Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 23

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 23
KRISTINN INDRIÐASON: FrÁ b^gðum Breidnf/orðnr Grein þessi hefur lengi beðið birtingar en þar sem um er að ræða sögulegar staðreyndir er hún í fullu gildi í dag eins og þegar hún var skráð fyrir þrem árum. — Ritstj. Eg var það seint á ferðinni, að ég komst aldrei í búnaðarskólann hjá Torfa Bjarna- syni í Ólafsdal, sem margir á þeim árum töldu bæði frægð og frama. Indriði, faðir minn, og Ólafur föðurbróðir, voru báðir bú- fræðingar frá Ólafsdal en ég má fullyrða, að faðir minn var eini skólapilturinn í Ól- afsdal, sem las alveg utan skóla og hirti um 200 fjár úti á Hvoli og eitthvað af hestum líka, en fór tvisvar í viku inn að Ólafsdal til yfirheyrslu, sem er um 6 km vegalengd. Ég vil skjóta því hér inn í, að þegar Torfi kom frá Ameríku var hann ekki mjög fjáð- ur, heldur en menn í þá daga, svo að erfitt var hjá honum að byrja á búnaðarskólan- um í Ólafsdal, en á Hvoli, hjá Indriða Gísla- syni, afa mínum, var stór baðstofa, eftir því sem var 1 þá daga. Hann var talsvert fram- sækinn bóndi, gerði vatnsveitur á mest af engjunum á Hvoli, hlóð gripheldan grjót- garð í kringum hálft túnið, en skurð og torfgarð um hinn helminginn. Hann byrj- aði grjótgarðinn við stóran stein í norður- horni túnsins, en á stein þennan er grafið túnmegin og stendur skírum stöfum: „fyrsta jarðabót Indriða Gíslasonar árið 1852“. Auk þessarar túngirðingar hlóð hann griphelda grjótgarða í kringum tvo allstóra ræktaða bletti beggja megin túnsins. Á þessum tíma hafði hann hestvagn, sem hann kom með úr Skagafirði og fyrir hon- um var vanalega naut, bæði vetur og sum- ar. Skaflajárnin voru skrúfuð á tudda. Ég, sem þessar minningar skrifa, get um þetta borið, því að ég fékk að vera 1 vagninum, sem tudda var beitt fyrir. Ég var þriggja ára og var auðvitað skíthræddur. Afi minn hafði stóran grjótsleða, með breiðu járndragi undir og kjálkum, svo að ekki rynni fram á hestinn. Á þessu farar- tæki var keyrt um svellin, sem nóg var af á Hvoli, og þá helzt þegar tunglskin var á kyrrum kvöldum. Á þessum farkosti var vanalega haus við haus og þótti sport hið bezta. Það var fleira fólk á bæjunum í þá daga en nú gerist. Klárarnir, sem hafðir voru í sportferðir, voru vel með farnir og vel fóðr- aðir, enda voru góðheyin af flæðengjunum á Hvoli. - Þetta var nú bara innskot, rétt til gamans, áður en ég sný mér aftur að Hvols- baðstofunni, en í sambandi við hana birtist FIEYR 485
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.