Freyr

Volume

Freyr - 15.12.1967, Page 23

Freyr - 15.12.1967, Page 23
KRISTINN INDRIÐASON: FrÁ b^gðum Breidnf/orðnr Grein þessi hefur lengi beðið birtingar en þar sem um er að ræða sögulegar staðreyndir er hún í fullu gildi í dag eins og þegar hún var skráð fyrir þrem árum. — Ritstj. Eg var það seint á ferðinni, að ég komst aldrei í búnaðarskólann hjá Torfa Bjarna- syni í Ólafsdal, sem margir á þeim árum töldu bæði frægð og frama. Indriði, faðir minn, og Ólafur föðurbróðir, voru báðir bú- fræðingar frá Ólafsdal en ég má fullyrða, að faðir minn var eini skólapilturinn í Ól- afsdal, sem las alveg utan skóla og hirti um 200 fjár úti á Hvoli og eitthvað af hestum líka, en fór tvisvar í viku inn að Ólafsdal til yfirheyrslu, sem er um 6 km vegalengd. Ég vil skjóta því hér inn í, að þegar Torfi kom frá Ameríku var hann ekki mjög fjáð- ur, heldur en menn í þá daga, svo að erfitt var hjá honum að byrja á búnaðarskólan- um í Ólafsdal, en á Hvoli, hjá Indriða Gísla- syni, afa mínum, var stór baðstofa, eftir því sem var 1 þá daga. Hann var talsvert fram- sækinn bóndi, gerði vatnsveitur á mest af engjunum á Hvoli, hlóð gripheldan grjót- garð í kringum hálft túnið, en skurð og torfgarð um hinn helminginn. Hann byrj- aði grjótgarðinn við stóran stein í norður- horni túnsins, en á stein þennan er grafið túnmegin og stendur skírum stöfum: „fyrsta jarðabót Indriða Gíslasonar árið 1852“. Auk þessarar túngirðingar hlóð hann griphelda grjótgarða í kringum tvo allstóra ræktaða bletti beggja megin túnsins. Á þessum tíma hafði hann hestvagn, sem hann kom með úr Skagafirði og fyrir hon- um var vanalega naut, bæði vetur og sum- ar. Skaflajárnin voru skrúfuð á tudda. Ég, sem þessar minningar skrifa, get um þetta borið, því að ég fékk að vera 1 vagninum, sem tudda var beitt fyrir. Ég var þriggja ára og var auðvitað skíthræddur. Afi minn hafði stóran grjótsleða, með breiðu járndragi undir og kjálkum, svo að ekki rynni fram á hestinn. Á þessu farar- tæki var keyrt um svellin, sem nóg var af á Hvoli, og þá helzt þegar tunglskin var á kyrrum kvöldum. Á þessum farkosti var vanalega haus við haus og þótti sport hið bezta. Það var fleira fólk á bæjunum í þá daga en nú gerist. Klárarnir, sem hafðir voru í sportferðir, voru vel með farnir og vel fóðr- aðir, enda voru góðheyin af flæðengjunum á Hvoli. - Þetta var nú bara innskot, rétt til gamans, áður en ég sný mér aftur að Hvols- baðstofunni, en í sambandi við hana birtist FIEYR 485

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.