkari
en sagan er þarna sögð einmitt í myndum.
Svo má náttúrlega bæta því við, að tölurnar tala
líka. Meðalaldur sænska bóndans er 54 ár. í fyrra
voru bændurnir 193.564 en voru 282.187 fyrir 15 ár-
um svo fækkun þeirra er stórfelld á síðari árum
en þó hefur framleiðslan ekki dregizt saman, nema
mjólkurmagnið. Minnstu búunum hefur fækkað
stórlega en þeim hefur fjölgað, sem eru yfir 20 ha
að stærð. Kýrnar voru aðeins 950.000 í fyrra en árið
1930 voru þær rúmlega 2 milljónir. Hestar eru að-
eins 100 þúsundir en voru um 600 þúsundir 1940.
Vélarnar eru komnar í þeirra stað enda keyptu
sænskir bændur vélar fyrir 550 milljónir sænskra
króna í fyrra. Árið 1939 áttu þeir 25.000 traktora
en nú 170.000. Með fullum rétti er sagt og túlkað í
máli og myndum: Sænskur landbúnaður er á bylt-
ingarskeiði þessi árin. Því er bókin gefin út á tima-
mótum, bæði í sögu félagsskaparins og starfshátta
og tilveru allrar.
Vegleg bók að frágangi og búningi, búnaðarsaga
í myndum. — G.
500
F R E Y R