Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 37 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi fyrir ferðalagið í sumar Startaðu ferðasumarið með Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Maggi segist alltaf kunna best við sig á minni bátum. „Líklega 90% af mínum sjóferli hefur verið á trillum,“ segir hann. Hér er Maggi að veiðum á Manga á Búðum fyrir rúmum áratug síðan. Ljósm. af. Skarðsvík ehf. Magnús SH 205 Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn SK ES SU HO RN 2 01 5 www.hafkaup.is Við flytjum fiskinn til þín Þorskbitar, ferskir og frosnir Ýsa, roð- og beinlaus Pantanir í síma 895 5525 eða á facebooksíðu Hafkaups Erum með fleiri tegundir af fiski, endilega hafið samband samlega örmagna og ég rétt náði að drösla honum inn í gúmmíbátinn. Ég held að þeir hefðu báðir látist ef ég hefði ekki farið í þennan róður. En það var eitthvað sem sagði mér að ég ætti að fara út þennan dag,“ segir Maggi. Báturinn sem um ræð- ir hét Ármann og sökk út af Snæ- fellsnesi 1990. Beygði mastrið niður á rekkverkið „Svo var ég einu sinni að róa með Finni Gærdbo, pabba Fonsa vinar míns, á Pétri jakobi SH. Þá heyr- ist neyðarkall í talstöðinni. Það var bátur að sökkva bara rétt hjá okk- ur, í kolvitlausu veðri. Við siglum upp að honum þar sem hann er að fara niður. Ég kalla til þeirra að þeir verði að blása upp gúmmíbátinn og fara í hann svo við næðum þeim. Þá höfðu þeir bundið björgunarbát- inn fastan með spotta og gátu ekki losað hann,“ segir Maggi. Það end- aði með því að ég sagði við Finn að keyra bara á bátinn. Ég reif í mastr- ið og beygði það niður á rekkverkið á bátnum okkar að framan. Strák- urinn sem var með okkur náði að rífa mennina um borð til okkar rétt áður en mastrið rifnaði af bátnum og þá sökk hann um leið,“ segir hann. Skyldi engan undra að Maggi telji einhvern halda hlífiskildi yfir sér. „Eftir að Ármann sökk fór ég aftur á sjóinn með kunningja mín- um bara örfáum dögum seinna. En Rikki, sem var með mér, fór ekki út fyrr en löngu síðar. Hann höndlaði það aldrei almennilega eftir það. Afi sagði við mig að ég ætti að fara strax út aftur, til að ná skrekknum úr mér. Ég gerði það, en maður er alltaf var um sig og ekki að taka neinar áhættur, það lærist líka bara með reynslunni og aldrinum,“ seg- ir Maggi. „Svo skiptir miklu máli að hugsa vel um bátinn, hann er líf- lína sjómannsins. Hann verður að vera í lagi. Ekki vera að skítaredda hlutum, heldur gera við jafnóðum ef bilar og reyna að fyrirbyggja bil- anir,“ bætir hann við. Tamdi kríurnar Til stendur að róa á Rán og Oli- ver fram í júní, en þá kemst Maggi í langþráð sumarfrí. „Það verður nánast í fyrsta skiptið í minni sjó- mannstíð sem maður tekur alvöru sumarfrí. Þetta hefur bara verið dagur og dagur, löng helgi hér og þar. En núna er búið að ganga vel og þá var ákveðið að taka frí. Bát- urinn verður tekinn upp og yfirfar- inn og svo förum við á makrílinn í ágúst,“ segir Maggi og bætir því við að hann hafi gaman af makrílveið- unum. „Það finnst öllum þetta leið- inlegt en mér finnst þetta skemmti- legasti veiðiskapurinn. Maður er með 50 pínulitla króka á slóðan- um og fimm rúllur, lendir stundum í því að taka fimm tonn á hálftíma, af pínulitlum fiski,“ segir hann. „Þó maður sé ekkert búinn að fiska klukkan fjögur, fimm á daginn kem- ur maður oft heim með fullan bát, því ef maður finnur makrílinn þá fyllist báturinn bara kviss, bæng,“ bætir hann við. Vitaskuld skemmir það ekki ánægjuna að Magga hefur oft gengið vel á makrílnum. Ég hef verið að veiða með tengdasyni mín- um, við fiskuðum 470 tonn af mak- ríl í ágúst eitt árið, fórum allt upp í 35 tonn á dag þegar við náðum að fylla þrisvar á einum degi. Þegar ég var einn í þessu, ár eftir ár, var ég yfirleitt að fiska um 110 tonn í ágúst, bara í rólegheitunum,“ seg- ir hann og bætir því við að á þeim tíma hafi hann ekki notað sónar við veiðarnar, heldur elt kríurnar. „Ég fór bara þangað sem þær voru að gogga, því þær éta það sama og makríllinn. Karlarnir vildu meina að ég hefði tamið kríurnar til að finna makrílinn fyrir mig. Sem er auðvitað alveg rétt hjá þeim,“ segir Maggi og brosir. Synt eftir lyftidufti Maggi segist alltaf hafa verið upp- átækjasamur og þann eiginleika hefur hann oftar en ekki tekið með sér á sjóinn. „Einu sinni var ég skipstjóri á 200 tonna báti, fyr- ir kunningja minn. Það voru tómir guttar með mér á bátnum, þar sem við vorum á netum undir Rauða- sandi. Yfirleitt vorum við búnir um hádegið og strákarnir fóru að stökkva í sjóinn, veiða á veiðistöng og svoleiðis. En það var einn sem sat bara í tölvunni allan daginn. Þarna þurfti ég að skila inn æfinga- skýrslum og tíminn var oft nýtt- ur til að æfa í flotgalla og svoleið- is. En hann vildi ekki fara í flotgall- ann. Svo einn daginn sagði ég hon- um að ég ætlaði að baka hveitikök- ur fyrir okkur en vantaði lyftiduft. Hann yrði að synda í land, fara upp á bóndabæ og fá lánað lyftiduft,“ segir Maggi. „Strákurinn æstist all- ur upp. Við stungum skreið og fiski inn á hann til að eiga í skiptum fyr- ir lyftiduftið. Hann stökk út í og synti í land. Bóndinn kom á Land Rovernum alveg á fleygiferð niður að sjó, hélt náttúrulega að við vær- um strandaðir. Þar segir hann við bóndann „Heyrðu, ég er kominn að skipta á fiski og lyftidufti.“ Bónd- inn sagði ekki orð heldur skrúf- aði upp rúðuna og keyrði heim á bæinn og drengurinn hljóp á eftir honum. Svo kom hann aftur niður í fjöru og við biðum eftir honum. Það var smá brim þannig að hann gat ekki synt út, aldan henti hon- um alltaf upp í land aftur. En loks- ins komst hann út til okkar aftur. Og með lyftiduftið,“ segir Maggi og hlær við. „Þannig að ég bakaði hveitikökurnar fyrir strákana,“ bæt- ir hann við. Hrekkjótti kokkurinn Maggi hefur orð á því að þeg- ar hann var kokkur hafi hann haft best tækifæri til að stríða félögun- um. „Þá þurfti ég ekkert að vinna á dekkinu og hafði nægan tíma til að sprella,“ segir hann. „Einu sinni var strákur með mér á bát, nýbyrj- aður á sjó. Skólabróðir minn var þá nýlega búinn með vélstjóraskólann og var vélstjóri. Ég var búinn að skræla kartöfluhýði í stóra skál. Ég kallaði á strákinn, rétti honum skál- ina og sagði honum að fara og gefa kjölsvíninu. „Hvar er það?“ spurði hann. „Það er kýraugað þarna aft- ur í,“ sagði ég. Hann hljóp aftur í með skálina og sturtaði ofan í vél- arrúmið, allt saman yfir vélstjórann sem kom alveg brjálaður fram í,“ segir Maggi og hlær við. „Stundum lét ég strákana líka blóðga fiskana í fötu, sagði þeim að ég ætlaði að búa til blóðpönnukökur. Svo lét maður fötuna bara hverfa en setti rauðan matarlit út í deigið svo þær biðu alveg eldrauðar þegar strák- arnir komu í kaffi. Sumir alveg kol- féllu fyrir þessu,“ segir Maggi létt- ur í bragði að endingu. kgk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.