Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201922
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Sigurður Garðarsson, eða Siggi
Garðars eins og heimamenn í
Ólafsvík kalla hann ávallt, byrjaði á
sjó um fermingu eins og margir á
hans aldri gerðu á þeim tíma. „Ég
byrjaði með Garðari Þórarinssyni á
jódísi ÍS, fimmtán tonna báti. Við
voru á handfærum, veiddum í salt-
fisk á útilegu. Þegar veður leyfði
vorum við allt að fjóra daga á sjó í
einu,“ segir Siggi og bætir við fisk-
urinn hafi verið hausaður og flatt-
ur um borð í salt og svo var honum
skipað beint upp í skip. En þetta
voru bara fyrstu árin í sjómennsk-
unni, en þau áttu eftir að verða
miklu fleiri.
„Menn með gleraugu
eiga ekki að fara á sjó“
„Ég var sjóveikur lengi framan af
því þarna um borð voru pípureyk-
ingamenn. Svo var slagfýla í þess-
um pungum og stíflað kjölsog milli
lúkars og lestar. Ég náði því bara
ekkert að sjóast þarna um borð.
Einn eldri skipsfélagi minn sagði
þá við mig að ég hefði ekkert á sjó
að gera, væri bæði með gleraugu og
sjóveikur í þokkabót! Ég ætti því
ekkert að vera á sjó og ætti að koma
mér í háskólann. En í háskólann fór
ég ekki,“ segir Siggi skellihlæjandi.
„En ég tók nú samt hlé frá sjó-
mennsku í nokkur ár eftir þennan
tíma sem ég var á jónínu. Fór þá í
smíða- og múrvinnu í landi,“ seg-
ir Siggi.
Allt gegnumfrosið
„Eftir hlé í landi fór ég aftur á sjóinn
1980. Þá á 60 tonna bát frá Þorláks-
höfn sem hét jón Helgason. Þetta
var netabátur og var ég á honum í
tvær vertíðir. Kom meira að segja
á honum til Ólafsvíkur árið 1981.
Ég man eftir að mars var hræðileg-
ur mánuður á sjó vegna kulda. Það
var mikið frost þannig að bátar áttu
í vandræðum með að komast úr úr
hafnarkjaftinum vegna íss. Þar var
bara allt gegnumfrosið,“ segir Siggi
þegar hann rifjaðar þetta upp.
Eftir þetta fór Siggi á stærri báta.
„Ég fór á Klænk ÁR. Tvö hundr-
uð tonna bát sem Meitillinn gerði
út. Síðan var hann seldur og ann-
ar minni bátur keyptur og fór ég
sömuleiðis á hann. Eftir þetta fór
ég á svo á hina og þessa punga en
síðan á trillur. Fór þá í lausaróð-
ur á trillunni með Sævari á Særós-
inni og leist bara svo helvíti vel á
þetta trillulíf. Aðallega líkaði mér
þegar ég fékk útborgað og hef því
að mestu helgað mitt líf trillusjó-
mennsku.“
Keypti bát föður síns
Siggi segir að faðir hans hafi átt
trillu að nafni Herdís. „Pabbi féll
frá árið 1994 og þá stóðum við Pá-
lína systir frammi fyrir því að annað
hvort selja trilluna, eða eiga hana og
gera út. Ég ákvað að kaupa systur
mína út úr útgerðinni og hefja mína
eigin útgerð. Ég var svo sem búinn
að róa á þessum báti áður og kom-
inn með aflareynslu á Herdísina,
en það nafn kemur frá langömmu
minni. Svo sel ég þennan bát og
kaupi stærri trillu af Finn Gærdbo
í Ólafsvík árið 2002 og síðan skipti
ég honum upp í þennan bát sem ég
á núna. Hann er tölvuvert stærri og
fer betur með mann.“
Rær þar sem fiskast
Siggi segir hafa gefist upp á að róa
á línu árið 2012. „Þetta var bara
orðin vitleysa að róa á línu vegna
kostnaðar þannig að ég fór á hand-
færi og hef verið á þeim síðan,“ seg-
ir Siggi. Hann er nú kominn með
40 tonna þorskígildi í kvóta og læt-
ur hann það nægja. „Ég hef róið frá
Sandgerði og allt til Súgandafjarð-
ar á sumrin eða bara þar sem fisk-
urinn gefur sig hverju sinni, svo ég
er bara sáttur við minn gang,“ seg-
ir Siggi brosandi. „Mér er svo sem
alveg sama hvar ég er enda mikill
sígauni í mér,“ segir hann og hlær
hátt. „Það hefur gengið betur hjá
mér það sem er af sumri, en í fyrra.
Þá var vesen á mér; gírinn bilaði í
bátnum og var ég frá í mánuð út af
því. Svo voru ævintýraferðir erlend-
is í sambandi við tennur og vesen.
En ég er hálfnaður með kvótann
núna og ef vel gengur er aldrei að
vita nema ég prófi að skella mér í
strandveiðina svona til að geta sagst
hafa prufað hana.“
Mátti ekki
tæpara standa
Aðspurður segist Siggi aldrei sjálfur
hafa lent í sjávarháska eða slysi á sín-
um sjómannsferli. „En ég hef tekið
þátt í leit og björgun.“ Siggi hefur
starfað í björgunarsveitinni Lífs-
björgu og verið til taks á Björginni
þegar hann er laus frá vinnu. „Páll
Stefánsson plataði mig í þetta árið
2007 og hef ég tekið þátt í nokkr-
um útköllum síðan. Ég var á þess-
um tíma að beita í Rifi og þótti því
tækur þegar útköll komu og kippti
þá Páll mér með. Mest hafa þetta
þó verið útköll til þess að draga vél-
arvana báta í land eða þjónusta skip.
Ég man þó eftir einu atviki það sem
stóð tæpt. Kall barst um að að línu-
báturinn Hjördís HU væri í vand-
ræðum, en svo var björgun afþökk-
uð eftir að við vorum komnir lang-
leiðina að bátnum. Við ákváðum þó
blessunarlega að fara alla leið enda
höfðum við Björgina fullmann-
aða. Það kom svo í ljós að bátur-
inn var með mikla ofhleðslu og var
við það að fara niður. Fiskurinn um
borð var kominn fyrir lensportið
og var báturinn alltaf að þyngjast
og síga neðar. Ég held að mennirn-
ir á bátnum hafi ekki gert sé grein
fyrir hættunni, svo það endaði bara
með því að við skipuðum þeim að
koma yfir í Björgina. Þeir sem voru
um borð í léttabátnum fóru svo um
borð í Hjördísina og tíndu út eitt-
hvað af bölum og fiski sem stífl-
að hafði lens portið. Svo tókum við
bátinn í tog og allt fór að ganga vel.
Vél bátsins var í gangi og settum
við karlana um borð til þess að leyfa
þeim að leggja að bryggju og landa
aflanum. Svo þegar skipstjórinn
var rétt búinn að kúpla að þá stein-
drepst á öllu. Þá hafði báturinn ver-
ið kominn það djúpt að sjór hafði
komist í loftöndunina. Þetta er lík-
lega það tæpasta sem ég hef lent í á
Björginni,“ rifjar Siggi upp.
Bæta má smábátakerfið
„Ég er bara ánægður með þetta
fiskveiðikerfi sem við búum við, en
þó mætti laga ýmislegt. En manni
líður ekkert betur að vera sífellt að
kvarta. En mér finnst engu að síður
búið að fara illa með þetta smábáta-
kerfi,“ bætir Siggi við hugsi. „Það
ætti að fara að skipta um menn
í brúnni í smábátafélaginu. Það
vantar ferskara blóð þar inn. Þetta
kerfi var eyðilagt þegar 30 tonna
bátum var bætt inn í þetta kerfi. Þá
fórum við að keppa við þessa stóru
aðila í sambandi við leigukvóta og
við þessir litlu höfum ekkert í þá
að gera. Mér líst heldur ekkert á
það að leyfa netaveiðar í smábáta-
kerfinu. Þá yrði það bara endan-
lega eyðilagt og mér líst þar að auki
ekkert á að leyfa þessum bátum að
fara á net út frá öryggissjónarmið-
um,“ segir sjóarinn síkáti Sigurður
Garðarsson að lokum. af
Hér er komið í land eftir farsæla björgun á Hjördísi HU í febrúar 2017. Báturinn
hafði verið ofhlaðinn og við það að fara niður þegar hjálp barst. Þarna stendur
Siggi undir merkinu á Björginni.
Hóf sjómennsku um fermingaraldurinn
„Mér er svo sem alveg sama hvar ég ræ,
enda mikill sígauni í mér“
Hér bregður Siggi Garðas á leik með einn gulan.
Við vinnu um borð í netabátnum Arnari í Hákoti.
Brauðsneið og kaffi í messanum milli vakta.
Með væna lúðu á þeim tíma sem mátti
koma með þær í land.