Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 20202 Vegna þeirra fordæmulausa tíma sem við lifum nú verða há- tíðarhöld á sjómannadaginn, 7. júní næstkomandi, víða með ör- lítið breyttu sniði. Í árlegu Sjó- mannadagsblaði Skessuhorns, sem fylgir blaði vikunnar, má sjá hvernig hátíðarhöldum á sjó- mannadag verður háttað hér í landshlutanum. Norðaustanátt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, einkum síðdegis. Úrkomulítið verður á Vesturlandi. Hiti 2 til 14 stig, hlýjast suðvestan til. Á föstudag er útlit fyrir 5-13 m/s en 13-18 m/s austast. Él á norðaustur- horninu og fyrir austan, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 0 til 9 stig, mildast syðst. Minnk- andi norðanátt á laugardag og bjartviðri á Suðurlandi, annars skýjað með köflum en úrkomu- lítið. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi. Suðlæg átt á sjómannadaginn, skýj- að en úrkomulítið en bjart fyrir austan. Hlýnar talsvert að nýju. Útlit fyrir suðaustanátt og rign- ingu á Suður- og Vesturlandi á mánudag. Milt veður. Lesendur vefjar Skessuhorns voru spurðir að því í liðinni viku hvort þeir væru búnir að skipuleggja sumarfríið sitt. „Nei“ sögðu 58% og 26% sögðu „já, að hluta. 12% fá ekki sum- arfrí þetta sumarið en 5% hafa skipulagt fríið að fullu. Í næstu viku er spurt: Hefur þú verið á sjó? Sjómannadagsblað fylgir Skessuhorni þessa vikunna, enda sjómannadagurinn næst- komandi sunnudag, 7. júní. Það er því við hæfi að útnefna hetjur hafsins Vestlendinga vik- unnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Betri rekstur en áætlað var BORGARBYGGÐ: Á síð- asta fundi byggðarráðs Borg- arbyggðar var lagður fram samanburður rekstrarútgjalda fyrir mánuðina janúar til apríl við fjárhagsáætlun 2020. Fram kemur í fundargerð að í heildina er rekststrarkostnað- ur sveitarfélagsins undir áætl- un sem nemur 94 milljónum króna og tekjur hærri. Fyr- irfram hafði verið búist við samdrætti í tekjum sem m.a. má rekja til Covid-19 farald- ursins. -mm Nýr formaður SFS LANDIÐ: Ólafur Mar- teinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af jens Garðari Helgasyni í Samtök- um fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir voru í framboði, Ólaf- ur og Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri hjá Brimi. Ólafur fékk 49,99% atkvæða en Ægir Páll 49,05%. Sam- kvæmt samþykktum samtak- anna, má hver stjórnarmaður að hámarki vera sex samfelld ár í stjórn og hafði jens Garð- ar verið það. -mm VR styrkir Gráa herinn LANDIÐ: Frá því er greint á heimasíðu VR að félagið hef- ur ákveðið að gerast bakhjarl Málsóknarsjóðs Gráa hers- ins vegna málsóknar gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu. Dómsmálið er rekið til þess að ná fram þeirri nið- urstöðu að Tryggingastofn- un sé óheimilt að skerða elli- lífeyri vegna greiðslna frá líf- eyrissjóðum. „VR hefur stutt málsóknina frá upphafi og var fyrst til þess að leggja fé til Málsóknarsjóðsins. Ljóst er að fram undan er löng barátta við ríkið fyrir dómstólum. Til þess að tryggja að reka megi málið af fullum krafti allt til enda ákvað stjórn VR á fundi sínum 13. maí sl. að gerast bakhjarl Málsóknarsjóðsins og ábyrgjast kostnað af mála- rekstrinum. Ákvörðun VR gefur Málsóknarsjóði Gráa hersins mikinn kraft enda getur Grái herinn nú sett alla sína krafta í baráttuna og að kynna málstaðinn,“ segir í frétt VR. -mm Veðurhorfur næsta haust stendur til að byggja nýtt laugarhús við Hreppslaug í Skorradal. Laugin sem byggð var á árunum 1928-29 var friðuð 2014 vegna sögulegs gildis hennar. Hafa félagar í Ungmennafélaginu Ís- lendingi hlúð vel að henni í ár- anna rás og hafa nú með stuðningi sveitarfélaganna á svæðinu ákveð- ið að ráðast í byggingu nýs laug- arhúss og endurnýjun pottasvæðis við laugina. Kristján Guðmundsson tók nýverið við formennsku í Ung- mennafélaginu Íslendingi sem á og rekur laugina. Hann seg- ir í samtali við Skessuhorn að fé- lagið muni standa að byggingu nýs laugarhúss í haust en opið verður í laugina fram yfir verslunarmanna- helgi. Kristján segir að Skorradals- hreppur leggi félaginu til myndar- legan stuðning vegna hússins. „Við byggjum 160 fermetra laugarhús á sama byggingarreit og núverandi laugarhús er, en það er um 100 fermetrar og orðið ansi lúið. 160 fermetrar er í rauninni lágmarks- stærð á laugarhúsi til að standast allar nútímakröfur um mannvirki af þessu tagi. Markmið okkar er svo að verða tilbúin með húsið fyr- ir næsta sumar.“ Þá segir Kristján að pottasvæð- ið við laugina verði sömuleiðis endurnýjað og hafi sveitarfélagið Borgarbyggð ákveðið að leggja því verkefni lið. Hreppslaug var opnuð um hvíta- sunnuhelgina. Í sumar verður að sögn Kritjáns opið þriðjudaga til föstudaga klukkan 18-22 en laug- ardaga og sunnudaga kl. 13-22. mm/ Ljósm. úr safni. Á stjórnarfundi Veitna í vor sam- þykkti stjórn Veitna ýmsar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðing- um sem kórónafaraldurinn hefur haft á atvinnulíf landsins. Fyrirtæk- ið vill sýna samfélagslega ábyrgð og auka fjárfestingar í mannaflsfrekum verkefnum sem hafa munu mik- il áhrif í samfélaginu, þar á með- al hér á Vesturlandi. „Leiðarljósið er að viðhalda atvinnustigi í land- inu eins og kostur er en áætlað er að aðgerðirnar skapi hátt í 200 störf á starfssvæði Veitna á suðvestur- horni landsins,“ segir í tilkynningu. Samþykkt var að auka fjárfesting- ar Veitna um samtals tvo milljarða króna á þessu ári. jafnframt var samþykkt að stefna að því að auka fjárfestingar á næsta ári um allt að fjóra milljarða króna. Þessar fjár- festingar bætast við áður fyrirhug- aðar fjárfestingar Veitna sem nema um níu milljörðum króna árlega. Veitur munu því fjárfesta fyrir sam- tals ellefu milljarða króna á þessu ári og líklega 14 milljarða króna árið 2021. Veitur ráðgera ýmsar framkvæmdir á Vesturlandi í sumar Fjölmörg verkefni á Vesturlandi Veitur hafa undanfarið skilgreint mikilvæg verkefni á Vesturlandi sem ráðist verður í á næstu tveim- ur árum. Framkvæmdafé hefur ver- ið aukið um 690 milljónir króna í ár og 570 milljónir króna á næsta ári. Samtals verður því 1.260 milljónum varið í viðbótarframkvæmdir á Vest- urlandi á þessu ári og næsta. Í Borgarbyggð er áformað að bora nýja neysluvatnsholu í Grábrókar- hrauni og auka lýsingu á neysluvatni. Einnig verða endurbætur gerðar á vatnsbóli við Hvanneyri. Hita- veituframkvæmdir felast í endur- nýjun safnlagna hitaveitu við Deild- artungu og endurnýjun á Deildar- tunguæð við Grjóteyri og Hvann- eyri. Mikil uppbygging hefur verið í fráveitu í Borgarnesi á síðustu árum og verður nú farið í að tengja síð- ustu húsin í bænum við hana. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir allar kosti 440 milljónir króna. Á Akranesi er í bígerð að taka upp nýtt vatnsból og byggð verður ný starfsstöð Veitna á Vesturlandi og verður hún byggð í Flóahverfi á Akranesi. 620 milljónum króna verður varið í þessi verkefni. Í Grundarfirði verður sett upp lýsingartæki við vatnsból og reistar girðingar til að tryggja gæði neyslu- vatns. Einnig verður farið í viðhald á vatnstanki. Áætlað er að þessi verk- efni kosti um 60 milljónir króna. Afla á viðbótarvatns í Stykkis- hólmi og koma upp varavatnsbóli fyrir bæinn. Það kostar 70 milljónir króna. Auk þessara framkvæmda verður farið í ýmis minni verkefni á Vest- urlandi til að bæta rekstraröryggi og þjónustu, efla vatnsvernd og tryggja auðlindir til framtíðar og verða um 200 milljónir króna sett- ar í þau, samkvæmt tilkynningu frá Veitum. mm Hér má sjá hvernig Veitur ráðgera að skipta framkvæmdum á starfssvæði sínu. Starfsmaður Veitna í lagnaskurði. Nýtt laugarhús verður byggt við Hreppslaug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.