Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 40

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 40
Heildarframlag ríkisins samkvæmt 10. gr. jarðræktarlaganna verður því krónur 63.216.493.77 vegna jarðabóta unninna 1966. Ríkisframlagið vegna jarðabóta 1965 varð hins vegar kr. 63.698.352.97 eða krónur 481.859.20 meira en framlag vegna jarða- bóta 1966. Til viðbótar þessu skal þess getið, að samkvæmt bráðabirgðaákvæði jarðræktar- laganna er svo ákveðið, að til ársins 1969 skuli þeir, sem setja upp súgþurrkunar- kerfi í heyhlöður sínar, njóta viðbótar- styrks umfram ákvæði 10. gr., sem nemur allt að Vz kostnaðar, að meðtöldum styrk samkvæmt 10 gr. í framkvæmd hefur þetta ákvæði aðeins náð til þeirra súgþurrkunar- kerfa þar sem blástur er notaður, og var aukaframlagið vegna súgþurrkunarkerfa, uppsettra árið 1966, kr. 139.15 á hvern m2 kerfisins. Ríkisframlag vegna þessara framkvæmda 1966 varð kr. 5.407.549.89. Sams konar fram- lag vegna framkvæmda 1965 varð krónur 4.806.025.95. Aukningin stafar af því, að blásturskerfi var sett í 5971 fermetra af áður útteknum súgþurrkunarkerfum og nýtur hver fer- metri slíkra framkvæmda sama viðbótar- styrks og ný kerfi. —o— Hér að framan hef ég talið upp jarðrækt- arframkvæmdir 1966, sem ríkisframlags njóta samkvæmt 10. gr. Ennfremur gert samanburð á árinu 1965, svo bændum og öðrum þjóðfélagsþegnum geti verið ljós þróun þessara mála. Auk þess ríkisframlags, sem veitt er til jarðabóta samkv. 10. gr. j arðræktarlaga eru veittar 5 milljónir króna á ári til nýræktar, vélgrafinna skurða, og girðinga á þeim jörð- um, sem hafa minni tún en 15 ha og eigi hafa nein sérstök hlunnindi en þó taldar vel byggilegar. Fjárveiting þessi kom á fjárlög fyrir at- beina Stéttarsambands bænda og Fram- leiðsluráðs. Þriggja manna nefnd, skipuð af landbún- aðarráðherra, fer með framkvæmd þessa máls, í samráði við hlutaðeigandi héraðs- ráðunauta. Héraðsráðunautarnir hafa ver- ið mjög misjafnlega viðbragðshraðir að safna þeim skýrslum sem nefndin krefst að fyrir liggi áður en hún ákveður á hvað miklar umbætur og á hvaða jarðir um- ræddur viðbótarstyrkur skuli koma. í flestum sýslum hefur styrkurinn á nýrækt í mýrlendi verið kr. 3000.00 á ha, og í mó- lendi kr. 2.400.00, á 6 strengja girðingu kr. 2.00 á m, en lægri á aðrar girðingar. Á vélgrafna skurði 10% af kostnaði. Viðbót- arstyrkur þessi er nokkuð hærri í þeim héruðum, sem dýrast er að rækta, eins og til dæmis á Vestfjörðum, þar með talin mestur hluti Barðastrandar- og Stranda- sýslu og fjarðabyggðunum á Austfjörðum. Það er mjög áríðandi að þeir héraðsráðu- nautar og formenn Búnaðarsambanda í þeim sýslum, sem einskis hafa ennþá notið af umræddum viðbótarstyrk, fari að rumska, áður en allt fé er uppétið. Skýrslu um það, hvað mikils fjár hver sýsla hefur notið í þessu efni, hef ég eigi tiltæka nú, en seinna mun verða gerð grein fyrir því. Þó undarlegt virðist er varla hægt að sjá þess merki, að umræddur viðbótarstyrkur hafi orðið til þess að nýræktarframkvæmd- ir hafi aukizt, nema í Norður-Múlasýslu, en ef til vill hefur hann hindrað meiri sam- drátt í nýræktinni, en þegar hefur orðið. Til gagns og gamans skal ég að endingu víkja að því hvað miklar nýræktarfram- kvæmdir koma að meðaltali á hvern jarða- bótamann í hverri sýslu. Rúm leyfir ekki að taka hvern einstakan hrepp, enda þótt jarðræktarframkvæmdir séu mjög mis- munandi milli hreppa í sömu sýslu. Á það einkum við um Snæfellsnesssýslu, Dala- sýslu, Barðastrandarsýslur og ísafjarðar- sýslurnar. Nýræktarframkvæmdir að meðaltali á hvern jarðabótamann eru í sýslum sem hér segir: 502 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.