Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 37

Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 37
Óskum eftir kennurum Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 240 nemendur. Starfstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans, á slóðinni http://www.gsnb.is/ Auglýst er eftir: Kennara í hönnun og smíði, í 100% starf. Kennara í heimilisfræði, í 50% starf. 100% tímabundna stöðu umsjónarkennara á unglingastigi, meðal kennslugreina íslenska og samfélagsfræðigreinar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum. • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar. • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi. • Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Umsóknir sendist fyrir 30. maí 2020 til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11, 355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu. Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894 9903 eða hilmara@gsnb.is. ÖRYGGISVÖRÐUR SECURITY GUARD Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu öryggisvarðar lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2020. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guard. The closing date for this postion is May 24, 2020. Application instructions and further information can be found on the Embassy’s home page: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun · Reynsla af starfi í leikskóla kopavogur.is Kópavogsbær auglýsir starf skipulagsstjóra laust til umsóknar. Skipulagsstjóri stýrir skipulags- og byggingardeild bæjarins en þar starfar 14 manna samhentur hópur. Hann hefur umsjón með þróun á sviði skipulagsmála í bænum og ber ábyrgð á að meðferð skiplagsmála sé í samræmi við samþykkta stefnumótun, gildar skipulagsáætlanir og að farið sé eftir lögum og reglugerðum. Hann er ráðgjafi bæjarstjórnar í skipulagsmálum. Helstu verkefni · Daglegur rekstur skipulags- og byggingardeildar. · Vinnur skipulagsáætlanir (aðal-, deili- og hverfisskipulags) og skipulags- og byggingarskilmála. · Umsjón og eftirlit með gerð umhverfismats áætlana. · Útgáfa framkvæmdaleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingarerindi. · Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingarleyfa. · Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar lögum samkvæmt. · Undirbúningur funda skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. · Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila. · Þátttaka í samráðshópum um skipulags- og byggingarmál. · Situr í fagráði svæðisskipulagsnefndar SSH. · Umsagnir vegna kærumála og álitaefna í samstarfi við lögfræðideild. Menntunar- og hæfniskröfur · Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi. · Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. · Leiðtogahæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum. · Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu. · Lausnamiðuð hugsun og færni í framsetningu efnis. · Þekking á teikniforritum og öðrum forritum tengdum skipulagsvinnu. · Þekking á skjalavistunarkerfum er kostur. · Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs (steingr@kopavogur.is). Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Skipulagsstjóri              Skráðu fyrirtækið þitt á alfred.is  1 ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Sjá nánar á kopavogur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.