Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Bergþór Ólason alþingismaðurvakti athygli á því á Alþingi í gær að meirihlutinn í borgarstjórn hygðist, þrátt fyrir sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, standa í vegi fyrir því að nokkur ný mislæg gatnamót yrðu gerð í Reykja- vík. Þetta hefði komið fram á fundi umhverfis- og sam- göngunefndar þingsins, en þar er Bergþór formaður.    Hann tók sér-staklega dæmi af gatnamótum Bú- staðavegar og Reykjanesbrautar í þessu sambandi, sem eru hluti af sáttmálanum, og sagði engan hafa haft hugmyndaflug í að ætla að framkvæmdir á þessum gatnamót- um ættu ekki að fela í sér mislæg gatnamót. Spurði hann fjármála- ráðherra út í hvort það gæti verið að samþykkt hefði verið að leggja 120 milljarða króna í samgöngu- sáttmálann þó að vilji Vegagerð- arinnar yrði að engu hafður.    Athygli vekur að í svari fjár-málaráðherra kom annars vegar fram að ríkisvaldið hefði ýmsa sterka fyrirvara hvað sátt- málann snerti og að engu fé yrði út- hlutað án vilja þess. Hins vegar sagði ráðherra að það hefði komið fram varðandi umrædd gatnamót í undirbúningsviðræðum vegna sam- göngusáttmálans „að það væru til útfærðar hugmyndir að þessum gatnamótum og þar hefði verið um að ræða mislæg gatnamót“.    Bergþór fagnaði þessu svarienda gefur það vonir um að ríkisvaldið muni mögulega standa með almenningi gagnvart aðför borgarinnar að helsta ferðamáta hans, fjölskyldubílnum. Bergþór Ólason Veit vonandi á gott STAKSTEINAR Bjarni Benediktsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Vaktafyrirkomulagi við umönnun íbúa á hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum við Snorrabraut verð- ur breytt 1. september næstkom- andi. Í því skyni hefur núverandi vaktakerfi verið sagt upp. Breytingin tekur til alls starfs- fólks við umönnun. Jórunn Frí- mannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða, segir að engum starfsmanni verði sagt upp og starfshlutfall ekki minnkað. Hún segir að markmið breytinganna sé að koma á sanngjarnari skiptingu á vöktun. Dæmi séu um að starfsfólk hafi fengið sérstakt samkomulag um vaktir og vilji ekki breyta neinu. Jórunn var í gær að fara yfir breytingarnar með starfsfólki og sagðist hún ekki verða vör við ann- að en að það sýndi þeim skilning. Taldi hún ekki útilokað að einhverj- ir starfsmenn hefðu óttast um sinn hag áður en málið var skýrt fyrir þeim. 81 íbúi á heimilinu Droplaugarstaðir eru í eigu Reykjavíkurborgar. Þar er 81 íbúi, allir í einbýli og með sér baði. Þar eru fjórar hjúkrunardeildir sem hverri er skipt niður í þrjár 8 til 10 manna einingar með sér setustofu og borðstofu. helgi@mbl.is Vaktafyrirkomulagi sagt upp  Breytingar verða í haust á vöktum við umönnun á Droplaugarstöðum Morgunblaðið/Golli Droplaugarstaðir Forstöðumaður- inn kynnir nýtt vaktakerfi. Útgerðarfyrirtækið Brim hf. hagn- aðist um 429 þúsund evrur, eða 67 milljónir króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er umtalsverð breyt- ing frá sama tíma í fyrra, þegar félag- ið hagnaðist um 615 milljónir króna, eða rúmlega 3,9 milljónir evra. Nem- ur minnkunin milli ára 90%. Eignir Brims námu í lok fjórðungs- ins 704 milljónum evra, eða 110,5 milljörðum króna, og jukust þær lít- illega milli ára, eða um hátt í fjórar milljónir evra. Eigið fé félagsins nemur núna 306 milljónum evra, eða 48 milljörðum króna. Það dróst saman um 3,5% milli ára, en það var 317 milljónir evra í lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Eiginfjár- hlutfall félagsins er 44%. Rekstrartekjur Brims hf. á fyrsta fjórðungi ársins 2020 námu 74,4 millj- ónum evra, eða 11,7 milljörðum króna, samanborið við 58 milljónir evra árið áður, eða rúmlega níu millj- örðum króna. Kristján Þ. Davíðsson, stjórnar- formaður Brims hf., segir í tilkynn- ingu sem félagið sendi til kauphallar að afkoma Brims á fyrsta ársfjórð- ungi 2020 hafi markast nokkuð af erf- iðu tíðarfari og þar með gæftum í upphafi árs með nokkuð lakari afla og þar með afkomu, einkum í veiðum og vinnslu uppsjávarafla. Einnig hafi loðnubrestur annað árið í röð valdið nokkru um afkomu fjórðungsins. Í tilkynningunni segir Kristján jafnframt að félagið njóti nú góðs af fjárfestingum undanfarinna missera, bæði í Ögurvík og sölufélögum í Asíu. „Þrátt fyrir að verð sjávarafurða hafi almennt verið tiltölulega gott í upp- hafi árs eru horfur á mörkuðum óvissar vegna áhrifa heimsfaraldurs- ins á neyslumynstur, sölu og flutn- inga,“ segir Kristján að endingu í til- kynningunni. Hagnaður Brims 67 milljónir króna  Fjórðungurinn markast af erfiðu tíðarfari Morgunblaðið/Hari Sjávarútvegur Eignir Brims hf. nema 110,5 milljörðum króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.