Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 50

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 50
Rannsóknarstöðin og íbúðarhús verkstjóra (t. v.). Fjallshlíðin á bak við gefur mögnleika á ræktunartil- raunum og veðurfarsathugunum í mismunandi hæð yfir sjó. gott — einnig á sviði skógræktar. Dæmi um það eru skipti á skógræktarfólki, sem kom- in eru í fast form og eiga sér einmitt stað nú á þessu ári. Eflaust hefur það ekki verið auðvelt verk, að finna skógræktarstöðinni stað, en mér virðist umhverfið hér við Mógilsá fag- urt. Það er full ástæða að ætla að hér verði komizt að þeim niðurstöðum, sem unnt verður að byggja á — niðurstöðum, sem verða mikilvægar fyrir skógræktarstarf á íslandi og einnig í öðrum löndum. Ég óska þeim, sem hér koma til með að vinna, farsældar í störfum og í rannsóknum. íslandi óska ég til hamingju með skógrækt- ina og hina nýju skógræktarstöð." Hákon Guðmundsson, formaður stjórn- arnefndar norsku þjóðgjafarinnar, opnaði vígsluna, og rakti sögu málsins og athafna- feril, en er hans tign Haraldur ríkisarfi hafði vígt stöðina til starfa veitti Ingöljur 512 Jónsson, landbúnaðarráðherra, henni mót- töku fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og þakkaði þann vinarhug, sem norska þjóð- in hefur sýnt okkur með rausnarlegri gjöf, sem treysta skal hornsteina þeirrar reynslu og þekkingar, sem nauðsynlega þurfa til þess að vinna traust og árangursríkt starf í ræktun skóga á íslandi Ríkið lagði til jörðina, en byggingar eru reistar fyrir þjóðargjöfina. Og nú er starf- ið á Mógilsá að hefjast. Til þess að stýra þar störfum hefur skógfræðingurinn Hauk- ur Ragnarsson, verið ráðinn. Þar á að fram- kvæma bæði tilraunir og rannsóknir um ókomin ár og FREYR á nærtækt hlutverk að segja frá, í stuttu máli, hvað þar er á dagskrá, og svo hvernig þar verður unnið að framtíðarhlutverkum á því sviði rækt- unar hér á landi, sem heitir skógrækt. Lát- um við því Hauk Ragnarsson segja frá. —o— F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.