Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 20

Freyr - 15.12.1967, Side 20
Svona er umhorfs á Vallastað í dag sæll af sóknarbörnum sínum, en búhöldur mun hann ekki hafa verið mikill. Kona hans var Valgerður, dóttir Jóns prests í Steinnesi Jónssonar og komust fimm af börnum þeirra til fullorðinsára. Er list- fengi og fögur söngrödd víða í ættum þeirra. Orgel kom í kirkjuna 1 tíð séra Tómasar og var fyrsti organistinn Jón Stefánsson, sem lengi bjó í Hánefsstöðum. Hann var tónelskur með afbrigðum og smíðaði sjálf- ur langspil. í ágústmánuði 1901 var föður mínum, Stefáni Baldvini Kristinssyni, veitt Valla- brauð, og vígður til staðarins mánuði síðar. Hann var söngmaður góður og margar ræð- ur hans festust í minni manna. Þjónaði hann Völlum alla sína embættistíð, þar til hann varð fyrir aldurs sakir að láta af em- bætíi árið 1941. Faðir minn var sonur Krist- ins Tryggva Stefánssonar Baldvinssonar prests á Upsum Þorsteinssonar, og Kristín- ar Hólmfríðar Þorvaldsdóttur frá Krossum, en móðir hennar var dóttir séra Baldvins og þau hjón því systkinabörn. Séra Bald- vin var bróðir þeirra Vallapresta Stefáns og Kristjáns. Þegar faðir minn tók við staðnum, var húsakostur ekki góður og réðst hann því fljótlega í byggingu íbúðarhúss úr timbri á hlöðnum steinkjallara. Þótti það mikil og góð vistarvera á þess tíma mælikvarða, geymslur í kjallara, tvær stofur, skrifstofa og eldhús á aðalhæðinni, en 1 risi ein stofa í kvisti og fjögur smáherbergi. Gamla bað- stofan var tengd timburhúsinu með bæjar- göngum, sem enduðu í skúrbyggingu við bakdyr hússins. Var baðstofan endurbyggð 1929. Mannmargt var í heimili á Völlum, gest- komur tíðar og alloft tekið húsnæði undir skólahald fyrir börn og unglinga á vetrum. Söngæfingar, bæði kirkjukóra og annarra, voru oft haldnar inni í stofunum og stund- um fengum við krakkarnir að efna til skemmtisamkoma, eins og þegar við vorum að safna fé til sundskálabyggingar. Hvern messudag var sjálfsagt að kirkjugestir 482 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.