Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 16

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 16
sínum. Harboe segist hafa varað hann við drykkjuskap og deilum, sem honum hafi hætt við. Sambýli hans við sóknarmenn varð betra en menn bjuggust við af sögum, sem af honum gengu. Halldór biskup Brynjólfsson vísiteraði Velli 19. júní 1748 og er í þeirri vísitasíu nákvæm lýsing á stað og kirkju. Skal hér drepið á örfá atriði hennar. Kirkjan er að formi hærri við kórinn með fjórum stafgólfum og höggnum sperr- um. Stafir standa skakkt og er þess getið, að fremur muni vera sök smiðanna, en að húsið hafi gengizt til. Hurðarkarmar eru rauðfarvaðir með skrá, lykli, koparhring, drótt og dyrastöfum og sinni lítilli skakk- slá hversvegna dyra. Milli kórs og kirkju er þil af slá yfir fótstykki undir miðslá, kross er og pílárar þar fyrir að dyrastaf. Kórinn er eitt og hálft stafgólf og er ná- kvæmlega greint frá öllu byggingarlagi. Til beggja hliða er kór og kirkja alþiljað. í kórnum er karlmannamegin fóðraður kórbekkur allt að prédikunarstólsdyrum, þaðan til kórdyra er fóðraður stóll með brík hvers vegar, sem sóknarherrann hefur látið gera, en kvennamegin er fóðraður bekkur allt um kring með tveimur brík- um þeim megin altarins, sem gjöra skripta- stól. í kórnum er fjalagólf öllum, á hverj- um er altari fóðrað, með lítilfj örlegri töflu yfir, þó útlenzkri og hvítri marmarahellu á því sama, og gráður fyrir. Tvennar litlar hillur eru í kórnum hvers vegar. Síðan er lýst kirkjusætum og svo segir: „Prédikunarstóll nýr, sem æruverðugur sóknarherrann séra Jón Halldórsson hefur kirkjunni tillagt“. — Það er sá prédikunar- stóll, sem enn er í kirkjunni. — Þá segir ennfremur: í allri kirkjunni er hellugólf, en fjalir undir tveimur kvenstólum. Veggir hennar eru að utan lasnir, sérdeilis sá nyrðri og þak sólbrunnið að sunnan og allt þarf rep- arationem við. Á kórþili er gluggi kistu- laus með 12 rúðum, einni brotinni. í lýsingu á búnaði kirkjunnar segir: „Hún á tvennan altarisklæðnað, eitt gam alt altarisklæði af lérefti með krosssaum og örslitnu vesturfarafóðri (hörléreft), hverju að fylgir blámerktur catúnsdúkur með vír- dregnum borða fyrir endum og altarisbrún af rauðmerktu catúni. Altarisklæði af rauð- merktu catúni með gömlu fóðri, einum alt- arisdúk af blámuðu catúni ófóðruðum. — Einn messuskrúða á hún, rikkilín af grófu lérefti sterkt þó nýtilegt, og rauðan hökul af Magvei, sem visitasía herra biskups Har- boe um getur 1743, á hvörju Þórarinn próf- astur og biskup sýnist óekta borði, þar notarius hefur skrifað ekta. En þann gamla hökul og slopp, sem þeir stemma var ó- brúkanlegt, hefur hann með ráði prófasts selt fyrir 1 og hálfan ríkisdal, sem hann með Guðs hjálp lofar kirkjunni í messu- klæðum að betala“. Þá er þess getið, að prestur hafi auk pré- dikunarstólsins lagt kirkjunni tvo væna ljósastjaka af messing, en samt er honum gert að bæta það, að horfin er stök ljósa- pípa, sem til var við visitasíu Steins bisk- ups, en bakstursjárnið er til óskemmt. Nú er líka getið um kertahjálm með sex píp- um, „compot (?) af messing fyrir framan kórdyr, sem fyrri visitasíur ei um geta,“ skírnarfat af messing, ljósbera af tré, tvær klukkur á ramböldum, heilar og hljóð- góðar. Bækur eru aðeins taldar fimm. Stólsjarðir eru taldar upp með lands- skuldum og kúgildum, en þær eru þessar: Selá, landsskuld 10 aurar, kúgildi 2, Birnu- nes, landsskuld 10 au. kúg. 2%, Hánefs- staðir, landsk. 10 au. kúg. 2, Uppsalir, lands- skuld 70 álnir, kúg. 2, Brautarhóll, landssk. 70 álnir, kúg. 3, Syðra-Hvarf, landsk. 100 áln. kúg. 3, Gljúfurárkot, landsk. 50 álnir, kúg. 1, Sveinsstaðir, landsk. 50 álnir, kúg. 1, Krosshóll, landsk. 90 álnir, kúg. 4, Hver- hóll, landsk. 40 álnir, kúg. IV2, Kóngstaðir, landsk. 60 álnir, kúg. 3, og 1 kúgildi heima, en Þverárkot í eyði. Kúgildi kirkjunnar eru alls 26, en ítök þessi eftir Ólafs biskups mál- daga og Sigurðar registri, allur Skíðadalur og Vesturárdalur framfrá Holármerkri og 478 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.