Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 20208
Aflatölur fyrir
Vesturland
23.-29. maí.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 10 bátar.
Heildarlöndun: 28.094 kg.
Mestur afli: Ebbi AK-37:
13.437 kg í fjórum róðrum.
Arnarstapi: 18 bátar.
Heildarlöndun: 41.151 kg.
Mestur afli: Bárður
SH-811: 22.602 kg í þremur
löndunum.
Grundarfjörður: 23 bátar.
Heildarlöndun: 500.344
kg.
Mestur afli: Drangey SK-2:
155.022 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 35 bátar.
Heildarlöndun: 255.028
kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH-137: 38.250 kg í
þremur róðrum.
Rif: 25 bátar.
Heildarlöndun: 521.419
kg.
Mestur afli: Magnús
SH-205: 91.562 kg í fjórum
löndunum.
Stykkishólmur: 20 bátar.
Heildarlöndun: 82.857 kg.
Mestur afli: Anna Katr-
ín SH-316: 8.697 kg í fimm
róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Drangey SK-2 - GRU:
155.022 kg. 25. maí.
2. Sigurborg SH-12 -
GRU: 77.735 kg. 25. maí.
3. Farsæll SH-30 - GRU:
76.750 kg. 25. maí.
4. Hringur SH-153 -
GRU: 68.893 kg. 27. maí.
5. Runólfur SH-135 -
GRU: 64.316 kg. 25. maí.
-kgk
Datt af hjólinu
HVALFJSV: Umferðar-
slys varð í Hvalfirði á sunnu-
dag, skammt frá Hótel Glym.
Ökumaður á mótorhjóli lenti
í lausamöl og rann, með þeim
afleiðingum að hann féll og
mótorhjólið lenti ofan á vinstri
fótlegg hans. -kgk
Með sleða
í eftirdragi
STYKKISH: Tilkynnt var
um krakka sem óku um Stykk-
ishólm á vespum með Stigas-
leða í eftirdragi á laugardags-
kvöld. Lögregla hafði afskipti
af þremur drengjum vegna
þessa. -kgk
Lausaganga
VESTURLAND: nokkuð
hefur borið á tilkynningum
um lausagöngu búfjár undan-
farna viku, að sögn Lögregl-
unnar á Vesturlandi. Tilkynnt
var um laus hross við Reyk-
holt á þriðjudaginn í síðustu
viku og ekið var á lamb á Snæ-
fellsnesvegi á föstudaginn. Á
mánudag aðstoðaði lögregla
hestamenn með því að loka
Vesturlandsvegi við Seleyri,
svo þeir kæmust yfir þjóðveg-
inn. -kgk
Árvekni með
börnum í sundi
LANDIÐ: „Ekki gleyma að
fylgjast með mér“ er yfirskrift
nýs árveknisátaks á sund-
stöðum sem Umhverfisstofn-
un ýtti úr vör á föstudaginn.
Markmið átaksins er að minna
foreldra, forráðamenn og aðra
á að fylgjast vel með börnum
yngri en tíu ára þegar þeir fara
með þeim í sund. „Óhætt er að
segja að landsmenn hafi tekið
því fagnandi þegar sundstað-
ir voru opnaðir á ný á dögun-
um og má búast við að sund-
laugar landsins verði vel sótt-
ar í sumar. Þar, líkt og annars
staðar, gera slysin ekki boð á
undan sér og því er rík ástæða
til að minna þá fullorðnu á að
halda árvekni sinni gagnvart
börnum sem þeir bera ábyrgð
á í sundi,“ segir í tilkynningu.
-mm
Verðbólga er
2,6%
LANDIÐ: Vísitala neyslu-
verðs mældist 480,1 stig í
maí mánuði samkvæmt nýj-
ustu mælingu Hagstofunnar
sem birt var á fimmtudaginn.
Verðlag hækkaði um 0,54%
milli mánaða og mælist verð-
bólga nú 2,6% á ársgrundvelli.
Meiri hækkun mældist ef horft
er fram hjá áhrifum húsnæð-
iskostnaðar, eða 0,88% milli
mánaða, og mælist verðbólga
án húsnæðis nú einnig 2,6%.
Verð á mat- og drykkjarvörum
hafði mest áhrif til hækkunar á
vísitölunni í maí en alls hækk-
aði sá liður um 1,6% (0,24%
vísitöluáhrif). Innfluttar vörur
hækkuðu þó einnig skarpt, t.d.
verð á nýjum bílum um 3,7%
(0,2%) og verð á húsgögnum
og heimilisbúnaði um 2,9%
(0,16%). Á móti lækkaði hús-
næðiskostnaður, þ.e. reiknuð
húsaleiga um 0,6% (-0,11%).
-mm
Bílabúð Benna var stofnuð í maí
árið 1975 og fagnar því 45 ára af-
mæli sínu í ár. Í tilkynningu frá
fyrirtækinu segir að upphafið á 45
ára sögu fyrirtækisins megi rekja
til þess að Benedikt Eyjólfsson og
Margrét Beta Gunnarsdóttir, þá
bæði 17 ára gömul, höfðu komið
sér upp aðstöðu fyrir bíla- og mót-
orhjólaviðgerðir, í óupphituðum
skúr að Vagnhöfða 23 í Reykjavík.
Hann gekk undir heitinu „Græni
skúrinn“ og þar var lagður grunn-
ur að rekstri, sem nú hefur staðið
í 45 ár.
Að sögn Benedikts Eyjólfssonar
framkvæmdastjóra mun fyrirtæk-
ið fagna þessum tímamótum með
margvíslegum hætti í ár. „Þetta
verður sannkallað afmælissum-
ar hjá okkur, því svo skemmtilega
vill til að afmælisárið ber upp á
sama tíma og planið var að frum-
sýna virkilega spennandi nýja bíla
frá Opel og Porsche,“ segir Bene-
dikt. „Þar má nefna tímamótabíl-
inn Porsche Taycan 100% rafbíl,
metsölubílinn Opel Corsa, sem
kemur nú 100% rafdrifinn og síð-
ast en ekki síst, 300 hestafla 4X4,
Opel Grandland X E Hybrid, sem
er hreint magnaður jeppi fyrir fjöl-
skylduna. „Afmælissumarið mun
því einkennast af mörgum vegleg-
um viðburðum og tilboðum og við
hlökkum til að hitta sem flesta af
gömlum og nýjum viðskiptavin-
um,“ segir Benedikt í tilkynningu
til Skessuhorns.
mm
Lindaskóli í Kópavogi sigraði
Skólahreysti 2020 og vann þar
með keppnina annað árið í röð.
úrslitakeppnin fór fram í Laug-
ardalshöll síðastliðinn laugardag
og var æsispennandi allt til enda
og lauk Lindaskóli keppni með 43
stig. Heiðarskóli í Reykjanesbæ
var í þriðja sæti í fyrra en hafnaði
í öðru sæti í ár með 37 stig. Árbæj-
arskóli endaði svo í þriðja sæti með
33 stig. Íslandsmet Hjálmars Óla
jóhannessonar úr Egilsstaðaskóla
frá 2016, 61 upphífing, var slegið
af Ara Tómasi Hjálmarssyni sem
gerði 67 upphífingar.
Selma Bjarkadóttir úr Lindaskóla
gerði flestar ambeygjur, 54 tals-
ins. Systir Selmu, Sara Bjarkadótt-
ir keppti í hraðaþraut ásamt Lúk-
asi Magna Magnasyni og fóru þau
brautina fyrir Lindaskóla á besta
tíma ársins, 2:07 mínútum. Erlín
Katla Hansdóttir í Flóaskóla, hékk
lengst í hreystigreipinni eða í 8,52
mínútur. Goði Gnýr Guðjósson úr
Grunnskólanum á Hellu bar sigur
úr býtum í dýfum og tók samtals 59
dýfur.
Sigurlið Lindaskóla skipa Lúkas
Magni Magnason og Sara Bjarka-
dóttir (hraðaþraut), Alexander
Broddi Sigvaldason (upphífingar
og dýfur) og Selma Bjarkadóttir
(armbeygjur og hreystigreip).
Aðrir skólar er kepptu í úrslitum
í ár voru Lundarskóli, Flóaskóli,
Varmahlíðarskóli og grunnskólar
Hellu og Húnþings vestra. mm
Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti
nýlega sóknarnefnd Ólafsvíkur-
kirkju þrjú hundruð þúsund króna
styrk í söfnun fyrir lyftu til að bæta
aðgengi inn í kirkjuna. Tröppurn-
ar inn í kirkjuna eru háar og erfiður
farartálmi fyrir marga sem treysta
sér þess vegna ekki til að fara í
kirkju. Safnast hafa tæplega fjórtán
hundruð þúsund krónur, en kostn-
aður vegna lyftunnar er á bilinu 2,5
- 3 milljónir. Lyftan verður stað-
sett í barðinu við tröppurnar, sömu
megin og inngangurinn í safnaðar-
heimilið.
Það var Gunnsteinn Sigurðsson
sem veitti styrknum viðtöku fyr-
ir hönd sóknarnefndar. Er sókn-
arnefndin Lionsklúbbi Ólafsvíkur
þakklát fyrir höfðinglega gjöf, sem
og öðrum sem hafa styrkt söfn-
unina.
Fyrir áhugasama er hægt að
kynna sér hugmyndir um bætt að-
gengi í kirkjuna á heimasíðu kirkj-
unnar www.kirkjanokkar.is og
þeir sem vilja legga söfnuninni lið
geta lagt inn á söfnunarreikning
0190-15-10099, kt. 500269-4999.
þa
Lions styrkti Ólafsvíkurkirkju
til lyftukaupa
Sigurliðinn á verðlaunapalli. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans
afhenti verðlaunin en bankinn er aðalstyrktaraðili Skólahreysti. Árbæjarskôli
er lengst til vinstri, Lindaskóli og sigurvegarar mótsins eru fyrir miðju og svo lið
Heiðarskóla hægra megin.
Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti
Bílabúð Benna 45 ára