Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Lífið í Borgarbyggð er aftur að komast í eðlilegt horf og segir Þór- dís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri að íbúar og samfélagið í heild sinni sé byrjað að taka við sér eftir væg- ast sagt erfiða tíma. Tannhjól at- vinnulífsins eru farin að snúast á ný og greina má merki þess að fyrir- tækin á svæðinu séu að sækja í sig veðrið með hækkandi sól. „Það er ánægjulegt að fyrirtæki í sveitarfé- laginu sé að auglýsa eftir starfsfólki en það er til að mynda vöntun á starfskröftum hjá hótelunum og veitingastöð- unum auk þess að verktakar hafa auglýst laus störf.“ Að sögn Þór- dísar hefur kórónuveiru- faraldurinn vissu- lega valdið fyr- irtækjunum á svæðinu tjóni líkt og gerst hefur annars staðar á land- inu. „Við getum reiknað með að það séu krefjandi tímar framundan og við erum að bregðast við með marg- víslegum hætti til að minnka efna- hagslegu áhrifin sem hafa orðið og verða vegna kórónuveiru. Fyrr í mánuðinum hélt sveitarfélagið fund með fulltrúum fyrirtækja á svæðinu til að ræða stöðuna og skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi til að veita aðstoð sem stuðli að sem bestri viðspyrnu fyrir Borgarbyggð,“ segir Þórdís. „Á þeim fundi kom fram að það þyrfti að huga að ferðaþjónust- unni og það er ánægjulegt að segja frá því að fyrirtækin eru nú þegar farin að snúa bökum saman, sam- þætta þjónustu sína og bjóða ferða- mönnum upp á hagstæða heild- arpakka, og þannig snúa vörn í sókn. Þó reikna megi með að bið verði eft- ir fjölgun erlendra ferðamanna þá er það okkar von að íslenskir ferða- menn verði duglegir að heimsækja Borgarbyggð enda svæði þar sem margt er að sjá og gera og margar óviðjafnanlegar náttúruperlur.“ Taki vinstri beygjuna Þó Borgarbyggð sé nánast í tún- fæti höfuðborgarsvæðisins, þá eiga margir borgarbúar eftir að upp- götva allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Þórdís segir að bara í Borgarnesi, steinsnar frá þjóðvega- sjoppunni vinsælu Hyrnunni, sé að finna sælureiti og söfn sem allt of margir vita ekki af, og í uppsveitum Borgarfjarðar og Mýrum má finna ótrúleg útivistar- og náttúrusvæði sem gera fólk agndofa. „Allflestir aka í gegnum Borgarnes án þess að taka vinstri beygjuna og skoða það sem að mínu mati er eitt fallegasta bæjarstæði á landinu, með stöðum eins og Bjössaróló, Skallagríms- garði, virkilega góðum veitinga- stöðum, Safnahúsinu og Landnáms- setrinu með sínum merkilegu sýningum. Síðan er líka hægt að beygja til hægri við Hafnarfjallið og njóta þess sem Borgarfjörður býður upp á eins og til dæmis Hvanneyri, Reykholtsdal og Norðurdalsána.“ Verður líf á svæðinu í sumar og segir Þórdís að viðburðahaldarar í Borgarbyggð ætli ekki að slá slöku við. „Verið er að skipuleggja hátíðir og listviðburði sumarsins í sveitarfé- laginu og eru landsmenn hvattir til þess að koma á hátíðir eins og Brák- arhátíð, Hvanneyrahátíð, Reyk- holtshátíð og listahátíðina Plan B, að ógleymdri tónlistardagskrá í Skál- holti.“ Kannski fjölgar íbúum eftir faraldurinn Þórdís er spennt fyrir framtíð Borgarbyggðar en hún telur að það það kunni vel að gerast að íbúum fjölgi í kjölfar kórónuveirufaraldurs. Þannig hafi faraldurinn minnt marga á kosti þess að aftengjast lát- um og lífsgæðakapphlaupi borgar- lífsins og eiga í staðinn meiri gæða- stundir með fjölskyldunni, eða njóta útivistar í fagurri náttúru. Hún minnir á að á mörgum vinnustöðum hafi komið í ljós að óhætt er að veita meira svigrúm fyrir fjarvinnu, og upplagt fyrir þá sem vilja komast nær náttúrunni og upplifa kosti þess að búa í fámennu og samheldnu samfélagi, að skoða möguleikann á að setjast að á svæðum eins og Borgarbyggð. „Það er mikil þjón- usta í sveitarfélaginu og stutt að sækja til höfuðborgarsvæðisins þá þjónustu sem ekki er til staðar. Hús- næðiskostnaðurinn er enn lægri en á höfuðborgasvæðinu og mikil upp- bygging í sjónmáli,“ segir Þórdís sem ólst upp í Borgarnesi en fluttist til Reykjavíkur þegar hún var ung- lingur og bjó svo um langt skeið á Vestfjörðum með fjölskyldu sinni. „Það sem ég fann hvað greinilegast þegar við fluttum frá höfuðborginni var að allt í einu bættust tveir tímar við sólarhringinn, því vegalengdir urðu styttri og ekki sama þörf fyrir að eyða drjúgum tíma daglega í skutl og útréttingar. Svo er annar og rólegri bragur á samfélaginu og minna lífsgæðakapphlaup.“ Snúa bökum saman ● Fólkið í Borgarbyggð tekur vel á móti gestum sem heimsækja þennan sælureit steinsnar frá Reykjavík Þórdís Sif Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eggert Fríðindi Börn fagna þjóðhátíðardreginum í Skallagrímsgarði á þessari mynd úr safni. Kórónuveiran gæti leitt til að íbúum fjölgi á svæðinu. Hótel Húsafell er gott dæmi um þá uppbyggingu og þann metnað sem einkennt hefur ferðaþjónustuna í Borgarbyggð á undanförnum árum. Hótelið tók á móti fyrstu gestunum árið 2015 og hefur reksturinn geng- ið mjög vel alla tíð síðan enda þykir hótelið og veitingastaðurinn þar bjóða upp á upplifun sem er í algjör- um sérfloki. Kristján Guðmundsson er sölu- og markaðsstjóri hótelsins og segir hann að við opnun hafi þegar verið mikil vöntun á góðu hóteli á þessum stað, enda liggi straumur ferða- manna í gegnum svæðið. Margir staldra þar við á leið sinni umhverfis landið, en svo eru líka ófáir sem gera sér gagngert ferð í Borg- arbyggð til að skoða söfn og nátt- úruundur eins og Hraunfossa, virða fyrir sér hrikalega hella eða heim- sækja Langjökul. Hótel Húsafell stendur undir nafni sem sælureitur þeirra sem vilja njóta þess að vera til og skartar m.a. góðri sundlaug, níu holu golf- velli og úrvali fallegra göngu- og hjólaleiða um nágrennnið en hægt er að fá reiðhjól að láni hjá hótelinu. Nýjasta viðbótin eru Giljaböðin sem eigendur hótelsins hafa komið upp steinsnar frá hótelinu. „Gestum er ekið um fimm mínútna leið í átt að Hraunfossum og tekur svo við stutt ganga niður í gil þar sem er að finna fallegan foss og nátt- úrulegar bað- laugar,“ útskýrir Kristján en búið er að leggja slóða niður að laug- unum, koma þar fyrir búningsklefum og gera snotra hleðslu í kringum laugarnar svo að mjög vel fer um þá sem þangað koma. Kristján segir að miðað við að- stæður sé staðan þokkaleg í augna- blikinu, og þótt reikna megi með skorti á erlendum ferðamönnum virðist Íslendingar ætla að vera dug- legir að ferðast innanlands í sumar og hafa sérstök sumartilboð hótels- ins vakið lukku. „Við bjóðum upp á fjóra mismunandi pakka sem spanna allt frá gistingu í eina nótt yfir í tveggja nátta dvöl með kvöldverði á veitingastaðnum,“ segir Kristján en hótelið var opnað á ný í gær, 20. maí, eftir kórónuveirulokun. „Nú þegar er uppselt fyrstu helgina og nokkuð þétt bókað helgarnar þar á eftir, en nóg af lausum herbergjum þegar líður á sumarið.“ ai@mbl.is Tilboðin hafa feng- ið góð viðbrögð Notalegt Nýju Giljaböðin umvefja gesti með hreinni íslenskri náttúru. Kristján Guðmundsson ● Hótelin í Borgarbyggð klár í sumarið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.