Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 12. júní 2020 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 27. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 19. maí 2020. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja milljarði króna fram til ársins 2023 til að styðja við nýsköpun og rannsóknir á samfélagslegum áskorunum í gegn- um Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Forsætisráðherra, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kynntu áætlunina í gær sem og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna. Þá ræddu ráðherrarnir einnig frekari áherslur ríkisstjórnarinnar í nýsköp- un og vísindum. Aðdragandi áætlunarinnar er að ár- ið 2018 átti vísinda- og tækniráð í víð- tæku samráði við almenning, vísinda- menn, þingmenn og aðra hagaðila um þær brýnustu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir til næstu ára. Var lögð áhersla á þrennt; loftslagsbreytingar, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna. Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar nær yfir stefnumót- andi áætlanir þar sem um er að ræða tímabundinn forgang á fjármagni. Verkefni skulu unnin í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknarstofnana og háskóla á einstökum sviðum eða þver- faglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana. Tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni Ríkisstjórnin hefur einnig sam- þykkt aðgerðaáætlun sem miðar að því að nýta þau tækifæri sem fjórða iðnbyltingin felur í sér til að bæta lífs- kjör og auka velsæld. Aðgerðaáætlun- in felur í sér 27 aðgerðir sem stjórn- völd munu vinna að á komandi misserum. Áætlunin er unnin af verk- efnisstjórn sem forsætisráðherra skip- aði í júlí 2019 og byggist á ítarlegri greiningu á þeim tækifærum og áskor- unum sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra að aðgerðirnar væru mis- stórar og umfangsmiklar. „Ég sjálf er sérstaklega hrifin af tillögunni um mótun stefnu um gervigreind, hversu langt við viljum ganga og hvaða sið- ferðislegu álitaefnum við stöndum frammi fyrir í því samhengi,“ sagði Katrín. Auk þeirra aðgerða sem kynntar voru í gær hefur verið sett á lagg- irnar þvervísindalegt rannsóknar- setur Margrétar Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur um hafið, loftslag og samfélag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarmálaráðherra, segir tillög- urnar miða að því að ramma inn að- gerðir sem snúa að fjórðu iðnbylting- unni. „Fjórða iðnbyltingin er í rauninni út um allt, alls staðar í stjórnkerfinu, samfélaginu og veröld- inni. Við erum svolítið að reyna að ramma inn þær aðgerðir sem snúa að því hvernig við búum okkur undir fjórðu iðnbyltinguna. Hvernig búum við menntakerfið undir það, hvernig getum við nýtt gögn og búið til verð- mæti úr þeim,“ segir Þórdís. „Við er- um líka að segja að við áttum okkur bæði á tækifærunum og hættunum sem við blasa.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynningarfundur í Hannesarholti Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsufræðum, Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnarinnar, Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði, og Tryggvi Þorgeirsson, formaður tækniþróunarsjóðs, tóku einnig þátt í kynningarfundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir og áherslur í nýsköpun og vísindum. „Fjórða iðnbyltingin er út um allt“  Ráðherrar kynntu áherslur í nýsköpun og vísindum  27 aðgerða áætlun um 4. iðnbyltingu kynnt Kynning Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún sé sérstaklega hrifin af tillögu verkefnisstjórnar um mótun stefnu varðandi gervigreind. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.