Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 42

Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 42
Auðun Georg Ólafsson Rósa Margrét Tryggvadóttir Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Borgnesinginn Kristínu Sif, hefst stundvíslega kl. 6 að morgni. Auðun Georg miðl- ar fréttum frá því helsta sem er að gerast í sveitarfé- laginu og Síðdegisþáttur K100 með þeim Loga Berg- mann og Sigga Gunnars fjallar um fjölbreytt mannlíf og það sem gerir Borgarbyggð að áhugaverðum stað til að heimsækja, starfa á og búa. Skemmtilegur viðburður verður í boði á föstudaginn í tilefni af útsendingu K100, en þá ætlar Helo.is að bjóða upp á útsýnisflug með þyrlu. Sex farþegar komast í hverri ferð. Flog- ið verður frá Borgarnesflugvelli frá klukkan 16:00 og kostar 10 þúsund krónur á mann. Skemmtilegasta bæjarstæðið „Það er alltaf gaman að koma aftur í Borgarnes sem mér finnst vera fallegasta bæjarstæði á land- inu og svo er svo skemmtilegt fólk þar,“ segir Borgnesingurinn Kristín Sif í sam- tali við Morgunblaðið og K100.is. Fjöldi gesta frá Borgarbyggð Hún staðfestir að fjöldi skemmtilegra gesta frá Borgarbyggð muni koma fram í þáttunum en meðal þeirra sem mæta í Ísland vaknar eru uppi- standarinn Iddi Biddi, Orri Sveinn Jónsson trúbador og Guðrún Daníelsdóttir athafnakona sem Kristín segir að sé ein skemmti- legasta kona landsins. K100 í Borgarbyggð Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands í sumar. Fyrsti áfangastaður stöðvarinnar verður Borgarbyggð. Öll dagskrá og fréttir stöðvarinnar verða í beinni útsendingu frá Borgarnesi á föstudaginn, 22. maí. Morgunblaðið/Eggert MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Karítas E. Kristjánsdóttir hafði heppnina með sér að þessu sinni í Pallapartíleik K100 í vikunni en hún vann allt fyrir pallapartíið, vinning að andvirði 100.000 króna í leiknum. Hún var hæstánægð og sagði í samtali við K100.is að vinningurinn kæmi sér einstaklega vel fyrir fjöl- skylduna en hún ætlar að slá upp af- mælispartíi og grilli á pallinum í til- efni af 16 ára afmæli sonarins á sunnudaginn, 24. maí. „Þá fá allir að njóta,“ segir Kar- ítas. „Maður er bara ennþá eiginlega í losti. Þetta er ekkert smá flott,“ segir hún. „Maður er bara orðlaus yfir öllum þessum vinningum. Hvað þetta var mikið. Maður þurfti bara smátíma að melta þetta allt,“ bætir hún við og hlær. Fjölmargir tóku þátt í leiknum sem fór fram á Facebook-síðu K100 en dreginn verður út nýr vinnings- hafi alla föstudaga út maí og júní. Hægt er að taka þátt í pallapartí- leiknum á Facebook-síðunni til að eiga möguleika á að vinna allt fyrir pallapartíið á morgun með því að deila því í athugasemd hvað planið er um helgina og merkja þann sem þú myndir vilja deila glaðningnum með. Heppin Heiðar Austmann afhenti Karítas allt fyrir pallapartíið í vikunni. Fullkomið í afmælis- veislu sonarins Kristín Sif er sjálf uppalin í Borgarnesi. Fegurð Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð og á sér merka sögu en öll dagskrá K100 verður í beinni útsendingu frá bænum á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.