Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201936
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
„Ég byrjaði ellefu ára á sjónum.
Pabbi og vinur hans keyptu trillu,
en pabbi var svo sjóveikur að hann
gat eiginlega ekkert unnið. Þannig
að ég sagði við hann; „pabbi minn,
ég skal bara fara út á sjó fyrir þig.“
Sem ég gerði, sendi bara kallinn í
land og fór út á sjó,“ segir Magnús
Guðni Emanúelsson léttur í bragði
í samtali við Skessuhorn. Frá þess-
um degi hefur Magnús, jafnan kall-
aður Maggi Emma, sótt fisk í fang
njarðar, nær óslitið í tæpa fimm
áratugi. „Ég er búinn að vinna í tvo
mánuði í landi af þessum 48 árum
sem eru liðin frá því ég byrjaði á
sjónum. Ég hef aldrei getað unn-
ið eftir klukku. Það er frelsi sem
fylgir sjómennskunni. Maður ræð-
ur sér sjálfur, þarf ekkert að spá
í tímanum og fær bara að vinna í
friði,“ segir hann. Það varð enda úr
að um leið og grunnskólagöngunni
lauk lá leiðin á sjóinn og engu logið
þegar orðasambandið „um leið“ er
notað. „Þegar ég kláraði 10. bekk-
inn og var að labba heim úr skólan-
um kom maður að máli við mig og
spurði hvort ég vildi ekki fara á sjó-
inn. „jú,“ sagði ég og spurði hve-
nær ég ætti að mæta. „Bara núna
klukkan sex,“ sagði hann. „já, og
þú verður kokkur,“ bætti hann við.
„jaaá...“ sagði ég hikandi. En hann
réði mig sem kokk á Skálavíkina þá
og þegar, þar sem ég stóð úti á götu
með skólatöskuna á bakinu. Ég fór
út á sjó og kom ekki heim í þrjá eða
fjóra mánuði. Ég kunni ekki einu
sinni að sjóða ýsu,“ segir hann og
hlær við. „Mamma skrifaði á blöð
fyrir mig hvernig ég ætti að baka
og elda hitt og þetta. Ég tók mið-
ana með mér fyrstu skiptin á sjón-
um,“ segir hann. Og gekk það al-
veg upp? „já, já, ég hef ekki drep-
ið neinn ennþá,“ segir hann léttur
í bragði.
Man eftir mokinu
Síðan þá hefur Maggi prófað ýmis-
legt, allt frá togaraveiðum til rækju.
Alltaf kveðst hann þó kunna best
við að gera út á minnstu bátun-
um. „Ég er svona trillukarl,“ segir
hann. „Líklega 90% af mínum sjó-
ferli hefur verið á trillum og alltaf
frá Ólafsvík. Það er frelsi sem fylgir
trillunni, að ráða sér sjálfur. Maður
ræður í rauninni hvenær maður fer
út, en viðveran er vissulega mikil.
Maður er á vaktinni 365 daga á ári.
Það koma brælur inn á milli og þá á
maður frí, en það er alltaf róið þeg-
ar hægt er að róa,“ segir hann. Þessi
misserin er Maggi á Rán SH-307,
sem er 15 tonna handfæra- og línu-
bátur í eigu kunningja hans. „Kon-
an er að beita fyrir bátinn og son-
ur minn rær með mér. Við erum í
þessu familían,“ segir hann. Hann
segir vel hafa gengið að róa und-
anfarið, þrátt fyrir erfitt tíðarfar.
„Það er búið að vera ógeðslegt veð-
ur en alveg mokveiði,“ segir Maggi.
„Reyndar er það einhvern veginn
þannig með sjómennskuna að mað-
ur man ekkert eftir lélegu dögun-
um. Brælur og lélegt fiskirí gleym-
ist bara. Þetta hefur verið gott
framan af maí, blíða dag eftir dag.
Þá er þetta rosalega gaman. Það
eru dagarnir sem maður man eftir,“
segir hann.
Gölluð kerfi
Maggi hóf grásleppuveiðar um 12.
mars og var einn fárra báta sem
náðu að veiða alla 44 dagana á ver-
tíðinni. „Reyndar var kolvitlaust
veður og erfitt að eiga við þetta.
Svo var mokveiði þegar við vor-
um að hætta og ég var að blóta því
að við hefðum ekki byrjað seinna.
En þá hefðum við kannski bara náð
fimm dögum áður en þetta var allt
stoppað,“ segir Maggi, sem er ekki
par hrifinn af því hvernig staðið var
að grásleppuveiðum þessa vertíð-
ina. „Smábátasjómenn vildu byrja
í fyrsta lagi 20. mars og róa 39 til
40 daga. Hvað gerir sjávarútvegs-
ráðherra? Leyfir okkur að byrja 10.
mars og róa í 44 daga. Svo spring-
ur allt í loft upp og veiðarnar eru
stöðvaðar. Margir sjómenn voru
búnir að leggja í fleiri hundruð þús-
und króna kostnað og komast ekki
einu sinni á sjóinn. Þetta er alveg
fáránlegt,“ segir hann.
Maggi er heldur ekki hrifinn af
kvótakerfinu, segir það meingall-
að. „Menn eru oft að monta sig yfir
því að það sé verið að fá nýliða inn í
sjávarútveginn en það er ekkert gert
til að fá nýliða inn í þessa grein. Ég
er búinn að reyna að komast þrisv-
ar inn en fæ alltaf spark í rassinn,“
segir hann. „Kvótamiðlarar halda
verðinu uppsprengdu, því þeir eru
bara að vinna fyrir þá sem eru að
leigja og engan annan. Mér finnst
kerfið vera hliðhollt þeim sem eiga
kvóta og peninga,“ bætir hann við.
Menn ráði sjálfir
hvenær þeir róa
Strandveiðikerfið segir Maggi
hins vegar ágætt að mörgu leyti,
en þó langt því frá að vera galla-
laust. Hann vill til dæmis að sjó-
menn fái sjálfir að ráða hvaða daga
þeir róa. „Til hvers að vera með
frekari hamlanir á veiðar ef mað-
ur má hvort eð er ekki veiða nema
tólf daga í mánuði? Af hverju mega
menn ekki bara ráða þessu sjálf-
ir. Menn gætu þá þess vegna far-
ið tólf daga í röð ef vel viðrar og
veiðin er góð og átt svo bara frí út
mánuðinn. Í stað þess verðum við
að róa ákveðna fjóra daga vikunnar,
sem verður frekar til þess að menn
æða út í kolvitlausum veðrum, til
að nýta dagana, sem er einmitt
það sem hefur verið reynt að koma
í veg fyrir,“ segir hann. „Þar fyrir
utan hafa fiskkaupendur barist fyrir
því í mörg ár eftir að strandveiðun-
um var komið á, að fá fisk á sunnu-
dögum, því þeir eru alltaf fisklaus-
ir á mánudögum. Af hverju mega
menn ekki bara róa á laugardög-
um og sunnudögum ef það hentar
þeim? Mér finnst þetta alveg fárán-
legt, menn eiga bara að ráða þessu
sjálfir,“ bætir hann við. „Svo monta
menn sig stundum af því að strand-
veiðarnar séu að bjarga byggðunum
úti á landi, en á meðan það er hvetj-
andi að róa í vondum veðrum verð-
ur þetta bara til þess að sjómenn
stunda rússneska rúllettu,“ segir
hann ómyrkur í máli.
Undir hlífiskildi
Spurður hvað beri hæst á löngum
sjómannsferli segir Maggi það vera
hversu marga vini sína hann hafi
misst til sjós. Sjálfur hefur hann
sloppið, þó stundum hafi staðið tæpt
og telur víst að einhver haldi hlífi-
skildi yfir honum. „Líklega eru það
amma og afi, ég er skírður í höfuð
þeirra beggja,“ segir hann. „Þegar
fyrrverandi konan mín varð þrítug
var ég búinn að fá mann til að róa
fyrir mig. En hann var gersamlega
ósyndur og hafði aldrei verið til
sjós. Á miðnætti sagði ég við skip-
stjórann sem ég réri með og að ég
ætlaði að koma með honum út. Það
varð auðvitað allt vitlaust heima,
því ættingjar og vinir voru mættir
í afmælisveisluna. En við fórum út
um morguninn og báturinn sökk á
landleiðinni. Skipstjórinn var ger-
„Ég er svona trillukarl“
- segir Maggi Emma í Ólafsvík
Maggi Emma tók á móti blaðamanni í beitningarskúrnum. Ljósm. kgk.
Þessi misserin er Maggi á Rán SH-307, sem er 15 tonna handfæra- og línubátur.
Hér er Ránin útbúin á makrílveiðar, sem Magga þykir skemmtilegasti veiðiskapur-
inn. Ljósm. úr safni/ af.
Verið að landa upp úr bátnum hjá Magga í höfninni á Arnarstapa vorið 2012.
Ljósm. úr safni/ hb.