Morgunblaðið - 21.05.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.05.2020, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Frjals & otamin Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is ´ ´ Nýr ilmur Ýmsar rannsóknir og kannanir hafa sýnt okkur að of mörgum nemendum líður ekki vel í skóla og of marg- ir nemendur telja skólanámið gagnslítið. Við getum verið sam- mála um að það skipt- ir miklu máli að öllum nemendum líði vel í skóla. Það er algjör forsenda þess að námsárangur verði góður. Hvað er þá til ráða? Vellíðan nemenda, hugmyndavinna Látum skólana í fullu sjálfstæði sínu ákveða hvaða breytingar þeir gera til að bæta líðan nemenda og árangur. Föllum ekki í þá gryfju að láta einhvern „stóra bróður“ ákveða hvað gert er. Venjulega fylgja slík- um vinnubrögðum skýrslu- og greinargerðir sem lenda iðulega í möppum uppi í hillum og eru aldrei lesnar. Ein leið er að skólarnir efni til víðtækrar hugmyndasamkeppni meðal nemenda, forráðamanna og skólamanna. Margar góðar hug- myndir er að finna innan skólanna. Nám þarf að vera fjölbreytt til að höfða til breiðs hóps nemenda. Samvinna skólastiga, fjölbreytt nám Til að auka fjölbreytileika í námi kemur til greina að skipuleggja margs konar samstarf á milli grunn- og framhaldsskóla sem bjóða upp á verk- og listnám. Tvær til þrjár kennsluvikur í framhalds- skólunum gætu verið hluti af nám- inu t.d. í 10. bekk. Kennslan yrði í höndum kennara framhaldsskól- anna og nemendur framhaldsskól- anna gætu verið til aðstoðar í kennslustundum. Þá mætti hugsa sér að í efstu bekkjum grunnskól- ans færi fram tónlistarkennsla þar sem þekktir hljóðfæraleikarar yrðu fengnir til að kenna nemendum á hljóðfæri sem njóta vinsælda meðal ungs fólks. Fjölmargar aðrar gagn- legar hugmyndir eru þegar tiltækar til að bæta líðan ungs fólks og efla Eftir Þorstein Þor- steinsson og Gunn- laug Sigurðsson Þorsteinn Þorsteinsson » Á næstu vikum og misserum er sér- staklega mikil þörf á að sinna vel þeim hluta nemendahópsins sem hefur staðið höllum fæti. Þorsteinn er fv. skólameistari Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og Gunn- laugur er fv. skólastjóri Garða- skóla. thorsteinn2212@gmail.com Gunnlaugur Sigurðsson Sóknarfæri í skólamálum þátttöku þeirra í list- og verk- greinum. Náms- og starfsráðgjafar Við marga skóla eru starfandi náms- og starfsráðgjafar sem vinna frábært starf við að leiðbeina nem- endum og styðja þá. Stjórnendur skóla, kennarar og annað starfsfólk nýtur einnig fagmennsku náms- og starfsráðgjafa í vinnu sinni með nemendum. Skólastjóri á Stór- Reykjavíkursvæðinu sagði fyrir mörgum árum að aldrei hefði einn starfsmaður hjálpað jafn mörgum nemendum og nýráðinn náms- ráðgjafi. Nú þegar venjulegt skóla- hald hefur legið niðri í nokkrar vik- ur hefur vanlíðan margra nemenda aukist. Skólar hafa eflaust gert ým- islegt til að hjálpa nemendum sín- um. Á næstu vikum og misserum er sérstaklega mikil þörf á að sinna vel þeim hluta nemendahópsins sem hefur staðið höllum fæti. Með mark- vissum aðgerðum má ef til vill draga úr brottfalli nemenda í fram- haldsskólum sem hefur verið of mikið undanfarin ár. Þá má það vera okk- ur og öðrum furðuefni, að á Íslandi, einu Evr- ópulanda, skyldu ráð heilbrigðisyfirvalda gera okkur kleift að komast undan áfalli vegna COVID-19- faraldursins. Það er sérlega þýðingarmikið að íslensk stjórnvöld, sem fengu upplýsingar um faraldurinn þegar í janúar, hófu strax undirbúning að viðbrögðum, sem grípa varð til seint í febrúar þeg- ar fyrstu sýkingarnar voru greindar. Þá gerði starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar það kleift að skima veru- legan hluta þjóðarinnar um útbreiðslu veir- unnar, sem var rakin af sérstöku starfsliði. Þró- un faraldursins var, að þjóðinni virtist, fyr- irsjáanleg af sótt- varnalækni og allur nauðsynlegur undirbún- ingur á bráðamóttökum og sjúkrahúsum stóðst raunina með miklu álagi á starfsliðið. Þetta vekur að sjálfsögðu verðskuldaða athygli erlendis. Mér var það mikil ánægja að sjá viðtal á CNN-sjónvarpsstöð- inni við Katrínu Jakobsdóttur for- sætisráðherra í þætti sem sinnir þjóðarleiðtogum og fjallaði um þenn- an stórmerkilega árangur okkar sem óaðfinnanlegur var. Covid-faraldurinn hefur vonandi raskað þeirri trú Evrópubúa, að með friði og velsæld, þar með góðri heilsu- gæslu, geti ríkin hvert og eitt komist undan alvarlegum skakkaföllum af mannfalli vegna einhverrar óþekktrar sýkingar. Svo er þó ekki vegna þeirr- ar gjörbreytingar í samfélagi þjóð- anna, sem tilkomin er vegna tækniþróunar heimsvæðingarinnar. Slík er orðin samtenging allra landa heimskringlunnar, að veira sem á upptök í Wuhan í Kína hefur á skömmum tíma náð útbreiðslu til allra heimsins horna. En þegar mest kall- aði á brast vilji til sameiginlegs átaks á þeim vettvangi þjóða, sem þetta varðar, Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna – World Health Organisation - WHO. Líta verður um öxl til sögu alþjóðasamstarfs frá stríðslokum ef reyna skal um skilning á aðgerðaleysi þegar fjöldi mannslífa liggur við. Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar eftir seinni heimsstyrjöldina til að tryggja frið og velferð mannkyns. Ísland, nýorðið frjálst og fullvalda, varð þátttakandi. Stofnskrá SÞ kvað á um víðtækar skuldbindingar sam- vinnu í ýmsum sérstofnunum, en fyrst og fremst gæslu friðar, og þar skyldi Öryggisráðið gegna lykilhlutverki. En vonir um friðsamlega sambúð urðu að engu við andstöðu Sovétríkjanna og allt SÞ-kerfið var undirlagt af þeim pólitísku deilum sem áttu heima á alls- herjarþingunum í New York. Þá var það var árið 1949, að íslensk stjórnvöld taka þá sögulegu ákvörðun að standa með öðrum lýðræðisríkjum um stofnun varnarsamvinnu í NATO. Sovétríkin brugðust öllum fyr- irheitum en tóku til við hervæðingu með kjarnavopnum í Varsjár- bandalaginu og áróðri um heimsbylt- ingu sem tryggja skyldi alræði öreig- anna. Það er búið en annað tekið við. Samstarfið innan NATO hefur líka breyst með árunum. Sem dæmi má nefna, að aukið tvíhliða varnarsam- starf NATO og Noregs hófst fyrir nokkrum árum og hefur þróast síðan. Norski flugherinn er búinn nýjustu bandarísku orrustuþotunum og hið sama á við um Finna. Þeir eins og Sví- ar standa utan en nærri NATO, m.a. vegna þátttöku í sameiginlegum verk- efnum, eins og eftirlitsflugi banda- lagsins við Ísland. Þetta nána sam- starf, og t.d. mannvirkjagerð Atlantshafsbandalagsins í Noregi, er mér vitanlega talið eðlilegt hags- munamál og að sjálfsögðu hafið yfir gagnrýni. En deila á fortíðarnótum um hugs- anlegar ráðstafanir mannvirkjasjóðs NATO hér á landi er séríslenskt eft- irmál liðins tíma, það leyfir undirrit- aður sér að segja sem fyrrverandi fastafulltrúi Íslands í NATO, síðast í kalda stríðinu og árum þar á eftir. Þá- verandi framkvæmdastjóri banda- lagsins lagði til 2009 í ræðu á NATO- ráðstefnu í Reykjavík, að umræðu um öfluga leitar- og björgunarstarfsemi á norðurslóðum, sem rætt var um að yrði hér, skyldi skotið til NATO Russia Council. En það var þá. Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson » Slík er orðin sam- tenging allra landa heimskringlunnar, að veira sem á upptök í Wuhan í Kína hefur á skömmum tíma breiðst út til allra heimsins horna. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Covid og alþjóðavæðingin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.