Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 53

Freyr - 15.12.1967, Side 53
Gunnar Finnbogason, verkstjóri, við borð í gróðurhúsinu. Þar sem ræktaðir eru græðlingar. Með Jví að hafa mjög hátt rakastig og hæfilegan hita er hægt að fjölga flestum trjátegundum með græðlingum. sem flytja verður inn nýja stofna af henni frá Noregi, þar sem hún vex við erfið skil- yrði norður eftir allri ströndinni. Rannsóknarstöðinni er ætlað að sjá um innflutning trjáfræs frá löndum með svip- uð vaxtarskilyrði og hér eru. Mikið hefur verið gert í þessu á undanförnum áratug- um, en þó er margt óreynt ennþá. Nú er svo komið að margar innfluttar tegundir hafa unnið sér þann þegnrétt í landinu, að þær eru farnar að bera þroskað fræ. Rannsóknarstöðinni er ætlað að sjá um söfnun þess, og þess vegna eru þar ýmis tæki til frærannsóknar, svo sem fræhreins- unartæki, fullkomið spírunartæki, ná- kvæmar vogir, smásjár og fleira. Ýmis fleiri rannsóknarefni má telja upp, sem stöðinni er ætlað að sinna, eftir því sem tími og aðstæður leyfa, svo sem at- huganir á ýmis konar sjúkdómum og skor- dýrum, en sum þeirra virðast ætla að standa í vegi fyrir ræktun ýmissa tegunda. Ég vona, að ég hafi varpað nokkru ljósi á þau verkefni, sem bíða Rannsóknarstöðv- ar Skógræktar ríkisins, og nauðsyn þess að þau verði leyst með skipulögðum rannsókn- um. Margir munu segja að hægt sé að styðj- ast við reynsluna eina í þessum efnum. Satt er það, að reynslan er góður kennari, en reynslan verður alltaf staðbundin og getur sjaldan gefið einhlít svör. Sem dæmi má nefna blágrenitrén á Hallormsstað, sem gróðursett voru þar skömmu eftir alda- mótin. Þau hafa vaxið vel og sýna okkur F R E y R 515

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.