Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 20

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 20
Svona er umhorfs á Vallastað í dag sæll af sóknarbörnum sínum, en búhöldur mun hann ekki hafa verið mikill. Kona hans var Valgerður, dóttir Jóns prests í Steinnesi Jónssonar og komust fimm af börnum þeirra til fullorðinsára. Er list- fengi og fögur söngrödd víða í ættum þeirra. Orgel kom í kirkjuna 1 tíð séra Tómasar og var fyrsti organistinn Jón Stefánsson, sem lengi bjó í Hánefsstöðum. Hann var tónelskur með afbrigðum og smíðaði sjálf- ur langspil. í ágústmánuði 1901 var föður mínum, Stefáni Baldvini Kristinssyni, veitt Valla- brauð, og vígður til staðarins mánuði síðar. Hann var söngmaður góður og margar ræð- ur hans festust í minni manna. Þjónaði hann Völlum alla sína embættistíð, þar til hann varð fyrir aldurs sakir að láta af em- bætíi árið 1941. Faðir minn var sonur Krist- ins Tryggva Stefánssonar Baldvinssonar prests á Upsum Þorsteinssonar, og Kristín- ar Hólmfríðar Þorvaldsdóttur frá Krossum, en móðir hennar var dóttir séra Baldvins og þau hjón því systkinabörn. Séra Bald- vin var bróðir þeirra Vallapresta Stefáns og Kristjáns. Þegar faðir minn tók við staðnum, var húsakostur ekki góður og réðst hann því fljótlega í byggingu íbúðarhúss úr timbri á hlöðnum steinkjallara. Þótti það mikil og góð vistarvera á þess tíma mælikvarða, geymslur í kjallara, tvær stofur, skrifstofa og eldhús á aðalhæðinni, en 1 risi ein stofa í kvisti og fjögur smáherbergi. Gamla bað- stofan var tengd timburhúsinu með bæjar- göngum, sem enduðu í skúrbyggingu við bakdyr hússins. Var baðstofan endurbyggð 1929. Mannmargt var í heimili á Völlum, gest- komur tíðar og alloft tekið húsnæði undir skólahald fyrir börn og unglinga á vetrum. Söngæfingar, bæði kirkjukóra og annarra, voru oft haldnar inni í stofunum og stund- um fengum við krakkarnir að efna til skemmtisamkoma, eins og þegar við vorum að safna fé til sundskálabyggingar. Hvern messudag var sjálfsagt að kirkjugestir 482 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.