Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 39
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
ekkert meira en feiti, kartöflur og
rófur í matinn þann daginn. Gátum
náttúrlega ekki annað en hlegið að
þessu, en karlinn var öskuvondur
að við hefðum hent matnum. Mað-
ur gerði ýmis strákapör í þessum
dúr á sjónum.“
Miðjarðarhafið
skemmtilegast
„Mér þótti skemmtilegast að fara
í Miðjarðarhafið. Við fórum oft á
haustin í tvo, þrjá túra og sigld-
um þá með saltfisk. Með þessum
túrum hvarf veturinn fyrir manni.
Þetta var nánast eingöngu sum-
ar sem maður upplifði,“ útskýrir
Beggi.
„Við vorum kannski þrjár vikur
hérna heima á strönd að lesta salt-
fisk, allt upp í 50 hafnir. Fórum
svo til Portúgals og losuðum þar á
kannski 6-7 höfnum. Þarna vorum
við alltaf í sól og á baðströndinni
og svona. Svo fórum við stundum
til Ítalíu og tókum olíu í Marokkó,
Gíbraltar megin. Fórum svo áleiðis
til Aþenu. Það var mjög skemmti-
legt að fara þarna niður eftir og
góð tilbreyting. Veturinn var alveg
svakalega fljótur að líða. Svo tók-
um við yfirleitt salt heim, það var
tekið á Spáni. Þá lögðumst við að
bryggju þar og tveimur færibönd-
um var komið fyrir og skipið fyllt
af salti. Það er ennþá gert í dag.“
Misteknir fyrir
fyllibyttur
Á áttunda og níunda áratugn-
um voru strangar reglur yfir vín
og bjór á Íslandi og fékk Beggi að
kynnast því á sjómennskuárunum.
„Við máttum vera með tvær flösk-
ur og eina upptekna ef við vorum
lengur en 20 daga frá Íslandi. Ef
við vorum innan við 20 daga þá
mátti bara vera með eina upptekna
og eina flösku. Þegar maður kom
svo í land þá var oft verið að biðja
mann um að selja sér bjór því mað-
ur kom alltaf með einn til tvo kassa
af bjór með sér úr túrum.“ Blaða-
maður spyr um leið hvort hann
hafi selt af sínum lager? „ja, jú,
stundum,“ svarar hann varlega.
„Það var til dæmis einn strák-
ur á Helgafellinu sem var kannski
með fjórar dósir af bjór í ruslaföt-
unni hjá sér og svo alltaf nokkrar í
ísskápnum hjá sér. Sumir tollararn-
ir voru alveg vitlausir yfir þessu og
tóku allar auka dósir af strákunum.
Það mátti bara vera með einn kassa,
ekki einhverjar auka dósir hingað
og þangað. Svona var verið að elta
einhverja smáhluti sem skipta engu
máli,“ bætir hann við og hristir
hausinn.
„Ein kona sem ég þekkti var alltaf
með magaverki svo ég lét hana allt-
af hafa bjórkassa, þá lagaðist hún í
maganum. Hún sagði bjórinn vera
meðalið sitt,“ segir Beggi kíminn.
Það kom líka fyrir að fólk taldi
sjómenn vera fyllibyttur, þegar
þeir fóru í land til að skemmta sér
í sínum fríum, gjarnan í miðri viku.
„Við komum aldrei að landi um
helgar þegar allir Íslendingar voru
fullir að skemmta sér. Við komum
yfirleitt á mánudegi eða þriðjudegi
í höfn, þá kíktum við út á lífið og
duttum í það. Við vorum bara ung-
ir menn sem vildum skemmta okk-
ur, fórum á staði eins og Röðul og
Þórskaffi sem voru aðal skemmti-
staðirnir þá. En um helgar, þegar
landinn skemmti sér, þá vorum við
alltaf edrú að vinna,“ segir Beggi.
Fáir sem kvöddu
Beggi segir þá sjómenn hafa ver-
ið mjög vinsæla þegar þeir komu
í land með alls konar gjafir eftir
túrana sína til sjós. „Maður reyndi
að kaupa eitthvað fallegt fyrir
systkini og frændsystkini sín hverju
sinni. Ég keypti stundum fína te-
bolla fyrir mömmu og einu sinni
keypti ég meira að segja kristalsvasa
í Póllandi og gaf henni þegar ég
fór í heimsókn í Borgarnes. Mað-
ur kom alltaf með eitthvað. Heilu
ávaxtakassana og vinsælu Machin-
tos sælgætisdósirnar sem fengust
ekki á Íslandi þá,“ segir Beggi.
„Við vorum vinsælir þegar við
komum í land en það voru fáir sem
kvöddu okkur þegar maður fór, þá
sást enginn,“ segir Beggi að lok-
um.
glh
Mikilvægt var að skrá allar sjóferðir í þar til gerða sjóferðabók.
Beggi starfaði lengi á Langánni hjá Hafskipi hf. Hér er lestað í Gautabrog.
Ljósm. Bjarni Halldórsson.
DALBRAUT 16, AKRANESI - www.smaprent.is
LEIKFÖNG | GJAFAVÖRUR
OPNUNARTÍMI:
MÁN-MIÐ: 14-17
FIMMTUDAGA: 17-20
Helgaropnun auglýst
inn á facebook
MERKT
SVUNTA
3.590 KR
ÖRYGGIS-
VESTI
VERÐ FRÁ:
690 KR
MERKT
PEYSA
3.990 KR
BOLUR
1.000 KR
HÚFUR
VERÐ FRÁ:
990 KR
HÚFUR
VERÐ FRÁ:
990 KR
MERKTUR
SPORTPOKI
2.990 KR
10 ÁRA