Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201942 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri, hefur verið lengi til sjós. Alla tíð hefur hann róið til fiskjar frá Arnarstapa en á veturna hefur einnig verið róið frá Ólafsvík, eink- um í seinni tíð. Skessuhorn hitti Pétur að máli á bræludegi á Arnar- stapa nú fyrir skömmu og ræddi við hann um útgerðina, sjómennskuna, pólitík og áhugasama afastráka. Ættliðurinn sem flutti Pétur er frá Malarrifi í gamla Breiðuvíkurhreppi. Alinn upp með Snæfellsjökul í bakgarðinum og Lóndranga í túnfætinum heima. Þar hófu hann og Lovísa Olga Sævars- dóttir sinn búskap og eignuðust sín börn, Pétur og Selmu, eins og for- feður Péturs á undan honum. „Við fjölskyldan bjuggum á Malarrifi til 1994, þegar við fluttum hingað á Stapa. Forfeður mínir áttu Malar- rif í gamla daga, þar til ríkið keypti upp allar vitajarðir í landinu á tíma- bili. Ég var fimmti ættliðurinn á Malarrifi og börnin mín sjötti ætt- liðurinn. En ég var sá sem ákvað að fara,“ segir Pétur. „Það verður ein- hver að gera það á endanum. Ég var alltaf með útgerðina mína á Stapa og börnin að byrja í Lýsuhólsskóla, það er mun styttra að fara þangað frá Stapa en frá Malarrifi. Aðstæð- ur breytast og það er ólíkt betra að öllu leyti að vera hérna á Stapa,“ segir hann. „Við konan eigum líka húsnæði í Ólafsvík sem við keypt- um 2008. Þar höfum við mest ver- ið á veturna undanfarin ár og gert út þaðan yfir vetrarmánuðina. En við komum alltaf hingað á vorin og ég geri út gamla bátinn héðan, allavega út maí.“ Nýi Bárður reynst vel Seint á árinu 2017 ákvað Pétur að ráðast í það að láta smíða fyrir sig nýjan bát, Bárð SH-81. Hann kom til heimahafnar í Ólafsvík á Þor- láksmessu 2019 og var aflahæsti netabáturinn á gömlu vetrarver- tíðinni, með 2.311 tonn af óslægð- um fiski upp úr sjó. Mun það vera nýtt Íslandsmet og ekki hægt að segja annað en að nýi báturinn hafi reynst vel það sem af er. „Það á að- eins eftir að laga og gera smávægi- legar breytingar en heilt yfir hefur þetta gengið þokkalega. Hann fékk mikla eldskírn í þessum veðraham sem var hér í vetur, það voru stór- viðri í janúar og febrúar. En það gekk vel að veiða, fullt af fiski, mik- il fiskgengd og er enn,“ segir hann. Að jafnaði segir Pétur að skip- verjar á nýja Bárði verði sex til átta talsins. „Við vorum reyndar sjö til átta um hávertíðina. Það veitti ekki af því, handtökin sem þarf að vinna eru mörg og veðrið var leiðinlegt. Það verður allt miklu erfiðara þegar veður eru slæm,“ segir hann. Bárður er gerður út á þorskanet en Pétur segir að til standi að fara á dragnót með haustinu. „Við höfum ekki verið á dragnót áður og mein- ingin er að prófa það seinni part sumars og vera á dragnót í haust. Það hefur stundum verið erfitt að fiska í netin á haustin. Svo vorum við að hugsa um að fara líka í aðr- ar tegundir en þorsk, veiða kannski meira af skarkola og ýsu. Það var allavega ákveðið að setja dragnót- arbúnað í bátinn, sem var ekki ætl- unin í upphafi. En það er gott að eiga möguleika á fleiri en einu veið- arfæri, það geta komið ár þar sem veiðist illa í net en vel í dragnót, og öfugt,“ segir hann. „Svo er líka bara viss tilbreyting fólgin í þessu, aðeins önnur handtök og tilhlökk- un að glíma við eitthvað nýtt,“ bæt- ir hann við. Stapinn togar Með vorinu hefur Pétur fært sig yfir á Stapa og sækir þaðan sjó- inn á Bárði eldri. Hann segir ekki standa til að leggja gamla bátnum þó sá nýi hafi verið tekinn í notk- un. „nei, Stapinn togar svo í mig,“ segir Pétur og brosir. „Það er svo gaman að koma hingað á vorin. Ég er alinn upp við að róa frá Stapa og héðan er gott að fiska, stutt á miðin og svæðið skemmtilegt. Ég sé ekki fyrir mér að sleppa hend- inni af því og reikna með að róa héðan á gamla bátnum á vorin um ókomna tíð, að öllu óbreyttu,“ seg- ir hann. Ferðin frá Stapa á miðin er stutt, aðeins þrjár til fimm sjómílur að sögn Péturs. Almennt séð seg- ist hann reyndar ekki fara í lang- ferðir eftir fisknum. „Við förum til Pétur Pétursson frá Malarrifi: „Sjómennskan á við mig, það er bara svoleiðis“ Pétur Pétursson um borð í gamla Bárði í höfninni á Arnarstapa. Á bryggjunni á Stapa, þaðan sem Pétur gerir út á vormánuðum. „Það er svo gaman að koma hingað á vorin. Ég er alinn upp við að róa frá Stapa og héðan er gott að fiska, stutt á miðin og svæðið skemmtilegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.